Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 25-33 | Eyjamenn númeri of stórir fyrir Víkinga Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 28. september 2017 22:15 Theodór Sigurbjörnsson skoraði 14 mörk fyrir Eyjamenn í kvöld. vísir/vilhelm ÍBV vann góðan sigur á Víking í 4. umferð olísdeildar karla í kvöld, 25-33. Víkingar tapa aftur stórt í Víkinni en stigasöfnun ÍBV heldur áfram, sem nú eru komnir með 6 stig. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 5 marka forystu fljótlega sem þeir héldu til að byrja með en náðu mest 8 marka forystu í stöðunni 8-16 undir lok fyrri hálfleiksins. Þá var Arnar farinn að spila U-liði sínu og leyfði eldri strákunum að hvíla. Víkingur náði þá að minna muninn niður í 4 mörk og staðan 13-17 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks slökuðu Eyjamenn aðeins á og leit allt út fyrir að þeir ætluðu að missa leikinn niður en það gerðist ekki, þeir snéru leiknum sér í hag og eftir það átti Víkingur ekki séns. Theodór skoraði að vild og ÍBV var farið að leika sér undir lokin og staðan orðin 20-29 þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Leiknum lauk með sannfærandi sigri ÍBV 25-33.Afhverju vann ÍBV? ÍBV mættu sterkir til leiks og voru grimmari frá fyrstu mínútu. Þeir ógnuðu frá öllum vígstöðum og refsuðu Víkingum grimmt fyrir þeirra tæknifeila. Sókn Víkinga var ekki nægilega frumleg og reyndu þeir mikið að finna Ægi á línunni eða hægra hornið. Munurinn á liðunum eins og Gunnar þjálfari Víkings sagði eftir leik ,,þeir eiga 4 leikmenn í A landsliðs hópnum um helgina, við eigum 2 í U-19"Hverjir stóðu uppúr? Theodór Sigurbjörnsson var frábær í liði ÍBV í dag og skoraði 14 mörk. Fyrir leikinn var hann kominn með 9 mörk og ekki fundið sig í fyrstu leikjunum svo það er sterkt fyrir ÍBV að vera búinn að fá Tedda af stað. Ægir Hrafn átti fínan leik í liði heimamanna en Birgir Már var atkvæðamestur þar með 7 mörk.Hvað gekk illa? Víkingur með alltof marga tapaða bolta og refsaði ÍBV þeim fyrir það með allmörgum hraðaupphlaupum. ÍBV missti forskotið niður í upphafi seinni hálfleiks líkt og í síðustu leikjum en í þetta skiptið komu þeir til baka og kláruðu leikinn örugglega. Markvarslan var ekki góð í leiknum og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik hjá Stephen Nilsen og Davíð Svanssyni en þeir Aron Rafn og Hrafn bættu hana aðeins upp í þeim síðari.Hvað gerist næst? ÍBV heldur áfram að þægilegu prógrami í næstu umferð þegar liðið fer í Grafarvoginn og mætir nýliðum Fjölnis. ÍBV að spila sinn fimmta útileik þá en verið er að klára að setja nýtt parket á höllina í Vestmannaeyjum og styttist í þeirra fyrsta heimaleik sem er einmitt í 6 umferð. Ef liðið spilar eins og það spilaði hér í dag ætti leikurinn í Grafarvoginum ekki að verða þeim erfiður. En næsti leikur Víkinga verður alls ekki auðveldur, því liðið mætir heitasta liði deildarinnar um þessar mundir, FH. Erfiður leikur framundan þar og ekki miklar líkur á að stigasöfnun Víkinga haldi áfram í næstu umferð.Arnar: Spiluðum góðan handbolta í 60 mínútur. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður með leik ÍBV í dag. „Við gerðum vel í dag, spiluðum góðan handbolta í 60 mín, duttum aðeins út í upphafi seinni hálfleiks en heilt yfir mjög gott." Arnar hræddist það ekki að strákarnir myndu missa leikinn niður eins og í síðustu leikjum þegar Víkingar náðu að minnka muninn niður í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, mér fannst við allan tímann hafa ágætis tök á leiknum, kannski að reyna full erfiða hluti inná milli, en vorum með góð tök á leiknum," sagði Arnar, sem segir það auðvitað skipta máli að fá Theodór sterkann inn eins og í dag. „Teddi er frábær, svona þekkjum við Tedda, hann er hágæða leikaður sem spilaði vel í dag eins og margir aðrir." „Við erum hægt og rólega að bæta okkur, Víkingarnir eru með fínt lið, gerðu jafntefli við Fjölni í fyrsta leik og stóðu lengi vel í Val í leiknum þar á eftir. Svo það er ekkert sjálfgefið að koma hérna í Víkina og taka sigur. Við erum að bæta okkur og getum gert það áfram, það er bara september ennþá og nóg eftir." ÍBV var í kvöld að spila sinn fjórða útileik, en framkvæmdir á höllinni í Vestmannaeyjum hafa gert það að verkum, en það styttist í þeirra fyrsta heimaleik. „Ég viðurkenni að það verður gott að fá loksins leik heima og spila á parketinu þar fyrir framan okkar fólk. Sérstaklega meðan samgöngurnar eru eins og þær eru núna, ég var t.d að fá þær fréttir rétt í þessu að Herjólfur siglir ekki ferðina sem var búið að lofa okkur hérna í kvöld svo við þurfum að eyða enn einni nóttinni hérna í borg óttans, því miður." Undir lok fyrri hálfleiks voru allir yngri strákarnir á bekknum hjá Arnari komnir inná og spiluðu þar síðustu mínutur fyrri hálfleiks ásamt Róberti Aroni „Þeir eru bara góðir þessir strákar, búnir að bæta sig helling og eru á góðu róli, ég treysti þeim bara fullkomlega til að koma inná hvenær sem er í leikum hvort sem það eru 5 mínútur liðnar af leiknum eða 5 mínútur eftir. Við erum bara með flott lið og flottan hóp."Gunnar: Þeir verða með fjóra leikmenn í A-landsliðshóp um helgina, við eigum 2 í U-19. Gunnar Gunnarsson þjálfari Víkings segir ÍBV liðið hafa verið of stóran bita fyrir þá í kvöld en var ánægður með baráttuna í strákunum. „Við vorum að gera of mikið af tæknifeilum, við áttum eiginlega aldrei séns í leikinn. Við náðum að minnka þetta niður í byrjun seinni hálfleiks og ég er ánægður með baráttuna í strákunum, við gáfust ekki upp. Þetta er fyrst og fremst sóknin þar sem við erum ekki að koma skoti á markið, gerðum 16 tæknifeila og áttum 13 skot framhjá markinu, það verður aldrei mark, það segir sig sjálft." Gunnar segir að þeir hafi lagt upp með það að keyra á háu tempói og hefðu jafnvel átt að keyra betur á lið ÍBV þegar þeir minnkuðu muninn niður í tvö mörk. „Við lögðum þetta svolítið þannig upp að keyra á þá, mörg lið vilja draga úr tempóinu í svona stöðu en okkur finnst það hundleiðinlegur handbolti svo við ákvaðum bara að reyna að keyra á þá, taka hraða miðju en það kostar okkur svoítið af mistökum," sagði Gunnar, sem segir einnig að búið sé að taka lið ÍBV í gegn í fjölmiðlum eftir síðustu leiki og það hafi skilað sér í leik þeirra í dag. Ekki er það auðveldara verkefnið sem bíður Víkinga í næstu umferð en þá mæta þeir liði FH sem hefur verið ógnasterkt í upphafi móts. „Þetta eru allt erfið verkefni, sérð bara liðin sem mætast hérna í dag, annað liðið er með 4 leikmenn í A landsliðshóp um helgina hitt með 2 leikmann í u-19. Við eigum FH næst og það verður erfitt ef ekki erfiðara. Við verðum bara að þrauka áfram og reyna að taka stig einhversstaðar," segir Gunnar, sem tekur þó eitthvað gott með sér úr leiknum í dag. „Við skorum 25 mörk og náum góðum hraða, nýtum hornin vel, sérstaklega hægra hornið, gamli karlinn Ægir stendur sig vel í vörn og sókn svo já það er eitthvað gott að byggja á."Theodór: Ég verð all in um helgina. Theodór Sigurbjörnsson leikmaður ÍBV hefur ekki fundið sig í síðustu leikjum, en hann hefur verið einn markahæsti leikmaður olís deildarinnar síðustu ár. Theodór náði sér þó á strik í kvöld og skoraði 14 mörk. „Ég er virkilega ánægður með það hvernig við komum inní þennann leik, náðum ágætis forystu í fyrri hálfleik sem við misstum niður í upphafi seinni en sýnum karakter hvernig við komum sterkir til baka og kláruðum þetta," sagði Theodór, sem viðurkenndi að það hafi verið ljúft að ná góðum leik í kvöld. „Heldur betur gott að skora 14 í dag, ég var ekki búinn að finna mig í seinustu þremur leikjum og þetta rífur sjálfstraustið heldur betur upp.“ Theodór er í landsliðshóp Geirs Sveinssonar um helgina þar sem leikmenn hér heima mæta til æfinga, en ekki er um alþjóðlega landsliðsviku að ræða. Theodór segir það gott að fara inní helgina fullur sjálfstraust og ætlar sér „all in" í það verkefni. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var í Víkinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Olís-deild karla
ÍBV vann góðan sigur á Víking í 4. umferð olísdeildar karla í kvöld, 25-33. Víkingar tapa aftur stórt í Víkinni en stigasöfnun ÍBV heldur áfram, sem nú eru komnir með 6 stig. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 5 marka forystu fljótlega sem þeir héldu til að byrja með en náðu mest 8 marka forystu í stöðunni 8-16 undir lok fyrri hálfleiksins. Þá var Arnar farinn að spila U-liði sínu og leyfði eldri strákunum að hvíla. Víkingur náði þá að minna muninn niður í 4 mörk og staðan 13-17 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks slökuðu Eyjamenn aðeins á og leit allt út fyrir að þeir ætluðu að missa leikinn niður en það gerðist ekki, þeir snéru leiknum sér í hag og eftir það átti Víkingur ekki séns. Theodór skoraði að vild og ÍBV var farið að leika sér undir lokin og staðan orðin 20-29 þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Leiknum lauk með sannfærandi sigri ÍBV 25-33.Afhverju vann ÍBV? ÍBV mættu sterkir til leiks og voru grimmari frá fyrstu mínútu. Þeir ógnuðu frá öllum vígstöðum og refsuðu Víkingum grimmt fyrir þeirra tæknifeila. Sókn Víkinga var ekki nægilega frumleg og reyndu þeir mikið að finna Ægi á línunni eða hægra hornið. Munurinn á liðunum eins og Gunnar þjálfari Víkings sagði eftir leik ,,þeir eiga 4 leikmenn í A landsliðs hópnum um helgina, við eigum 2 í U-19"Hverjir stóðu uppúr? Theodór Sigurbjörnsson var frábær í liði ÍBV í dag og skoraði 14 mörk. Fyrir leikinn var hann kominn með 9 mörk og ekki fundið sig í fyrstu leikjunum svo það er sterkt fyrir ÍBV að vera búinn að fá Tedda af stað. Ægir Hrafn átti fínan leik í liði heimamanna en Birgir Már var atkvæðamestur þar með 7 mörk.Hvað gekk illa? Víkingur með alltof marga tapaða bolta og refsaði ÍBV þeim fyrir það með allmörgum hraðaupphlaupum. ÍBV missti forskotið niður í upphafi seinni hálfleiks líkt og í síðustu leikjum en í þetta skiptið komu þeir til baka og kláruðu leikinn örugglega. Markvarslan var ekki góð í leiknum og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik hjá Stephen Nilsen og Davíð Svanssyni en þeir Aron Rafn og Hrafn bættu hana aðeins upp í þeim síðari.Hvað gerist næst? ÍBV heldur áfram að þægilegu prógrami í næstu umferð þegar liðið fer í Grafarvoginn og mætir nýliðum Fjölnis. ÍBV að spila sinn fimmta útileik þá en verið er að klára að setja nýtt parket á höllina í Vestmannaeyjum og styttist í þeirra fyrsta heimaleik sem er einmitt í 6 umferð. Ef liðið spilar eins og það spilaði hér í dag ætti leikurinn í Grafarvoginum ekki að verða þeim erfiður. En næsti leikur Víkinga verður alls ekki auðveldur, því liðið mætir heitasta liði deildarinnar um þessar mundir, FH. Erfiður leikur framundan þar og ekki miklar líkur á að stigasöfnun Víkinga haldi áfram í næstu umferð.Arnar: Spiluðum góðan handbolta í 60 mínútur. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður með leik ÍBV í dag. „Við gerðum vel í dag, spiluðum góðan handbolta í 60 mín, duttum aðeins út í upphafi seinni hálfleiks en heilt yfir mjög gott." Arnar hræddist það ekki að strákarnir myndu missa leikinn niður eins og í síðustu leikjum þegar Víkingar náðu að minnka muninn niður í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, mér fannst við allan tímann hafa ágætis tök á leiknum, kannski að reyna full erfiða hluti inná milli, en vorum með góð tök á leiknum," sagði Arnar, sem segir það auðvitað skipta máli að fá Theodór sterkann inn eins og í dag. „Teddi er frábær, svona þekkjum við Tedda, hann er hágæða leikaður sem spilaði vel í dag eins og margir aðrir." „Við erum hægt og rólega að bæta okkur, Víkingarnir eru með fínt lið, gerðu jafntefli við Fjölni í fyrsta leik og stóðu lengi vel í Val í leiknum þar á eftir. Svo það er ekkert sjálfgefið að koma hérna í Víkina og taka sigur. Við erum að bæta okkur og getum gert það áfram, það er bara september ennþá og nóg eftir." ÍBV var í kvöld að spila sinn fjórða útileik, en framkvæmdir á höllinni í Vestmannaeyjum hafa gert það að verkum, en það styttist í þeirra fyrsta heimaleik. „Ég viðurkenni að það verður gott að fá loksins leik heima og spila á parketinu þar fyrir framan okkar fólk. Sérstaklega meðan samgöngurnar eru eins og þær eru núna, ég var t.d að fá þær fréttir rétt í þessu að Herjólfur siglir ekki ferðina sem var búið að lofa okkur hérna í kvöld svo við þurfum að eyða enn einni nóttinni hérna í borg óttans, því miður." Undir lok fyrri hálfleiks voru allir yngri strákarnir á bekknum hjá Arnari komnir inná og spiluðu þar síðustu mínutur fyrri hálfleiks ásamt Róberti Aroni „Þeir eru bara góðir þessir strákar, búnir að bæta sig helling og eru á góðu róli, ég treysti þeim bara fullkomlega til að koma inná hvenær sem er í leikum hvort sem það eru 5 mínútur liðnar af leiknum eða 5 mínútur eftir. Við erum bara með flott lið og flottan hóp."Gunnar: Þeir verða með fjóra leikmenn í A-landsliðshóp um helgina, við eigum 2 í U-19. Gunnar Gunnarsson þjálfari Víkings segir ÍBV liðið hafa verið of stóran bita fyrir þá í kvöld en var ánægður með baráttuna í strákunum. „Við vorum að gera of mikið af tæknifeilum, við áttum eiginlega aldrei séns í leikinn. Við náðum að minnka þetta niður í byrjun seinni hálfleiks og ég er ánægður með baráttuna í strákunum, við gáfust ekki upp. Þetta er fyrst og fremst sóknin þar sem við erum ekki að koma skoti á markið, gerðum 16 tæknifeila og áttum 13 skot framhjá markinu, það verður aldrei mark, það segir sig sjálft." Gunnar segir að þeir hafi lagt upp með það að keyra á háu tempói og hefðu jafnvel átt að keyra betur á lið ÍBV þegar þeir minnkuðu muninn niður í tvö mörk. „Við lögðum þetta svolítið þannig upp að keyra á þá, mörg lið vilja draga úr tempóinu í svona stöðu en okkur finnst það hundleiðinlegur handbolti svo við ákvaðum bara að reyna að keyra á þá, taka hraða miðju en það kostar okkur svoítið af mistökum," sagði Gunnar, sem segir einnig að búið sé að taka lið ÍBV í gegn í fjölmiðlum eftir síðustu leiki og það hafi skilað sér í leik þeirra í dag. Ekki er það auðveldara verkefnið sem bíður Víkinga í næstu umferð en þá mæta þeir liði FH sem hefur verið ógnasterkt í upphafi móts. „Þetta eru allt erfið verkefni, sérð bara liðin sem mætast hérna í dag, annað liðið er með 4 leikmenn í A landsliðshóp um helgina hitt með 2 leikmann í u-19. Við eigum FH næst og það verður erfitt ef ekki erfiðara. Við verðum bara að þrauka áfram og reyna að taka stig einhversstaðar," segir Gunnar, sem tekur þó eitthvað gott með sér úr leiknum í dag. „Við skorum 25 mörk og náum góðum hraða, nýtum hornin vel, sérstaklega hægra hornið, gamli karlinn Ægir stendur sig vel í vörn og sókn svo já það er eitthvað gott að byggja á."Theodór: Ég verð all in um helgina. Theodór Sigurbjörnsson leikmaður ÍBV hefur ekki fundið sig í síðustu leikjum, en hann hefur verið einn markahæsti leikmaður olís deildarinnar síðustu ár. Theodór náði sér þó á strik í kvöld og skoraði 14 mörk. „Ég er virkilega ánægður með það hvernig við komum inní þennann leik, náðum ágætis forystu í fyrri hálfleik sem við misstum niður í upphafi seinni en sýnum karakter hvernig við komum sterkir til baka og kláruðum þetta," sagði Theodór, sem viðurkenndi að það hafi verið ljúft að ná góðum leik í kvöld. „Heldur betur gott að skora 14 í dag, ég var ekki búinn að finna mig í seinustu þremur leikjum og þetta rífur sjálfstraustið heldur betur upp.“ Theodór er í landsliðshóp Geirs Sveinssonar um helgina þar sem leikmenn hér heima mæta til æfinga, en ekki er um alþjóðlega landsliðsviku að ræða. Theodór segir það gott að fara inní helgina fullur sjálfstraust og ætlar sér „all in" í það verkefni. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var í Víkinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti