Dómur í máli Ryanair gæti verið fordæmisgefandi fyrir íslenska flugliða Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 23. september 2017 14:11 Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu Vísir/Getty Nýlegur dómur Evrópudómstólsins í máli írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair gefur góð fyrirheit um réttarstöðu flugliða hér á landi. Þetta segir lögfræðingur hjá ASÍ, en málarekstur stendur nú yfir milli Flugfreyjufélags Íslands og flugfélagsins Primera Air. Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu, en deilan sneri að því hvaða lögsaga ætti við um umrædda starfsmenn. Þannig er Ryanair skráð fyrirtæki í Írlandi og flýgur undir írsku flaggi - og hefur talið að fylgja beri írskum lögum í samningum við starfsmenn. Flugliðarnir vildu aftur á móti meina hið gagnstæða, að fylgja bæri belgískum lögum og á það féllst dómstóllinn. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir dóminn stefnumarkandi. „Þetta styrkir þá og tekur af allan vafa um það að það fari fram efnisleg skoðun á réttarsambandi aðila. Að þessar formskráningar ráði ekki alfarið hvaða reglur gilda. Það er jákvætt því þá hefur sterkari aðilinn, eða flugfélagið í þessu tilviki, geta algjörlega valið hvaða reglum þeir vilja fylgja og hvað ekki," segir Halldór í samtali við fréttastofu. Fyrirhugað er að flugliðar í flugvélum hins íslenska Primera Air fari í verkfall 2. október næstkomandi vegna deilna um kjaramál. Primera leigir athafnir erlendis frá, en Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafa lengi gagnrýnt kjarastefnu félagsins og bent á að launagreiðslur til flugliða samræmist í engu íslenskum reglum. Verkfallið átti að hefjast um miðjan september, en var frestað í kjölfar þess að Primera taldi það ólögmætt og stefndi í kjölfarið flugfreyjufélaginu og ASÍ. Halldór segir dóm Evrópudómstólsins gefa góð fyrirheit um um niðurstöðu málsins. „Við teljum þennan dóm styrkja verulega þann málatilbúnað sem við höfum byggt upp í því máli af því að það er í rauninni, Primera byggir á svipuðu fyrirkomulagi og Ryanair, að leyfa sér að velja svolítið hvaða reglur eiga að gilda um réttarsamband aðila óháð því hvaða reglur eigi raunverulega að gilda. Það er það sem við erum að reyna að leiðrétta.“ Fréttir af flugi Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Nýlegur dómur Evrópudómstólsins í máli írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair gefur góð fyrirheit um réttarstöðu flugliða hér á landi. Þetta segir lögfræðingur hjá ASÍ, en málarekstur stendur nú yfir milli Flugfreyjufélags Íslands og flugfélagsins Primera Air. Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu, en deilan sneri að því hvaða lögsaga ætti við um umrædda starfsmenn. Þannig er Ryanair skráð fyrirtæki í Írlandi og flýgur undir írsku flaggi - og hefur talið að fylgja beri írskum lögum í samningum við starfsmenn. Flugliðarnir vildu aftur á móti meina hið gagnstæða, að fylgja bæri belgískum lögum og á það féllst dómstóllinn. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir dóminn stefnumarkandi. „Þetta styrkir þá og tekur af allan vafa um það að það fari fram efnisleg skoðun á réttarsambandi aðila. Að þessar formskráningar ráði ekki alfarið hvaða reglur gilda. Það er jákvætt því þá hefur sterkari aðilinn, eða flugfélagið í þessu tilviki, geta algjörlega valið hvaða reglum þeir vilja fylgja og hvað ekki," segir Halldór í samtali við fréttastofu. Fyrirhugað er að flugliðar í flugvélum hins íslenska Primera Air fari í verkfall 2. október næstkomandi vegna deilna um kjaramál. Primera leigir athafnir erlendis frá, en Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafa lengi gagnrýnt kjarastefnu félagsins og bent á að launagreiðslur til flugliða samræmist í engu íslenskum reglum. Verkfallið átti að hefjast um miðjan september, en var frestað í kjölfar þess að Primera taldi það ólögmætt og stefndi í kjölfarið flugfreyjufélaginu og ASÍ. Halldór segir dóm Evrópudómstólsins gefa góð fyrirheit um um niðurstöðu málsins. „Við teljum þennan dóm styrkja verulega þann málatilbúnað sem við höfum byggt upp í því máli af því að það er í rauninni, Primera byggir á svipuðu fyrirkomulagi og Ryanair, að leyfa sér að velja svolítið hvaða reglur eiga að gilda um réttarsamband aðila óháð því hvaða reglur eigi raunverulega að gilda. Það er það sem við erum að reyna að leiðrétta.“
Fréttir af flugi Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira