Fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2017 07:30 Ágúst Birgisson línumaður FH í leik á móti Haukum. vísir/Eyþór Erkifjendurnir og grannliðin Haukar og FH mætast í Schenker-höllinni í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mæta full sjálfstrausts til leiks enda bæði með fullt hús stiga og hafa spilað vel í upphafi tímabils. „Við fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti, þótt hann sé svona snemma. Mér finnst Haukar og FH búin að vera mest sannfærandi liðin það sem af er. Þau geta bæði stillt upp í góðar varnir, með góða markmenn fyrir aftan og hafa spilað vel í sókn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, handboltasérfræðingur 365, um stórleikinn í kvöld. „Þetta eru áþekk lið. Þau eru með tvær mjög heitar skyttur í Daníel [Þór Ingasyni] og Ísaki [Rafnssyni] og mjög klóka leikstjórnendur í Tjörva [Þorgeirssyni] og Ásbirni [Friðrikssyni].“ Jóhann Gunnar segir að Haukar hafi komið sér á óvart í byrjun tímabils. Liðið varð fyrir skakkaföllum á undirbúningstímabilinu og breiddin er ekki mikil. Stórskyttan Adam Haukur Baumruk veiktist m.a. illa og missir af fyrstu mánuðum tímabilsins. „Spilamennska Hauka hefur komið mér á óvart. Gunnar Magnússon hefur lagt þessa leiki frábærlega upp. Þeir líta mjög vel út með Björgvin [Pál Gústavsson] í svakalegum ham,“ sagði Jóhann Gunnar en landsliðsmarkvörðurinn hefur byrjað tímabilið frábærlega og verið með í kringum 50% markvörslu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Annar Haukamaður sem hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku í upphafi tímabils er Atli Már Báruson sem kom í sumar frá Íslands- og bikarmeisturum Vals.Atli Már Báruson hefur reynst Haukaliðinu vel.vísir/ernir„Hann hefur verið ofurvaramaður undanfarin ár. Ég ætla að hætta að kalla hann seigan. Mér finnst hann orðinn mjög góður. Haukarnir voru mjög klókir að ná í hann,“ sagði Jóhann Gunnar um Atla Má. Líkt og Haukar varð FH einnig fyrir áfalli í sumar þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, fór úr olnbogalið. Þrátt fyrir fjarveru þessa stórefnilega leikmanns hefur ekki séð högg á vatni hjá silfurliðinu frá því í fyrra. „Maður hefði haldið að það yrði stærra skarð að fylla. Það sést ekki á sóknarleik þeirra,“ sagði Jóhann Gunnar en FH skoraði samtals 75 mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Jóhann Gunnar segir erfitt að finna veikleika hjá Haukum og FH. Liðin hafi allavega ekki sýnt þá í fyrstu tveimur umferðunum. „Lítil breidd hefur ekki komið niður á Haukum og þeir eru greinilega í hörkuformi. Kannski markvarslan hjá FH. Hún var mjög góð í fyrsta leiknum en ekkert spes í síðasta leik. Annars finnst mér liðin líta rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar. Leikur Hauka og FH hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax eftir leikinn er komið að Seinni bylgjunni, uppgjörsþætti um Olís-deildirnar í handbolta. Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Erkifjendurnir og grannliðin Haukar og FH mætast í Schenker-höllinni í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mæta full sjálfstrausts til leiks enda bæði með fullt hús stiga og hafa spilað vel í upphafi tímabils. „Við fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti, þótt hann sé svona snemma. Mér finnst Haukar og FH búin að vera mest sannfærandi liðin það sem af er. Þau geta bæði stillt upp í góðar varnir, með góða markmenn fyrir aftan og hafa spilað vel í sókn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, handboltasérfræðingur 365, um stórleikinn í kvöld. „Þetta eru áþekk lið. Þau eru með tvær mjög heitar skyttur í Daníel [Þór Ingasyni] og Ísaki [Rafnssyni] og mjög klóka leikstjórnendur í Tjörva [Þorgeirssyni] og Ásbirni [Friðrikssyni].“ Jóhann Gunnar segir að Haukar hafi komið sér á óvart í byrjun tímabils. Liðið varð fyrir skakkaföllum á undirbúningstímabilinu og breiddin er ekki mikil. Stórskyttan Adam Haukur Baumruk veiktist m.a. illa og missir af fyrstu mánuðum tímabilsins. „Spilamennska Hauka hefur komið mér á óvart. Gunnar Magnússon hefur lagt þessa leiki frábærlega upp. Þeir líta mjög vel út með Björgvin [Pál Gústavsson] í svakalegum ham,“ sagði Jóhann Gunnar en landsliðsmarkvörðurinn hefur byrjað tímabilið frábærlega og verið með í kringum 50% markvörslu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Annar Haukamaður sem hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku í upphafi tímabils er Atli Már Báruson sem kom í sumar frá Íslands- og bikarmeisturum Vals.Atli Már Báruson hefur reynst Haukaliðinu vel.vísir/ernir„Hann hefur verið ofurvaramaður undanfarin ár. Ég ætla að hætta að kalla hann seigan. Mér finnst hann orðinn mjög góður. Haukarnir voru mjög klókir að ná í hann,“ sagði Jóhann Gunnar um Atla Má. Líkt og Haukar varð FH einnig fyrir áfalli í sumar þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, fór úr olnbogalið. Þrátt fyrir fjarveru þessa stórefnilega leikmanns hefur ekki séð högg á vatni hjá silfurliðinu frá því í fyrra. „Maður hefði haldið að það yrði stærra skarð að fylla. Það sést ekki á sóknarleik þeirra,“ sagði Jóhann Gunnar en FH skoraði samtals 75 mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Jóhann Gunnar segir erfitt að finna veikleika hjá Haukum og FH. Liðin hafi allavega ekki sýnt þá í fyrstu tveimur umferðunum. „Lítil breidd hefur ekki komið niður á Haukum og þeir eru greinilega í hörkuformi. Kannski markvarslan hjá FH. Hún var mjög góð í fyrsta leiknum en ekkert spes í síðasta leik. Annars finnst mér liðin líta rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar. Leikur Hauka og FH hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax eftir leikinn er komið að Seinni bylgjunni, uppgjörsþætti um Olís-deildirnar í handbolta.
Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira