Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 30-27 | FH-ingar með fullt hús Benedikt Grétarsson skrifar 28. september 2017 22:00 Arnar Freyr Ársælsson, vinstri hornamaður FH. vísir/anton FH heldur sigurgöngu sinni áfram í Olísdeild karla í handknattleik. FH vann torsóttan sigur gegn Gróttu í kvöld, 30-27 og heldur toppsæti deildarinnar með fjóra sigra í jafnmörgum leikjum. Grótta er hins vegar á botninum með ekkert stig. Staðan í hálfleik var 13-16, Gróttu í vil. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir FH og Ágúst Elí Björgvinsson varði 13 skot í markinu. Markahæstur í liði Gróttu var Maximillian Jonsson með 10 mörk og Hreiðar Levý Guðmundsson varði 17/2 skot. FH hefur farið á kostum í Olísdeildinni og það voru því teikn á lofti að Grótta ætti ansi erfitt kvöld í vændum. Þær vangaveltur áttu hins vegar engan rétt á sér. Gróttumenn mættu afar vel stemmdir til leiks og náðu að fylgja eftir frábærum síðari hálfleik sínum í leiknum gegn ÍBV í þriðju umferð. Hreiðar Levý Guðmundsson sýndi landsliðstakta í markinu og heimamenn voru nánast ráðþrota gegn þessum frábæra markverði. Dauðafæri, vítaköst og langskot strönduðu á Hreiðari, sem setti svo punktinn yfir frábæra frammistöðu með síðasta marki fyrri hálfleiks. Staðan 13-16 fyrir Gróttu og útlit fyrir óvænt úrslit. Sænska tröllið Maximilian Jonsson, fór á kostum í liði Gróttu fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks og undir hans forystu voru Gróttumenn komnir í ansi þægilega stöðu, 21-26. Þá varð hins vegar algjör vendipunktur í leiknum þegar Jonsson fékk beint rautt spjald fyrir að hrinda Ísaki Rafnssyni í loftinu. Ekki hjálpaði það að Hannes Grimm var sömuleiðis fokinn af vellieftir þrjár brottvísanir Við þetta áfall, var allur vindur úr Gróttu og FH skoraði næstu níu mörk. Þessi magnaði endasprettur skilaði FH sigri en Hafnfirðingar þurftu svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum.Af hverju vann FH leikinn? FH vann leikinn á frábærum endaspretti og innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. Rauða spjaldið á Jonsson reyndist bensín á FH-vélina sem hafði hikstað rækilega fram að því spjaldi. FH lék ekki vel í þessum leik og leikmenn liðsins viðurkenndu það fúslega eftir leik. Sigurinn kom þó í hús og það er það sem skipti öllu máli. Það mátti a.m.k. sjá mikinn létti í andliti þjálfarans Halldórs Jóhanns Sigfússonar eftir leik.Hverjir stóðu upp úr? Hreiðar Levý Guðmundsson var stórkostlegur í fyrri hálfleik. Kempan varði þá 50% skota sem rötuðu á markið. 13 varin skot, þar af tvö vítaköst og eitt glæsilegt mark að auki. Ekki amalegt dagsverk þar. Seinni hálfleikur tilheyrði svo áðurnefndum Jonsson, allt þar til kappinn fór upp í stúku. Hjá FH voru allir daprir í fyrri hálfleik. Ágúst Elí náði að klukka nokkra mikilvæga bolta í seinni hálfleik og Einar Rafn Eiðsson skilaði góðum mörkum. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom inn í liðið eftir erfið meiðsli og skoraði þrjú mörk í röð á ögurstundu.Hvað gekk illa? Markvarsla FH var vægast sagt í molum í fyrri hálfleik. Að loknum 25 mínútum voru markverðirnir með tvo skot varin og það kann ekki góðri lukku að stýra. Þetta skánaði mikið í seinni hálfleik. Það gekk skelfilega hjá gestunum að finna leiðina í mark FH eftir að Svíinn sterki fauk af velli. Grótta skoraði aðeins eitt mark á þeim 12 mínútum sem Jonsson var ekki með liðinu. Klaufalegir brottrekstrar eru dýrir á móti toppliði eins og FH og það fengu Gróttumenn að reyna.Hvað gerist næst? FH heldur í Fossvoginn eftir landsleikjahléið og mætir þar nýliðum Víkings. Maður þarf líklega að heita Bogdan eða Hallur Hallsson til að spá einhverju öðru en öruggum sigri FH í þeim leik. Liðið lítur vel út þrátt fyrir hökt kvöldsins og nú er það verkefni Halldórs Jóhanns að láta menn halda dampi. Grótta fær Stjörnuna í heimsókn á Seltjarnarnesið. Miðað við frammistöðu Gróttu á heimavelli í vetur og ekki síst í Kaplakrika í kvöld, þá ættu Gróttumenn að gefa Stjörnunni hörkuleik. Það styttist í fyrsta stigið, því lofa ég.Gísli Þorgeir Kristjánsson lék frábærlega í úrslitaseríunni gegn Val á síðasta tímabilivísir/ernirGísli: Við vorum karakterslausir Hinn efnilegi Gísli Þorgeir Kristjánsson snéri aftur í lið FH í 30-27 sigri liðsins gegn Gróttu. Gísli átti góða innkomu en var heilt yfir ekki sáttur með frammistöðu FH í leiknum „Við vorum fáránlega lengi í gang. Það tók okkur einhverjar 50 mínútur en svo komumst við loksins í gírinn,“ sagði Gísli beint eftir leik. En það hlýtur að vera góð tilfinning að vera kominn aftur á parketið? „Það er fáránlega gott en það tók tíma í fyrri hálfleiknum að stimpla sig inn. Svo kom ég ferskari og minna stressaður í seinni hálfleikinn og þá bara mallaði þetta áfram.“ Gísli vill ekki meina að lið Gróttu hafi komið FH-ingum í opna skjöldu. Það var kannski helst einn reyndur leikmaður sem gerði Hafnfirðingum lífið leitt. „Þeir komu okkur þannig séð ekkert á óvart nema kannski hvað Hreiðar Levý var fáránlega góður í dag. Ég meina, við skorum 13 mörk í fyrri hálfleik og hann er að taka einhver 10 skot einn á móti einum. Það segir kannski eitthvað um hvernig við vorum að slútta eða hvernig menn mættu í leikinn. Við vorum bara karakterslausir mestallan leikinn.“ FH situr á toppi deildarinnar með átta stig og það er gleðiefni í sjálfu sér, eða hvað? „Við kvörtum ekki yfir stöðu okkar en við getum kvartað aðeins yfir spilamennskunni í kvöld. Hún var ekki góð og við þurfum að bæta okkur fyrir næsta leik sem verður Evrópuleikur í Rússlandi,“ sagði hinn bráðefnilegi Gísli Þorgeir Kristjánsson.Hreiðar Levý var í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar.vísir/stefánHreiðar: Ég er nýbyrjaður að skokka „Við leiðum nánast allan leikinn og gefum þeim hörkuleik. Þeir voru bara í erfiðleikum og voru orðnir stressaðir. Það er bara drullusvekkjandi að enda með ekkert stig en maður getur samt verið stoltur af peyjunum í liðinu“ sagði markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson sem átti stórleik með Gróttu. „Þetta er í raun þriðji leikurinn af fjórum þar sem maður er stoltur eftir leik en við endum með núll stig. Þetta er alltaf sama sagan og það gengur ekki endalaust. “ Hreiðar er sammála því að þrátt fyrir tap, séu ansi margir jákvæðir hlutir að gerast hjá Gróttu. „Þessir leikir sýna bara hvað býr í þessum strákum. Margir sem eru að spila þessa leiki fyrir okkur voru að koma upp úr þriðja flokk og eru að spila á móti meistaraefnum trekk í trekk, mönnum með landsleiki og fyrrverandi atvinnumenn. Strákarnir geta verið ánægðir með sig þrátt fyrir tap og byggt ofan á þessa frammistöðu. Stigin koma ef við spilum svona áfram. “ Hreiðar varði mjög vel í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Ég var í aðgerð auðvitað og var frá í átta mánuði. Ég er þannig séð, nýbyrjaður að geta skokkað en ég byrjaði að æfa áður en ég gat skokkað um völlinn. Ég er alltaf að verða sterkari og betri og þetta hefur gengið vonum framar. “ Hreiðar í landsliðið? Já, hendum í það hashtag, “ sagði Hreiðar glottandi að lokum. Olís-deild karla
FH heldur sigurgöngu sinni áfram í Olísdeild karla í handknattleik. FH vann torsóttan sigur gegn Gróttu í kvöld, 30-27 og heldur toppsæti deildarinnar með fjóra sigra í jafnmörgum leikjum. Grótta er hins vegar á botninum með ekkert stig. Staðan í hálfleik var 13-16, Gróttu í vil. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir FH og Ágúst Elí Björgvinsson varði 13 skot í markinu. Markahæstur í liði Gróttu var Maximillian Jonsson með 10 mörk og Hreiðar Levý Guðmundsson varði 17/2 skot. FH hefur farið á kostum í Olísdeildinni og það voru því teikn á lofti að Grótta ætti ansi erfitt kvöld í vændum. Þær vangaveltur áttu hins vegar engan rétt á sér. Gróttumenn mættu afar vel stemmdir til leiks og náðu að fylgja eftir frábærum síðari hálfleik sínum í leiknum gegn ÍBV í þriðju umferð. Hreiðar Levý Guðmundsson sýndi landsliðstakta í markinu og heimamenn voru nánast ráðþrota gegn þessum frábæra markverði. Dauðafæri, vítaköst og langskot strönduðu á Hreiðari, sem setti svo punktinn yfir frábæra frammistöðu með síðasta marki fyrri hálfleiks. Staðan 13-16 fyrir Gróttu og útlit fyrir óvænt úrslit. Sænska tröllið Maximilian Jonsson, fór á kostum í liði Gróttu fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks og undir hans forystu voru Gróttumenn komnir í ansi þægilega stöðu, 21-26. Þá varð hins vegar algjör vendipunktur í leiknum þegar Jonsson fékk beint rautt spjald fyrir að hrinda Ísaki Rafnssyni í loftinu. Ekki hjálpaði það að Hannes Grimm var sömuleiðis fokinn af vellieftir þrjár brottvísanir Við þetta áfall, var allur vindur úr Gróttu og FH skoraði næstu níu mörk. Þessi magnaði endasprettur skilaði FH sigri en Hafnfirðingar þurftu svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum.Af hverju vann FH leikinn? FH vann leikinn á frábærum endaspretti og innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. Rauða spjaldið á Jonsson reyndist bensín á FH-vélina sem hafði hikstað rækilega fram að því spjaldi. FH lék ekki vel í þessum leik og leikmenn liðsins viðurkenndu það fúslega eftir leik. Sigurinn kom þó í hús og það er það sem skipti öllu máli. Það mátti a.m.k. sjá mikinn létti í andliti þjálfarans Halldórs Jóhanns Sigfússonar eftir leik.Hverjir stóðu upp úr? Hreiðar Levý Guðmundsson var stórkostlegur í fyrri hálfleik. Kempan varði þá 50% skota sem rötuðu á markið. 13 varin skot, þar af tvö vítaköst og eitt glæsilegt mark að auki. Ekki amalegt dagsverk þar. Seinni hálfleikur tilheyrði svo áðurnefndum Jonsson, allt þar til kappinn fór upp í stúku. Hjá FH voru allir daprir í fyrri hálfleik. Ágúst Elí náði að klukka nokkra mikilvæga bolta í seinni hálfleik og Einar Rafn Eiðsson skilaði góðum mörkum. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom inn í liðið eftir erfið meiðsli og skoraði þrjú mörk í röð á ögurstundu.Hvað gekk illa? Markvarsla FH var vægast sagt í molum í fyrri hálfleik. Að loknum 25 mínútum voru markverðirnir með tvo skot varin og það kann ekki góðri lukku að stýra. Þetta skánaði mikið í seinni hálfleik. Það gekk skelfilega hjá gestunum að finna leiðina í mark FH eftir að Svíinn sterki fauk af velli. Grótta skoraði aðeins eitt mark á þeim 12 mínútum sem Jonsson var ekki með liðinu. Klaufalegir brottrekstrar eru dýrir á móti toppliði eins og FH og það fengu Gróttumenn að reyna.Hvað gerist næst? FH heldur í Fossvoginn eftir landsleikjahléið og mætir þar nýliðum Víkings. Maður þarf líklega að heita Bogdan eða Hallur Hallsson til að spá einhverju öðru en öruggum sigri FH í þeim leik. Liðið lítur vel út þrátt fyrir hökt kvöldsins og nú er það verkefni Halldórs Jóhanns að láta menn halda dampi. Grótta fær Stjörnuna í heimsókn á Seltjarnarnesið. Miðað við frammistöðu Gróttu á heimavelli í vetur og ekki síst í Kaplakrika í kvöld, þá ættu Gróttumenn að gefa Stjörnunni hörkuleik. Það styttist í fyrsta stigið, því lofa ég.Gísli Þorgeir Kristjánsson lék frábærlega í úrslitaseríunni gegn Val á síðasta tímabilivísir/ernirGísli: Við vorum karakterslausir Hinn efnilegi Gísli Þorgeir Kristjánsson snéri aftur í lið FH í 30-27 sigri liðsins gegn Gróttu. Gísli átti góða innkomu en var heilt yfir ekki sáttur með frammistöðu FH í leiknum „Við vorum fáránlega lengi í gang. Það tók okkur einhverjar 50 mínútur en svo komumst við loksins í gírinn,“ sagði Gísli beint eftir leik. En það hlýtur að vera góð tilfinning að vera kominn aftur á parketið? „Það er fáránlega gott en það tók tíma í fyrri hálfleiknum að stimpla sig inn. Svo kom ég ferskari og minna stressaður í seinni hálfleikinn og þá bara mallaði þetta áfram.“ Gísli vill ekki meina að lið Gróttu hafi komið FH-ingum í opna skjöldu. Það var kannski helst einn reyndur leikmaður sem gerði Hafnfirðingum lífið leitt. „Þeir komu okkur þannig séð ekkert á óvart nema kannski hvað Hreiðar Levý var fáránlega góður í dag. Ég meina, við skorum 13 mörk í fyrri hálfleik og hann er að taka einhver 10 skot einn á móti einum. Það segir kannski eitthvað um hvernig við vorum að slútta eða hvernig menn mættu í leikinn. Við vorum bara karakterslausir mestallan leikinn.“ FH situr á toppi deildarinnar með átta stig og það er gleðiefni í sjálfu sér, eða hvað? „Við kvörtum ekki yfir stöðu okkar en við getum kvartað aðeins yfir spilamennskunni í kvöld. Hún var ekki góð og við þurfum að bæta okkur fyrir næsta leik sem verður Evrópuleikur í Rússlandi,“ sagði hinn bráðefnilegi Gísli Þorgeir Kristjánsson.Hreiðar Levý var í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar.vísir/stefánHreiðar: Ég er nýbyrjaður að skokka „Við leiðum nánast allan leikinn og gefum þeim hörkuleik. Þeir voru bara í erfiðleikum og voru orðnir stressaðir. Það er bara drullusvekkjandi að enda með ekkert stig en maður getur samt verið stoltur af peyjunum í liðinu“ sagði markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson sem átti stórleik með Gróttu. „Þetta er í raun þriðji leikurinn af fjórum þar sem maður er stoltur eftir leik en við endum með núll stig. Þetta er alltaf sama sagan og það gengur ekki endalaust. “ Hreiðar er sammála því að þrátt fyrir tap, séu ansi margir jákvæðir hlutir að gerast hjá Gróttu. „Þessir leikir sýna bara hvað býr í þessum strákum. Margir sem eru að spila þessa leiki fyrir okkur voru að koma upp úr þriðja flokk og eru að spila á móti meistaraefnum trekk í trekk, mönnum með landsleiki og fyrrverandi atvinnumenn. Strákarnir geta verið ánægðir með sig þrátt fyrir tap og byggt ofan á þessa frammistöðu. Stigin koma ef við spilum svona áfram. “ Hreiðar varði mjög vel í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Ég var í aðgerð auðvitað og var frá í átta mánuði. Ég er þannig séð, nýbyrjaður að geta skokkað en ég byrjaði að æfa áður en ég gat skokkað um völlinn. Ég er alltaf að verða sterkari og betri og þetta hefur gengið vonum framar. “ Hreiðar í landsliðið? Já, hendum í það hashtag, “ sagði Hreiðar glottandi að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti