Fyrsti rafmagnsbíll Skoda Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2017 11:30 Skoda Vision E Concept. Sjá má tilraunaútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Skoda nú á bílasýningunni í Frankfurt, sem opnaði fyrir blaðamenn nú í morgun. Volkswagen Group ætlar Skoda viðamikið hlutverk í rafmagnsbílavæðingu bílarisans á næstu árum, þó svo að Skoda hafi ekki ennþá boðið uppá rafmagnsbíl hingað til. Þessi tilraunabíll ber heitið Vision E Concept, en þessi bíll var reyndar fyrst sýndur á bílasýningu í Shanghai í Kína í apríl síðastliðinn. Hann er nú örlítið breyttur, en þær breytingar eru ekki stórvægilegar. Til stendur að markaðssetja þennan bíl árið 2020 en Skoda ætlar að bjóða 5 gerðir af rafmagnsbílum árið 2025.Vision E Concept er með jepplingalagi og býsna laglegur að horfa á. Hann verður með krafta í kögglum með sinni 306 hestafla drifrás og á að komast 500 km á fullri rafmagnshleðslu. Bíllinn verður búinn Level 3 sjálfakandi búnaði og mörgum aksturaðstoðarkerfum.Hinn laglegasti rafmagnsbíll frá Skoda og kemur á markað eftir 3 ár. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent
Sjá má tilraunaútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Skoda nú á bílasýningunni í Frankfurt, sem opnaði fyrir blaðamenn nú í morgun. Volkswagen Group ætlar Skoda viðamikið hlutverk í rafmagnsbílavæðingu bílarisans á næstu árum, þó svo að Skoda hafi ekki ennþá boðið uppá rafmagnsbíl hingað til. Þessi tilraunabíll ber heitið Vision E Concept, en þessi bíll var reyndar fyrst sýndur á bílasýningu í Shanghai í Kína í apríl síðastliðinn. Hann er nú örlítið breyttur, en þær breytingar eru ekki stórvægilegar. Til stendur að markaðssetja þennan bíl árið 2020 en Skoda ætlar að bjóða 5 gerðir af rafmagnsbílum árið 2025.Vision E Concept er með jepplingalagi og býsna laglegur að horfa á. Hann verður með krafta í kögglum með sinni 306 hestafla drifrás og á að komast 500 km á fullri rafmagnshleðslu. Bíllinn verður búinn Level 3 sjálfakandi búnaði og mörgum aksturaðstoðarkerfum.Hinn laglegasti rafmagnsbíll frá Skoda og kemur á markað eftir 3 ár.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent