Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍR 21-19 | Björgvin Páll öflugur í sigri Hauka Anton Ingi Leifsson skrifar 11. september 2017 20:00 Atli Már Báruson átti góðan leik fyrir Hauka. vísir/ernir Haukar eru komnir á blað í Olís-deild karla eftir nokkuð dramatískan tveggja marka sigur á ÍR á heimavelli í fyrstu umferðinni að Ásvöllum í kvöld, en lokatölur 21-19. Staðan í hálfleik var 13-9, Haukum í vil. Haukarnir byrjuðu afar vel. Þeir breyttu stöðunni úr 2-3 í 6-3 sér í vil með ógnarsterkum varnarleik. Þeir spiluðu afar þétta vörn og Björgvin Páll Gústavsson vel á verði í markinu. ÍR átti fá svör og Bjarni Fritzon tók leikhlé eftir þrettán mínútur. Eftir leikhléið var svipað uppi á teningnum. Haukarnir voru sterkari á öllum sviðum leiksins, en þrátt fyrir að sóknarleikurinn hafi verið nokkuð stirður framan af þá bættu þeir það upp með dúndur varnarleik og hröðum upphlaupum. ÍR var alltaf skrefi á eftir og heimamenn fjórum mörkum yfir í leikhlé, 13-9. Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri. Haukar voru skrefi á undan með sterkum varnarleik, en ÍR fékk þó meira framlag frá leikmönnum eins og Björgvini Hólmgeirssyni, sér í lagi í upphafi síðari hálfleiks. Breiðhyltingar náðu þó fínum kafla um miðjan síðari hálfleik og minnkuðu muninn í 15-13 og eftir það voru þeir alltaf í seilingarfjarlægð frá þeim rauðklæddu. Að endingu höfðu heimamenn svo tveggja marka sigur, 21-19.Afhverju unnu Haukar? Varnarleikur Hauka var í feyknaformi í þessum leik, sér í lagi í fyrri hálfleik og með besta markvörð Íslands þar bakvið verður erfitt að brjóta niður þennan múr sem Haukarnir eru að bjóða upp á. ÍR þurfti að hafa svakalega mikið fyrir hverju marki á meðan þetta gekk greiðar hjá Haukunum. Sóknarleikurinn hefur alveg gengið betur hjá þeim rauðklæddu, en þetta var fyrsti alvöru leikur Hauka á tímabilinu. Tjörvi og Hákon báru hann uppi framan af, en með rétthentan mann í skyttunni hefta þeir dálítið annan vænginn hjá sér. Þó góður sigur Hauka sem byrja tímabilið vel og geta verið ánægðir með spilamennsku sína í dag.Þessir stóðu upp úr: Tjörvi Þorgeirsson átti góðan dag í sóknarleik Hauka. Hann stýrði Haukaliðinu af mikilli festu, fann línuna og hornin afar vel og var kominn með fjögur mörk snemma leiks. Hann dró vagninn þegar mest á reyndi sóknarlega, en miðblokkin og varnarmúr Hauka var einnig afar sterk auk Björgvin Páls þar bakvið. Tjörvi og Hákon Daði voru markahæstir með fimm mörk. Björgvin Páll var svo með 18 skot í markinu sem verða væntanlega að meðaltali skotin sem hann tekur í vetur. Hjá ÍR voru þeir Björgvin Hólmgeirsson, Halldór Logi Árnason og Kristján Orri Jóhannsson markahæstir með fjögur mörk hver, en erfitt var að taka einhvern úr ÍR-liðinu sem mun líklega taka nokkra leiki að slípa sig saman. Þeir sýndu góða kafla inn á milli, en spilamennskan þó of kaflaskipt til að vinna eins sterkt lið og Haukar er.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR í fyrri hálfleik. Þeir áttu í miklum vandræðum með að brjóta niður sterkan múr Hauka og skora framhjá Björgvini þar bakvið, en lykilmenn eins og Björgvin Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson náðu sér alls ekki á strik, þó Björgvin hafi stigið aðeins upp í síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mun betri en sá fyrri, en ÍR þarf að ná að tengja 60 mínútur saman. Haukarnir lentu svo í vandræðum undir lok síðari hálfleiks, en leikæfingin spilar þar væntanlega inn í.Hvað gerist næst? Haukar fá stjörnuprýdda Eyjamenn í heimsókn í næsta leik, en sá leikur er næsta sunnudag. Þar mætast tvö af bestu liðum deildarinnar þetta árið og verður fróðlegt að fylgjsat með þeim leik. ÍR spilar næsta mánudag gegn Gróttu á heimavelli, en Gróttu er ekki spáð mikilli velgengni í vetur.Björgvin Páll: Í fyrsta skipti í langan tíma er ég stressaður fyrir leik „Þetta er sigur. Þetta var erfiður sigur, en við vorum með þá allan leikinn þó við misstum þetta í tæpan leik í restina,” sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, í samtali við Vísi í leikslok. „Það var gaman að sigla þessum heim, en ÍR spilaði hörkuvörn á okkur í síðari hálfleik. Grétar var að verja mjög vel í markinu og það gerði okkur þetta erfitt fyrir.” „Það er smá gamaldags skor á þessu, 21-19, en við erum sáttir við að halda vörninni vel svo ég er kátur,” en varnarleikur Hauka var hreint út sagt frábær, sér í lagi í fyrri hálfleik og Björgvin öflugur þar fyrir aftan: „Hann var geggjaður í fyrri hálfleik. Kristján í hægra horninu var að fara dálítið illa með mig í fyrri hálfleik, en þetta er auðvitað bara byrjunin. Við erum búnir að spila vel varnarlega á undirbúningstímabilinu," en hvernig er að vera kominn heim? „Geggjað. Æðislegt að komast heim og í fyrsta skipti í langan tíma var ég stressaður fyrir handboltaleik,” sagði þessi skemmtilegi markvörður að lokum.Bjarni: Við getum unnið alla „Við vorum rosa ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik, sér í lagi að bera boltann upp. Við erum búnir að vera bara boltann upp, en í dag var þetta hik og stress,” „Björgvin var einnig að draga tennurnar úr okkur, en í síðari hálfleik þá fækkuðum við töpuðu boltanum. Það munaði mikið um það því í heildina vorum við að standa góða vörn, en þá komumst við inn í leikinn.” ÍR spilaði virkilega illa í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum undir. Bjarni virkaði oft vel pirraður að horfa á sína menn í fyrri hálfleik og hann gekkst undir því að hafa verið ósáttur í hálfleik. „Já, ég var ósáttur því við vorum ekki að spila vel. Við vorum of staðir í sóknarleiknum, of hægir og bárum boltann illa upp. Við vorum líka með glórulausa tapaða bolta og við getum ekki boðið uppá það á einum erfiðasta útivelli á landinu.” „Við erum með frábært lið. Við getum unnið alla og eðlilegur seinni hálfleikur, en ég var svekktur að ná ekki að klára þetta því við vorum að ná þessu,” sagi Bjarni Fritzon, í samtali við Vísi í leikslok.Gunnar: Þurftum að hugsa um hag þeirra „Það dró af okkur síðustu 10-15 mínúturnar. Við höfum ekki spilað leik í tvær vikur og það vantaði aðeins upp á leikformið hjá nokkrum leikmönnum,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í leikslok. „Það kom þreyta í þetta og við gerðum okkur þetta erfitt fyrir. Mér fannst við hafa móment í síðari hálfleik til að auka forskotið, en við vissum að ÍR-ingarnir eru erfiðir og við höldum þeim í 19 mörkum. Það er lykillinn og vörn og markvarsla unnu þetta í dag.” „Við unnum vel í varnarleiknum í sumar og sóknarleikurinn á eftir að skána, en það bætist aðeins í vopnabúrið hægt og rólega. Þangað til þurfum við að treysta á vörn og markvörslu, en samt sem áður þurfum við að laga sóknarleikinn.” Grétar Ari, markvörður ÍR er á láni frá Haukum, en Gunnar segir að það hafi ekki komið til greina að banna Grétari að spila gegn liðinu sem hann er samningsbundinn. „Nei, ekki víst við lánuðum hann. Við erum með Andra Scheving líka og þetta eru unglingalandsliðsmenn. Auðvitað hefði það verið best fyrir liðið að hafa þá alla þrjá, en við þurfum að hugsa um hag þeirra,” sagði Gunnar og bætti við: „Þetta eru framtíðarmarkmenn og eiga vonandi eftir að spila með A-landsliðinu. Með hag Andra og Grétars í brjósti þá tókum við þessa ákvörðun.” Nest verkefni Hauka er gegn stjörnuprýddu liði ÍBV á Ásvöllum eftir tæpa viku. Gunnar er spenntur fyrir því einvígi. „Það verður hörkuleikur. Það er erfitt við þá að eiga. Þeir eru búnir að setja saman sterkt lið, eru hrikalega vel mannaðir og það verður erfitt verkefni,” sagði Gunnar.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Ásvöllum og tók myndirnar hér að neðan.Bjarni segir sínum mönnum til í leikhléi.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirGunnar ræðir við sína menn.vísir/ernirvísir/ernirvísir/gettyBjörgvin Páll varði 18 skot.vísir/ernirvísir/ernir Olís-deild karla
Haukar eru komnir á blað í Olís-deild karla eftir nokkuð dramatískan tveggja marka sigur á ÍR á heimavelli í fyrstu umferðinni að Ásvöllum í kvöld, en lokatölur 21-19. Staðan í hálfleik var 13-9, Haukum í vil. Haukarnir byrjuðu afar vel. Þeir breyttu stöðunni úr 2-3 í 6-3 sér í vil með ógnarsterkum varnarleik. Þeir spiluðu afar þétta vörn og Björgvin Páll Gústavsson vel á verði í markinu. ÍR átti fá svör og Bjarni Fritzon tók leikhlé eftir þrettán mínútur. Eftir leikhléið var svipað uppi á teningnum. Haukarnir voru sterkari á öllum sviðum leiksins, en þrátt fyrir að sóknarleikurinn hafi verið nokkuð stirður framan af þá bættu þeir það upp með dúndur varnarleik og hröðum upphlaupum. ÍR var alltaf skrefi á eftir og heimamenn fjórum mörkum yfir í leikhlé, 13-9. Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri. Haukar voru skrefi á undan með sterkum varnarleik, en ÍR fékk þó meira framlag frá leikmönnum eins og Björgvini Hólmgeirssyni, sér í lagi í upphafi síðari hálfleiks. Breiðhyltingar náðu þó fínum kafla um miðjan síðari hálfleik og minnkuðu muninn í 15-13 og eftir það voru þeir alltaf í seilingarfjarlægð frá þeim rauðklæddu. Að endingu höfðu heimamenn svo tveggja marka sigur, 21-19.Afhverju unnu Haukar? Varnarleikur Hauka var í feyknaformi í þessum leik, sér í lagi í fyrri hálfleik og með besta markvörð Íslands þar bakvið verður erfitt að brjóta niður þennan múr sem Haukarnir eru að bjóða upp á. ÍR þurfti að hafa svakalega mikið fyrir hverju marki á meðan þetta gekk greiðar hjá Haukunum. Sóknarleikurinn hefur alveg gengið betur hjá þeim rauðklæddu, en þetta var fyrsti alvöru leikur Hauka á tímabilinu. Tjörvi og Hákon báru hann uppi framan af, en með rétthentan mann í skyttunni hefta þeir dálítið annan vænginn hjá sér. Þó góður sigur Hauka sem byrja tímabilið vel og geta verið ánægðir með spilamennsku sína í dag.Þessir stóðu upp úr: Tjörvi Þorgeirsson átti góðan dag í sóknarleik Hauka. Hann stýrði Haukaliðinu af mikilli festu, fann línuna og hornin afar vel og var kominn með fjögur mörk snemma leiks. Hann dró vagninn þegar mest á reyndi sóknarlega, en miðblokkin og varnarmúr Hauka var einnig afar sterk auk Björgvin Páls þar bakvið. Tjörvi og Hákon Daði voru markahæstir með fimm mörk. Björgvin Páll var svo með 18 skot í markinu sem verða væntanlega að meðaltali skotin sem hann tekur í vetur. Hjá ÍR voru þeir Björgvin Hólmgeirsson, Halldór Logi Árnason og Kristján Orri Jóhannsson markahæstir með fjögur mörk hver, en erfitt var að taka einhvern úr ÍR-liðinu sem mun líklega taka nokkra leiki að slípa sig saman. Þeir sýndu góða kafla inn á milli, en spilamennskan þó of kaflaskipt til að vinna eins sterkt lið og Haukar er.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR í fyrri hálfleik. Þeir áttu í miklum vandræðum með að brjóta niður sterkan múr Hauka og skora framhjá Björgvini þar bakvið, en lykilmenn eins og Björgvin Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson náðu sér alls ekki á strik, þó Björgvin hafi stigið aðeins upp í síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mun betri en sá fyrri, en ÍR þarf að ná að tengja 60 mínútur saman. Haukarnir lentu svo í vandræðum undir lok síðari hálfleiks, en leikæfingin spilar þar væntanlega inn í.Hvað gerist næst? Haukar fá stjörnuprýdda Eyjamenn í heimsókn í næsta leik, en sá leikur er næsta sunnudag. Þar mætast tvö af bestu liðum deildarinnar þetta árið og verður fróðlegt að fylgjsat með þeim leik. ÍR spilar næsta mánudag gegn Gróttu á heimavelli, en Gróttu er ekki spáð mikilli velgengni í vetur.Björgvin Páll: Í fyrsta skipti í langan tíma er ég stressaður fyrir leik „Þetta er sigur. Þetta var erfiður sigur, en við vorum með þá allan leikinn þó við misstum þetta í tæpan leik í restina,” sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, í samtali við Vísi í leikslok. „Það var gaman að sigla þessum heim, en ÍR spilaði hörkuvörn á okkur í síðari hálfleik. Grétar var að verja mjög vel í markinu og það gerði okkur þetta erfitt fyrir.” „Það er smá gamaldags skor á þessu, 21-19, en við erum sáttir við að halda vörninni vel svo ég er kátur,” en varnarleikur Hauka var hreint út sagt frábær, sér í lagi í fyrri hálfleik og Björgvin öflugur þar fyrir aftan: „Hann var geggjaður í fyrri hálfleik. Kristján í hægra horninu var að fara dálítið illa með mig í fyrri hálfleik, en þetta er auðvitað bara byrjunin. Við erum búnir að spila vel varnarlega á undirbúningstímabilinu," en hvernig er að vera kominn heim? „Geggjað. Æðislegt að komast heim og í fyrsta skipti í langan tíma var ég stressaður fyrir handboltaleik,” sagði þessi skemmtilegi markvörður að lokum.Bjarni: Við getum unnið alla „Við vorum rosa ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik, sér í lagi að bera boltann upp. Við erum búnir að vera bara boltann upp, en í dag var þetta hik og stress,” „Björgvin var einnig að draga tennurnar úr okkur, en í síðari hálfleik þá fækkuðum við töpuðu boltanum. Það munaði mikið um það því í heildina vorum við að standa góða vörn, en þá komumst við inn í leikinn.” ÍR spilaði virkilega illa í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum undir. Bjarni virkaði oft vel pirraður að horfa á sína menn í fyrri hálfleik og hann gekkst undir því að hafa verið ósáttur í hálfleik. „Já, ég var ósáttur því við vorum ekki að spila vel. Við vorum of staðir í sóknarleiknum, of hægir og bárum boltann illa upp. Við vorum líka með glórulausa tapaða bolta og við getum ekki boðið uppá það á einum erfiðasta útivelli á landinu.” „Við erum með frábært lið. Við getum unnið alla og eðlilegur seinni hálfleikur, en ég var svekktur að ná ekki að klára þetta því við vorum að ná þessu,” sagi Bjarni Fritzon, í samtali við Vísi í leikslok.Gunnar: Þurftum að hugsa um hag þeirra „Það dró af okkur síðustu 10-15 mínúturnar. Við höfum ekki spilað leik í tvær vikur og það vantaði aðeins upp á leikformið hjá nokkrum leikmönnum,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í leikslok. „Það kom þreyta í þetta og við gerðum okkur þetta erfitt fyrir. Mér fannst við hafa móment í síðari hálfleik til að auka forskotið, en við vissum að ÍR-ingarnir eru erfiðir og við höldum þeim í 19 mörkum. Það er lykillinn og vörn og markvarsla unnu þetta í dag.” „Við unnum vel í varnarleiknum í sumar og sóknarleikurinn á eftir að skána, en það bætist aðeins í vopnabúrið hægt og rólega. Þangað til þurfum við að treysta á vörn og markvörslu, en samt sem áður þurfum við að laga sóknarleikinn.” Grétar Ari, markvörður ÍR er á láni frá Haukum, en Gunnar segir að það hafi ekki komið til greina að banna Grétari að spila gegn liðinu sem hann er samningsbundinn. „Nei, ekki víst við lánuðum hann. Við erum með Andra Scheving líka og þetta eru unglingalandsliðsmenn. Auðvitað hefði það verið best fyrir liðið að hafa þá alla þrjá, en við þurfum að hugsa um hag þeirra,” sagði Gunnar og bætti við: „Þetta eru framtíðarmarkmenn og eiga vonandi eftir að spila með A-landsliðinu. Með hag Andra og Grétars í brjósti þá tókum við þessa ákvörðun.” Nest verkefni Hauka er gegn stjörnuprýddu liði ÍBV á Ásvöllum eftir tæpa viku. Gunnar er spenntur fyrir því einvígi. „Það verður hörkuleikur. Það er erfitt við þá að eiga. Þeir eru búnir að setja saman sterkt lið, eru hrikalega vel mannaðir og það verður erfitt verkefni,” sagði Gunnar.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Ásvöllum og tók myndirnar hér að neðan.Bjarni segir sínum mönnum til í leikhléi.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirGunnar ræðir við sína menn.vísir/ernirvísir/ernirvísir/gettyBjörgvin Páll varði 18 skot.vísir/ernirvísir/ernir
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti