„Ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2017 11:02 Íslensku flugfélögin eru orðin mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Vísir/GVA Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. Þetta kemur fram í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi er þar er sérstaklega fjallað um flug og hvaða áhrif það hefur á ferðaþjónustuna sem orðin er undirstöðuatvinnugrein. Í umfjöllun bankans kemur fram að uppgangur ferðaþjónustunnar á Íslandi skýrist af samspili ýmissa þátta en langmikilvægasti þátturinn sé stóraukið framboð af flugferðum hingað til lands. Alls fljúga þrjátíu flugfélög hingað til lands á þessu ári. Það er því ljóst að margir eru um hituna en Icelandair og WOW air eru engu að síður með langmestu markaðshlutdeildina.Easyjet kemst næst íslensku flugfélögunum „Á tímabilinu febrúar til október 2017 voru félögin með tæplega 82% af sætaframboði í flugi til og frá landinu. Hlutdeildin í Ameríkufluginu er enn hærri eða yfir 90%. Það erlenda flugfélag sem kemst næst íslensku félögunum í markaðshlutdeild er Easyjet með tæplega 4% en alls 23 erlend félög skipta með sér um 18% markaðshlutdeild með tilliti til flugframboðs. Í ljósi mikilvægis alþjóðaflugsins fyrir ferðaþjónustuna, og mikilvægis ferðaþjónustunnar fyrir hagkerfið, er ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja,“ segir í greiningu bankans. Flugfélögin mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika Því er varpað upp hvort þetta þýði að flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvægt fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, svipað og stóru viðskiptabankarnir þrír eru skilgreindir sem kerfislega mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika í landinu. Samkvæmt greiningu Landsbankans er það augljóst að verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brotthvarf annars þeirra, og hvað þá beggja, myndi hafa gríðarlega miklar afleiðingar fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu. Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf til dæmis að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda? Erfiðleikar margra erlendra flugfélaga síðustu ár og misseri, samanber nýlegt dæmi um erfiðleika flugfélagsins Airberlin, vekja ugg í brjósti um hvað gæti gerst hér á landi ef annað hvort íslensku flugfélaganna lenti í svipuðum hremmingum,“ segir í greiningu Landsbankans. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas á næsta ári. Flugið til Dallas hefst í maí 2018 og flogið verður fjórum sinnum í viku. 14. september 2017 13:29 Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20. september 2017 07:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. Þetta kemur fram í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi er þar er sérstaklega fjallað um flug og hvaða áhrif það hefur á ferðaþjónustuna sem orðin er undirstöðuatvinnugrein. Í umfjöllun bankans kemur fram að uppgangur ferðaþjónustunnar á Íslandi skýrist af samspili ýmissa þátta en langmikilvægasti þátturinn sé stóraukið framboð af flugferðum hingað til lands. Alls fljúga þrjátíu flugfélög hingað til lands á þessu ári. Það er því ljóst að margir eru um hituna en Icelandair og WOW air eru engu að síður með langmestu markaðshlutdeildina.Easyjet kemst næst íslensku flugfélögunum „Á tímabilinu febrúar til október 2017 voru félögin með tæplega 82% af sætaframboði í flugi til og frá landinu. Hlutdeildin í Ameríkufluginu er enn hærri eða yfir 90%. Það erlenda flugfélag sem kemst næst íslensku félögunum í markaðshlutdeild er Easyjet með tæplega 4% en alls 23 erlend félög skipta með sér um 18% markaðshlutdeild með tilliti til flugframboðs. Í ljósi mikilvægis alþjóðaflugsins fyrir ferðaþjónustuna, og mikilvægis ferðaþjónustunnar fyrir hagkerfið, er ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja,“ segir í greiningu bankans. Flugfélögin mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika Því er varpað upp hvort þetta þýði að flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvægt fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, svipað og stóru viðskiptabankarnir þrír eru skilgreindir sem kerfislega mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika í landinu. Samkvæmt greiningu Landsbankans er það augljóst að verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brotthvarf annars þeirra, og hvað þá beggja, myndi hafa gríðarlega miklar afleiðingar fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu. Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf til dæmis að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda? Erfiðleikar margra erlendra flugfélaga síðustu ár og misseri, samanber nýlegt dæmi um erfiðleika flugfélagsins Airberlin, vekja ugg í brjósti um hvað gæti gerst hér á landi ef annað hvort íslensku flugfélaganna lenti í svipuðum hremmingum,“ segir í greiningu Landsbankans.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas á næsta ári. Flugið til Dallas hefst í maí 2018 og flogið verður fjórum sinnum í viku. 14. september 2017 13:29 Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20. september 2017 07:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02
Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas á næsta ári. Flugið til Dallas hefst í maí 2018 og flogið verður fjórum sinnum í viku. 14. september 2017 13:29
Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20. september 2017 07:30