Fyrsta húðflúrið í 76 ára afmælisgjöf Guðný Hrönn skrifar 12. september 2017 09:30 Húðflúrlistamaðurinn Ívar er búinn að setja tattú á bæði mömmu sína og ömmu. „Hún fékk tattú í 76 ára afmælisgjöf frá mér. Hún var ekki með tattú fyrir en var alveg himinlifandi með þessa gjöf. Hún ákvað svo fyrir nokkrum vikum síðan að skella sér í stutta ferð til Kaupmannahafnar og sækja gjöfina,“ segir Ívar Østerby Ævarsson sem á tattústofu í Kaupmannahöfn. Hann setti tattú á ömmu sína, Eygló Jónu Gunnarsdóttur, um helgina. „Ég er alveg rosalega ánægð. Hann er bara svo svakalega flinkur,“ segir Eygló spurð út í hvernig henni lítist á nýja húðflúrið sitt. „Hún stóð sig eins og hetja, henni fannst þetta bara hálfhlægilegt,“ segir Ívar og hlær þegar hann er spurður út í hvernig amma hafi staðið sig á meðan hann húðflúraði hana. Hann lýsir henni sem ævintýragjarnri.„Nei, þetta var bara smá svona kitl. Ég kveinkaði mér aldrei,“ segir Eygló þegar hún er spurð hvort þetta hafi ekki verið vont. Hana hefur aldrei langað í tattú í gegnum tíðina að eigin sögn, ekki fyrr en núna. „Nei, aldrei, bara eftir að Ívar fór í þennan bransa. Og hann gaf mér þetta náttúrulega í afmælisgjöf og maður verður að þiggja afmælisgjafirnar sínar,“ segir hún og hlær. Spurður nánar út í tattúið sem amma hans valdi að fá sér segir Ívar: „Þetta er Lúthersrós sem hún fékk sér í tilefni þess að það eru 500 ár síðan lútherstrú var stofnuð.“ Þess má geta að Eygló var djákni í Selfosskirkju. „Þegar ég var vígð sem djákni þá fékk ég Lúthersrós í glerboxi. Ég tók mynd af henni og Ívar útfærði hana í tattú. Og hann gerði hana miklu flottari,“ segir Eygló. Mamma fékk líka tattúAðspurður hvernig ömmu hans lítist á starfsframann sem hann valdi sér segir Ívar hana vera sátta. „Hún er ánægð með starfið sem ég valdi mér og hún hefur mikinn áhuga. Mamma líka. En fyrst var mamma ekkert rosalega spennt. Þegar ég var 17 eða 18 ára og sagði henni að þetta væri það sem ég vildi gera, þá held ég að hún hafi orðið veik í viku,“ útskýrir Ívar og skellir upp úr.„Mamma fékk sér sitt fyrsta tattú fyrir um tveimur árum, þannig að hún hefur aldeilis snúist við.“ Móðir Ívars, Lísa Björg Ingvarsdóttir, er stolt í dag. „Nei, fyrst leist mér ekki á þetta, en hann er svo listrænn og hefur alltaf verið svo flinkur að teikna. Það er náttúrulega alveg magnað að geta unnið við það sem maður elskar,“ segir Lísa. Húðflúr Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
„Hún fékk tattú í 76 ára afmælisgjöf frá mér. Hún var ekki með tattú fyrir en var alveg himinlifandi með þessa gjöf. Hún ákvað svo fyrir nokkrum vikum síðan að skella sér í stutta ferð til Kaupmannahafnar og sækja gjöfina,“ segir Ívar Østerby Ævarsson sem á tattústofu í Kaupmannahöfn. Hann setti tattú á ömmu sína, Eygló Jónu Gunnarsdóttur, um helgina. „Ég er alveg rosalega ánægð. Hann er bara svo svakalega flinkur,“ segir Eygló spurð út í hvernig henni lítist á nýja húðflúrið sitt. „Hún stóð sig eins og hetja, henni fannst þetta bara hálfhlægilegt,“ segir Ívar og hlær þegar hann er spurður út í hvernig amma hafi staðið sig á meðan hann húðflúraði hana. Hann lýsir henni sem ævintýragjarnri.„Nei, þetta var bara smá svona kitl. Ég kveinkaði mér aldrei,“ segir Eygló þegar hún er spurð hvort þetta hafi ekki verið vont. Hana hefur aldrei langað í tattú í gegnum tíðina að eigin sögn, ekki fyrr en núna. „Nei, aldrei, bara eftir að Ívar fór í þennan bransa. Og hann gaf mér þetta náttúrulega í afmælisgjöf og maður verður að þiggja afmælisgjafirnar sínar,“ segir hún og hlær. Spurður nánar út í tattúið sem amma hans valdi að fá sér segir Ívar: „Þetta er Lúthersrós sem hún fékk sér í tilefni þess að það eru 500 ár síðan lútherstrú var stofnuð.“ Þess má geta að Eygló var djákni í Selfosskirkju. „Þegar ég var vígð sem djákni þá fékk ég Lúthersrós í glerboxi. Ég tók mynd af henni og Ívar útfærði hana í tattú. Og hann gerði hana miklu flottari,“ segir Eygló. Mamma fékk líka tattúAðspurður hvernig ömmu hans lítist á starfsframann sem hann valdi sér segir Ívar hana vera sátta. „Hún er ánægð með starfið sem ég valdi mér og hún hefur mikinn áhuga. Mamma líka. En fyrst var mamma ekkert rosalega spennt. Þegar ég var 17 eða 18 ára og sagði henni að þetta væri það sem ég vildi gera, þá held ég að hún hafi orðið veik í viku,“ útskýrir Ívar og skellir upp úr.„Mamma fékk sér sitt fyrsta tattú fyrir um tveimur árum, þannig að hún hefur aldeilis snúist við.“ Móðir Ívars, Lísa Björg Ingvarsdóttir, er stolt í dag. „Nei, fyrst leist mér ekki á þetta, en hann er svo listrænn og hefur alltaf verið svo flinkur að teikna. Það er náttúrulega alveg magnað að geta unnið við það sem maður elskar,“ segir Lísa.
Húðflúr Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira