Golf

Ólafía þakkaði Gumma Ben fyrir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Mynd/Twitter-síða Ólafíu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði ekki að tryggja sér þáttökurétt á síðustu tveimur dögunum á LPGA-mótinu á Nýja Sjálandi.

Slæmur fyrsti dagur fór eiginlega með alla möguleika fyrir Ólafíu en hún lék þá á sex höggum yfir pari.

Þrátt fyrir slaka spilamennsku þá fékk íþróttamaðurinn Guðmundur Benediktsson okkar konu til að brosa.

Þegar Vísir sagði frá spilamennsku Ólafíu á fyrsta hringnum á Nýja Sjálandi þá birtist með fréttinni mynd af Ólafíu að fíflast með ljósmyndurum á LET-mótaröðinni.

Ólafía sem er oftast mynduð í bak og fyrir á mótum sínum fékk eina myndvélina lánaða og ljósmyndarinn Tristan Jones var snöggur til og smellti af henni.



Guðmundur Benediktsson er vanur að fá okkur til að brosa með skemmtilegum skotum og hnyttnum athugsemdum. Hann hitti alveg í mark hjá okkar konu þegar hann birti umrædda mynd. Ólafía Þórunn svaraði líka á sinn hátt.



Ólafía Þórunn var heldur ekkert að láta þetta mót draga sig mikið niður eins og sést á þessari færslu hennar þar sem hún bar kom hátt á loft í Auckland.




Tengdar fréttir

Ólafía fékk 1,3 milljónir króna

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk tæplega 1,3 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé fyrir árangur sinn á Evian-risamótinu í Frakklandi.

Tólf söguleg skref hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að komast þangað sem enginn íslenskur kylfingur hefur komist áður á hennar fyrsta tímabili á sterkustu mótaröð í heimi. Hún rýkur upp bæði heims- og peningalistann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×