Tíska og hönnun

Geysir frumsýndi haust- og vetrarlínuna Skugga-Sveinn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Geysir frumsýndi í gær haust- og vetrarlínuna 2017 sem ber nafnið Skugga-Sveinn
Geysir frumsýndi í gær haust- og vetrarlínuna 2017 sem ber nafnið Skugga-Sveinn Saga Sig/Sunday & White
Í gær frumsýndi Geysir haust- og vetrarlínu sína Skugga-Sveinn í gamla Héðinshúsinu í Reykjavík. Margt var um manninn og löng röð myndaðist fyrir utan sýningarrýmið. Það var því þétt setið en línan fékk frábærar viðbrögð frá áhorfendum.

Glamour sýndi í beinni útsendingu frá sýningunni hér á Vísi í gær en myndbandið frá sýningunni má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Neðst í fréttinni má sjá nokkrar myndir af línunni og frá þessum flotta tískuviðburði.

Sjá einnig: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu

Yfirhönnuður Geysis er Erna Einarsdóttir en Skugga-Sveinn er hennar fjórða lína fyrir Geysi. Fatnaðurinn er innblásinn af íslensku konunni og hennar hversdagslífi í borginni, með sterkum vísunum í íslenskan lista- og menningarheim. Haustherferðin sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í  leiktjöld sem máluð voru af Sigurði málara Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862.

Að lokinni sýningunni í gær hélt DJ Margeir uppi stuðinu langt fram á kvöld. Léttar veitingar voru í boði og sýningagestir voru leystir út með ýmsum glaðningum.

Myndir/Saga Sig
Myndir/Saga Sig
Myndir/Saga Sig
Myndir/Saga Sig
Myndir/Saga Sig
Erna Hreinsdóttir og Rut SigurðardóttirSunday & White
Karen Lind Tómasdóttir, Guðrún Helga Sortveit og Birgitta Líf BjörnsdóttirSunday & White
Það var þétt setið á tískusýningu Geysis og færri komust að en vildu.Sunday & White

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×