Byrjaði fyrst að skilja lífið eftir að hann varð pabbi Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 22. september 2017 14:30 Ég svaf varla nóttina fyrir frumsýningu, það var svo mikið í gangi. Ríkisstjórnin sprakk þá nótt og leikstjórinn, Bergur Þór Ingólfsson, átti sinn þátt í að velta við steinum sem urðu til þess að stjórnin féll, segir Þorvaldur Davíð. Vísir/Hanna „Þetta ár hefur verið annasamt en um leið gjöfult og ég hef verið svo heppinn að fá að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari en aðeins vika er síðan leikritið 1984, þar sem hann fer með aðalhlutverkið, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Þorvaldur hefur fengið góða dóma fyrir túlkun sína og segir það sérstaka upplifun að koma að verkefni sem eigi jafnmikið erindi við samtímann og 1984. „Ég svaf varla nóttina fyrir frumsýningu, það var svo mikið í gangi. Ríkisstjórnin sprakk þá nótt og leikstjórinn, Bergur Þór Ingólfsson, átti sinn þátt í að velta við steinum sem urðu til þess að stjórnin féll. Þetta stóð okkur í leikhópnum nærri.“ Listrænir stjórnendur og leikendur í 1984 sökktu sér niður í rannsóknir á verkinu og segir Þorvaldur það hafa verið krefjandi en á sama tíma mjög gefandi. „Hlutverk okkar sem störfum í leikhúsinu er að spyrja spurninga, rannsaka tiltekin verk og setja fram kenningar. Í gegnum vinnuferlið voru lagðar fram kenningar sem við reyndum síðan í sameiningu að sannreyna. Stundum spyrjum við réttu spurninganna og stundum ekki. Ég er afskaplega þakklátur fyrir þessa rannsókn okkar á 1984. Niðurstaða hennar er í raun aukaatriði í stóra samhenginu því það sem skiptir mestu máli er að hún fari fram og þá sérstaklega á viðfangsefnum sem snerta samfélagið á beinan hátt.“ Þorvaldur undirbjó sig vel undir hlutverkið, las fleiri verk eftir George Orwell og reyndi að setja sig inn í hugarheim skáldsins og finna út hvað hann vildi segja með skrifum sínum. „Ég fer yfirleitt í mikla rannsóknarvinnu þegar ég tek að mér hlutverk. Ég fæ verkið algjörlega á heilann og hugsa vart um annað. Ég geng alla leið, enda er það mín skylda,“ segir hann.Frá tökum á Svaninum í fyrrasumar.Magnað verkefni Í fyrrasumar lék Þorvaldur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Svanurinn sem var frumsýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Toronto á dögunum. Myndin er gerð eftir sögu Guðbergs Bergssonar og var tekin upp í Svarfaðardal. „Mér þótti leitt að geta ekki verið viðstaddur frumsýninguna en ég komst ekki vegna sýninga á 1984. Svanurinn verður frumsýnd hérlendis öðru hvoru megin við áramótin. Þetta er eitt mest gefandi hlutverk sem ég hef leikið og mér þykir sérlega vænt um það. Allt vinnuferlið við myndina, fólkið sem ég vann með og umhverfið sjálft varð til þess að þetta er eitt af mínum eftirlætisverkefnum,“ segir hann en aðeins er um hálft ár síðan önnur mynd með honum í stóru hlutverki var frumsýnd, Ég man þig, og hún er enn í sýningu í nokkrum kvikmyndahúsum í Reykjavík.Breyttist við að eignast börn Hápunktur ársins er þó án efa fæðing dóttur Þorvaldar. Sú stutta kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum en fyrir á hann fjögurra ára stúlku sem er hæstánægð með að vera orðin stóra systir. Spurður hvort það hafi breytt honum sem manneskja að verða pabbi segir Þorvaldur að svo sé. „Mér fannst ég fyrst byrja að skilja lífið eftir að ég varð pabbi. Það er mannbætandi að eignast börn og maður fer að sjá lífið í öðru ljósi, skilja það betur og á dýpri hátt en áður. Stærsta hlutverkið í lífinu er án efa foreldrahlutverkið. Ég hef leikið föður á sviði en það fær einhverja aðra merkingu þegar maður hefur upplifað það sjálfur, þessa skilyrðislausu ást,“ segir hann íhugull og neitar því ekki að hann gæti hugsað sér að eiga fleiri börn í framtíðinni. „Já, ég myndi alveg vilja eiga risastóra fjölskyldu,“ segir hann og brosir. Þorvaldur tekur mikinn þátt í tómstundum eldri dótturinnar sem er byrjuð í tónlistarnámi og fimleikum. „Dóttir mín eða réttara sagt við feðginin erum að læra saman á fiðlu hjá Tónlistarskólanum Allegro og mætum í tíma einu sinni í viku. Við reynum að æfa okkur saman á hverjum degi og ég læri alveg jafnmikið á fiðluna og hún. Fiðlukennarinn gefur mér engan afslátt,“ segir hann og hlær en Þorvaldur er þó enginn nýgræðingur í tónlistinni. Hann söng með hljómsveitinni Skafrenningunum, sem gaf út plötu um síðustu jól. „Þar var ég í hlutverki djasssöngvara. Ég myndi þó ekki skilgreina mig sem söngvara heldur er söngurinn fyrir mér meira eins og skemmtilegt hobbí. Söngurinn vinnur líka með mér í leiklistinni á þann hátt að hann hefur þroskandi áhrif á hlustun, tæmingar og samspil,“ segir Þorvaldur sem hefur sungið inn á sjö plötur í gegnum tíðina.Þorvaldur var aðeins 11 ára þegar hann steig fyrst á svið. Hér er hann í hlutverki í Bugsy Malone.Alinn upp í leikhúsi Þótt Þorvaldur sé ekki nema 34 ára að aldri hefur hann fengist við leiklist í meira en tvo áratugi. Hann var aðeins ellefu ára þegar hann lék sitt fyrsta hlutverk á sviði og hann segist meira og minna vera alinn upp í leikhúsi. Það lá þó ekki beint við að fara í leiklist að loknu stúdentsprófi heldur settist hann fyrst á skólabekk að læra lögfræði. „Ég fann fljótlega að það átti ekki vel við mig og ég hóf nám í Leiklistarskólanum. Eftir eitt ár ákvað ég að söðla um og fara í fjögurra ára leiklistarnám til Bandaríkjanna. Ég fékk hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik á síðasta ári mínu í náminu og stuttu síðar hlutverk í stórri Hollywood-mynd en það var um svipað leyti og eldri dóttir mín fæddist. Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna við leiklistina eftir að ég útskrifaðist. Því það er alls ekki sjálfgefið. Margir leikarar þurfa að finna sér einhverja aðra vinnu. Það eru í raun algjör forréttindi að fá að leika,“ upplýsir hann.Leiklistin stórkostleg og hræðileg Þegar Þorvaldur byrjaði að leika á sínum tíma var það meira til gamans gert en varð svo að einhvers konar þráhyggju, enda auðvelt að fá leiklistarbakteríuna að hans sögn. „Þrátt fyrir að það séu forréttindi að fá að leika þá er leiklistin mjög krefjandi fag. Hún gerir mann algjörlega berskjaldaðan en verður um leið að hálfgerðri fíkn. Tilfinningin sem grípur mann eftir sýningu er þannig að maður sækist í hana aftur og aftur en hún lætur mann finna hvað maður er lifandi. Starf leikarans er bæði stórkostlegt og hræðilegt á sama tíma. Það er ákveðinn ljómi yfir því og í raun forréttindi að fá að segja sögur, setja sig í spor annarra og miðla til fólks, en vinnutíminn er óreglulegur og unnið um kvöld og helgar. Svo er maður alltaf með hugann við vinnuna ef maður hefur metnað fyrir að gera vel og ég fæ hana stundum alveg á heilann,“ útskýrir hann.En hvað myndir þú vilja gera ef þú værir ekki leikari? „Ég hef oft velt því fyrir mér. Ég held ég gæti ekki sagt skilið við listina. En ég gæti hugsað mér að vinna innan hennar á öðru sviði. Það felst ákveðið frelsi í að vinna við listir og ég efast um að ég gæti unnið hefðbundna vinnu frá níu til fimm. Ég hef líka gaman af því sem er áþreifanlegt og rek lítið fyrirtæki með vinum mínum. Við vorum að opna upplýsingasíðu sem heitir leikhusin.is. Þar er að finna upplýsingar um allt sem er að gerast í leiklistarlífinu á landinu, bæði hjá atvinnuleikhúsunum, útvarpsleikhúsinu, áhugaleikhúsum um land allt, námskeið í leiklist og fróðleik um leiklist. Okkur fannst vanta einn stað þar sem hægt er að sjá hvað er að gerast í leikhúsum yfirhöfuð og þar sem við höfum allir áhuga á leikhúsi lá beint við að opna þennan vef.“Á tónleikum með Skafrenningunum.Meira frelsi en áður Þegar þú lítur til baka, hver er mesta breytingin á starfi leikarans frá því að þú steigst fyrst á svið? „Áður fyrr voru leikarar æviráðnir við stóru leikhúsin og þeir sem ekki fengu æviráðningu áttu ekki von á miklum frama í leiklist. Ein mesta breytingin er sú að leikarar eru orðnir sjálfstæðari og geta t.d. valið um að vinna bara í kvikmyndum, sem er alveg nýtt. Tekjumöguleikarnir eru á fleiri og ólíkari sviðum en áður og það gefur leikurum meira frelsi,“ segir Þorvaldur. Sjálfur ætlar hann að taka því rólega eftir að sýningum á 1984 lýkur. „Ég ætla sinna fjölskyldunni og fara í frí í smá tíma en svo taka við nokkur skemmtileg verkefni. Við vorum jú að opna leikhusin.is og því þarf að sinna. Að auki hef ég verið að þróa handrit að kvikmynd ásamt Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur leikstjóra. Við fengum fjárfestinn Andra Gunnarsson með okkur í það verkefni og með hans hjálp höfum við fengið smá svigrúm til að þróa þetta. Að auki hef ég verið að vinna að smá handbók um fyrstu skrefin í leiktúlkun og stefni ég að því að leggja lokahönd á hana um áramótin,“ segir Þorvaldur Davíð að lokum. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Tímabundið rof á raunveruleikastjórnuninni Skilaboð sýningarinnar eru hrollvekjandi, tímasetningin ótrúleg, en fínvinnuna vantar. 21. september 2017 10:45 Margt að varast í leikhúsinu Haraldur Ari Stefánsson á annasaman leikvetur fram undan. Haraldur sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitinni Retro Stefson fer með hlutverk í leikritinu 1984. 16. september 2017 14:00 Stórfurðulegur sólarhringur og spennufallið tveimur dögum síðar Leikverkið 1984 var frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins á föstudaginn en Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri verksins. 18. september 2017 11:30 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
„Þetta ár hefur verið annasamt en um leið gjöfult og ég hef verið svo heppinn að fá að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari en aðeins vika er síðan leikritið 1984, þar sem hann fer með aðalhlutverkið, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Þorvaldur hefur fengið góða dóma fyrir túlkun sína og segir það sérstaka upplifun að koma að verkefni sem eigi jafnmikið erindi við samtímann og 1984. „Ég svaf varla nóttina fyrir frumsýningu, það var svo mikið í gangi. Ríkisstjórnin sprakk þá nótt og leikstjórinn, Bergur Þór Ingólfsson, átti sinn þátt í að velta við steinum sem urðu til þess að stjórnin féll. Þetta stóð okkur í leikhópnum nærri.“ Listrænir stjórnendur og leikendur í 1984 sökktu sér niður í rannsóknir á verkinu og segir Þorvaldur það hafa verið krefjandi en á sama tíma mjög gefandi. „Hlutverk okkar sem störfum í leikhúsinu er að spyrja spurninga, rannsaka tiltekin verk og setja fram kenningar. Í gegnum vinnuferlið voru lagðar fram kenningar sem við reyndum síðan í sameiningu að sannreyna. Stundum spyrjum við réttu spurninganna og stundum ekki. Ég er afskaplega þakklátur fyrir þessa rannsókn okkar á 1984. Niðurstaða hennar er í raun aukaatriði í stóra samhenginu því það sem skiptir mestu máli er að hún fari fram og þá sérstaklega á viðfangsefnum sem snerta samfélagið á beinan hátt.“ Þorvaldur undirbjó sig vel undir hlutverkið, las fleiri verk eftir George Orwell og reyndi að setja sig inn í hugarheim skáldsins og finna út hvað hann vildi segja með skrifum sínum. „Ég fer yfirleitt í mikla rannsóknarvinnu þegar ég tek að mér hlutverk. Ég fæ verkið algjörlega á heilann og hugsa vart um annað. Ég geng alla leið, enda er það mín skylda,“ segir hann.Frá tökum á Svaninum í fyrrasumar.Magnað verkefni Í fyrrasumar lék Þorvaldur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Svanurinn sem var frumsýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Toronto á dögunum. Myndin er gerð eftir sögu Guðbergs Bergssonar og var tekin upp í Svarfaðardal. „Mér þótti leitt að geta ekki verið viðstaddur frumsýninguna en ég komst ekki vegna sýninga á 1984. Svanurinn verður frumsýnd hérlendis öðru hvoru megin við áramótin. Þetta er eitt mest gefandi hlutverk sem ég hef leikið og mér þykir sérlega vænt um það. Allt vinnuferlið við myndina, fólkið sem ég vann með og umhverfið sjálft varð til þess að þetta er eitt af mínum eftirlætisverkefnum,“ segir hann en aðeins er um hálft ár síðan önnur mynd með honum í stóru hlutverki var frumsýnd, Ég man þig, og hún er enn í sýningu í nokkrum kvikmyndahúsum í Reykjavík.Breyttist við að eignast börn Hápunktur ársins er þó án efa fæðing dóttur Þorvaldar. Sú stutta kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum en fyrir á hann fjögurra ára stúlku sem er hæstánægð með að vera orðin stóra systir. Spurður hvort það hafi breytt honum sem manneskja að verða pabbi segir Þorvaldur að svo sé. „Mér fannst ég fyrst byrja að skilja lífið eftir að ég varð pabbi. Það er mannbætandi að eignast börn og maður fer að sjá lífið í öðru ljósi, skilja það betur og á dýpri hátt en áður. Stærsta hlutverkið í lífinu er án efa foreldrahlutverkið. Ég hef leikið föður á sviði en það fær einhverja aðra merkingu þegar maður hefur upplifað það sjálfur, þessa skilyrðislausu ást,“ segir hann íhugull og neitar því ekki að hann gæti hugsað sér að eiga fleiri börn í framtíðinni. „Já, ég myndi alveg vilja eiga risastóra fjölskyldu,“ segir hann og brosir. Þorvaldur tekur mikinn þátt í tómstundum eldri dótturinnar sem er byrjuð í tónlistarnámi og fimleikum. „Dóttir mín eða réttara sagt við feðginin erum að læra saman á fiðlu hjá Tónlistarskólanum Allegro og mætum í tíma einu sinni í viku. Við reynum að æfa okkur saman á hverjum degi og ég læri alveg jafnmikið á fiðluna og hún. Fiðlukennarinn gefur mér engan afslátt,“ segir hann og hlær en Þorvaldur er þó enginn nýgræðingur í tónlistinni. Hann söng með hljómsveitinni Skafrenningunum, sem gaf út plötu um síðustu jól. „Þar var ég í hlutverki djasssöngvara. Ég myndi þó ekki skilgreina mig sem söngvara heldur er söngurinn fyrir mér meira eins og skemmtilegt hobbí. Söngurinn vinnur líka með mér í leiklistinni á þann hátt að hann hefur þroskandi áhrif á hlustun, tæmingar og samspil,“ segir Þorvaldur sem hefur sungið inn á sjö plötur í gegnum tíðina.Þorvaldur var aðeins 11 ára þegar hann steig fyrst á svið. Hér er hann í hlutverki í Bugsy Malone.Alinn upp í leikhúsi Þótt Þorvaldur sé ekki nema 34 ára að aldri hefur hann fengist við leiklist í meira en tvo áratugi. Hann var aðeins ellefu ára þegar hann lék sitt fyrsta hlutverk á sviði og hann segist meira og minna vera alinn upp í leikhúsi. Það lá þó ekki beint við að fara í leiklist að loknu stúdentsprófi heldur settist hann fyrst á skólabekk að læra lögfræði. „Ég fann fljótlega að það átti ekki vel við mig og ég hóf nám í Leiklistarskólanum. Eftir eitt ár ákvað ég að söðla um og fara í fjögurra ára leiklistarnám til Bandaríkjanna. Ég fékk hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik á síðasta ári mínu í náminu og stuttu síðar hlutverk í stórri Hollywood-mynd en það var um svipað leyti og eldri dóttir mín fæddist. Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna við leiklistina eftir að ég útskrifaðist. Því það er alls ekki sjálfgefið. Margir leikarar þurfa að finna sér einhverja aðra vinnu. Það eru í raun algjör forréttindi að fá að leika,“ upplýsir hann.Leiklistin stórkostleg og hræðileg Þegar Þorvaldur byrjaði að leika á sínum tíma var það meira til gamans gert en varð svo að einhvers konar þráhyggju, enda auðvelt að fá leiklistarbakteríuna að hans sögn. „Þrátt fyrir að það séu forréttindi að fá að leika þá er leiklistin mjög krefjandi fag. Hún gerir mann algjörlega berskjaldaðan en verður um leið að hálfgerðri fíkn. Tilfinningin sem grípur mann eftir sýningu er þannig að maður sækist í hana aftur og aftur en hún lætur mann finna hvað maður er lifandi. Starf leikarans er bæði stórkostlegt og hræðilegt á sama tíma. Það er ákveðinn ljómi yfir því og í raun forréttindi að fá að segja sögur, setja sig í spor annarra og miðla til fólks, en vinnutíminn er óreglulegur og unnið um kvöld og helgar. Svo er maður alltaf með hugann við vinnuna ef maður hefur metnað fyrir að gera vel og ég fæ hana stundum alveg á heilann,“ útskýrir hann.En hvað myndir þú vilja gera ef þú værir ekki leikari? „Ég hef oft velt því fyrir mér. Ég held ég gæti ekki sagt skilið við listina. En ég gæti hugsað mér að vinna innan hennar á öðru sviði. Það felst ákveðið frelsi í að vinna við listir og ég efast um að ég gæti unnið hefðbundna vinnu frá níu til fimm. Ég hef líka gaman af því sem er áþreifanlegt og rek lítið fyrirtæki með vinum mínum. Við vorum að opna upplýsingasíðu sem heitir leikhusin.is. Þar er að finna upplýsingar um allt sem er að gerast í leiklistarlífinu á landinu, bæði hjá atvinnuleikhúsunum, útvarpsleikhúsinu, áhugaleikhúsum um land allt, námskeið í leiklist og fróðleik um leiklist. Okkur fannst vanta einn stað þar sem hægt er að sjá hvað er að gerast í leikhúsum yfirhöfuð og þar sem við höfum allir áhuga á leikhúsi lá beint við að opna þennan vef.“Á tónleikum með Skafrenningunum.Meira frelsi en áður Þegar þú lítur til baka, hver er mesta breytingin á starfi leikarans frá því að þú steigst fyrst á svið? „Áður fyrr voru leikarar æviráðnir við stóru leikhúsin og þeir sem ekki fengu æviráðningu áttu ekki von á miklum frama í leiklist. Ein mesta breytingin er sú að leikarar eru orðnir sjálfstæðari og geta t.d. valið um að vinna bara í kvikmyndum, sem er alveg nýtt. Tekjumöguleikarnir eru á fleiri og ólíkari sviðum en áður og það gefur leikurum meira frelsi,“ segir Þorvaldur. Sjálfur ætlar hann að taka því rólega eftir að sýningum á 1984 lýkur. „Ég ætla sinna fjölskyldunni og fara í frí í smá tíma en svo taka við nokkur skemmtileg verkefni. Við vorum jú að opna leikhusin.is og því þarf að sinna. Að auki hef ég verið að þróa handrit að kvikmynd ásamt Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur leikstjóra. Við fengum fjárfestinn Andra Gunnarsson með okkur í það verkefni og með hans hjálp höfum við fengið smá svigrúm til að þróa þetta. Að auki hef ég verið að vinna að smá handbók um fyrstu skrefin í leiktúlkun og stefni ég að því að leggja lokahönd á hana um áramótin,“ segir Þorvaldur Davíð að lokum.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Tímabundið rof á raunveruleikastjórnuninni Skilaboð sýningarinnar eru hrollvekjandi, tímasetningin ótrúleg, en fínvinnuna vantar. 21. september 2017 10:45 Margt að varast í leikhúsinu Haraldur Ari Stefánsson á annasaman leikvetur fram undan. Haraldur sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitinni Retro Stefson fer með hlutverk í leikritinu 1984. 16. september 2017 14:00 Stórfurðulegur sólarhringur og spennufallið tveimur dögum síðar Leikverkið 1984 var frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins á föstudaginn en Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri verksins. 18. september 2017 11:30 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Tímabundið rof á raunveruleikastjórnuninni Skilaboð sýningarinnar eru hrollvekjandi, tímasetningin ótrúleg, en fínvinnuna vantar. 21. september 2017 10:45
Margt að varast í leikhúsinu Haraldur Ari Stefánsson á annasaman leikvetur fram undan. Haraldur sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitinni Retro Stefson fer með hlutverk í leikritinu 1984. 16. september 2017 14:00
Stórfurðulegur sólarhringur og spennufallið tveimur dögum síðar Leikverkið 1984 var frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins á föstudaginn en Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri verksins. 18. september 2017 11:30