Snappínan Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. september 2017 07:00 „Nennir þú að vera matchið sem sendir ekki dickpic á degi tvö?“ Svona hljóðuðu skilaboð sem mér bárust á dögunum. Sem einstaklingur sem hefur ekki (enn þá) sent frá mér slíkt myndefni voru fyrstu viðbrögð að móðgast örlítið. Eftir að hafa hugsað málið lengur var niðurstaðan sú að líklegast væri vandamálið stærra en ég gerði mér grein fyrir og ótti stelpunnar á rökum reistur. Það er hluti af forréttindum mínum sem stak í sniðmengi hvítra, gagnkynhneigðra karlmanna að litlar líkur eru á að slíkar óumbeðnar myndir berist mér. Mín upplifun af viðfangsefninu er því að mestu leyti af samræðum við fólk í áhættuhópum. Þannig komst ég til dæmis að því að stundum er hugtakið „snappína“, samsetning Snapchat og standpína, notað um þetta og að þær berist í öllum stærðum og gerðum. Það hvort menn séu vaxnir sem hross eða hrúðurkarl hefur víst lítið að segja. Þá er þetta miklu algengara en mig óraði fyrir. Sumar tala meira að segja um að suma daga fái þær fleiri typpamyndir en máltíðir. Klassískt máltæki segir að mynd segi meira en þúsund orð. Myndin þýðir hálfvegis: „Hei, hér er ég í öllu mínu veldi. Ég smætta konur og sendi þeim myndir sem þær hafa sennilega takmarkaðan áhuga á. Take it or leave it.“ Fyrir utan að auglýsa hve ótrúlega frábær, réttsýnn og hógvær ég er þjóna þessi skrif því að spyrja spurninga. Ég hef nefnilega heyrt frá mörgum sem hafa fengið svona myndir en engan sem gengist hefur við því að senda slíkar. Hvað hugsarðu áður en þú sendir? Kastarðu út á mörgum stöngum í von um að ein bíti á agnið eða geymirðu þetta fyrir einhverja sérstaka? Hví hættirðu þessu ekki? Hægt er að svara í kommentakerfinu eða með því að senda póst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun
„Nennir þú að vera matchið sem sendir ekki dickpic á degi tvö?“ Svona hljóðuðu skilaboð sem mér bárust á dögunum. Sem einstaklingur sem hefur ekki (enn þá) sent frá mér slíkt myndefni voru fyrstu viðbrögð að móðgast örlítið. Eftir að hafa hugsað málið lengur var niðurstaðan sú að líklegast væri vandamálið stærra en ég gerði mér grein fyrir og ótti stelpunnar á rökum reistur. Það er hluti af forréttindum mínum sem stak í sniðmengi hvítra, gagnkynhneigðra karlmanna að litlar líkur eru á að slíkar óumbeðnar myndir berist mér. Mín upplifun af viðfangsefninu er því að mestu leyti af samræðum við fólk í áhættuhópum. Þannig komst ég til dæmis að því að stundum er hugtakið „snappína“, samsetning Snapchat og standpína, notað um þetta og að þær berist í öllum stærðum og gerðum. Það hvort menn séu vaxnir sem hross eða hrúðurkarl hefur víst lítið að segja. Þá er þetta miklu algengara en mig óraði fyrir. Sumar tala meira að segja um að suma daga fái þær fleiri typpamyndir en máltíðir. Klassískt máltæki segir að mynd segi meira en þúsund orð. Myndin þýðir hálfvegis: „Hei, hér er ég í öllu mínu veldi. Ég smætta konur og sendi þeim myndir sem þær hafa sennilega takmarkaðan áhuga á. Take it or leave it.“ Fyrir utan að auglýsa hve ótrúlega frábær, réttsýnn og hógvær ég er þjóna þessi skrif því að spyrja spurninga. Ég hef nefnilega heyrt frá mörgum sem hafa fengið svona myndir en engan sem gengist hefur við því að senda slíkar. Hvað hugsarðu áður en þú sendir? Kastarðu út á mörgum stöngum í von um að ein bíti á agnið eða geymirðu þetta fyrir einhverja sérstaka? Hví hættirðu þessu ekki? Hægt er að svara í kommentakerfinu eða með því að senda póst.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun