Dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 16:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Eyþór Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú endanlega ákveðið fyrirkomulag og tímasetningar í kringum nýju Þjóðardeild landsliða sem hefst í september á næsta ári. 55 knattspyrnusambönd munu taka þátt og þeim verður skipt niður í fjórar deildir, A, B, C og D. Tólf efstu þjóðirnar verða í A-deild, næstu tólf í B-deild, fimmtán þjóðir verða í C-deild og síðustu sextán þjóðirnar verða í D-deild. Íslenska liðið er í A-deild eins og staðan er í dag (11. sæti á undan Wales) en þjóðunum er raðað eftir stigaútreikningi UEFA þar sem síðustu tvær undankeppnir gilda 40% (EM 2016 og HM 2018) og undankeppni HM 2014 gildir 20 prósent. Liðunum í A-deild og B-deild verður skipt niður í fjóra þriggja liða riðla. Sigurvegarar hvers riðils komast í fjögurra þjóða úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem vinna riðlana í hinum liðunum komast öll upp í næstu deild fyrir ofan og liðin sem enda í neðsta sæti í sínum riðlum í deildum A, B og C falla niður um deild. Styrkleikaröðin þjóðanna mun ráðast eftir síðasta leikinn í riðlakeppni undankeppni HM 2018 en það verður síðan dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar næstkomandi. Þá verður einnig kynntur bikar keppninnar.Hér má sjá myndband þar sem Þjóðardeild landsliða er útskýrð. Þjóðardeildin mun einnig bjóða upp á farseðil í úrslitakeppni EM 2020. Fjögur sæti verða í boði, eitt í hverri deild en í fjögurra þjóða úrslitakeppni um laust sæti í hverri deild komast sigurvegarar í riðlinum. Sjá útskýringu hér. Verði sigurvegarar riðlanna áður búnir að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum hefðbundna undankeppni EM þá fær liðið sem er næst inn sætið. Hefðbundin undankeppni EM 2020 mun fara fram frá mars til nóvember 2019 þar sem þjóðunum verður skipt niður í tíu riðla þar sem tvær efstu þjóðirnar komast áfram. Úrslitakeppnin um síðustu fjögur sætin mun fara fram í mars 2020 en 24 þjóða úrslitakeppni EM 2020 verður síðan í júní og júlí. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú endanlega ákveðið fyrirkomulag og tímasetningar í kringum nýju Þjóðardeild landsliða sem hefst í september á næsta ári. 55 knattspyrnusambönd munu taka þátt og þeim verður skipt niður í fjórar deildir, A, B, C og D. Tólf efstu þjóðirnar verða í A-deild, næstu tólf í B-deild, fimmtán þjóðir verða í C-deild og síðustu sextán þjóðirnar verða í D-deild. Íslenska liðið er í A-deild eins og staðan er í dag (11. sæti á undan Wales) en þjóðunum er raðað eftir stigaútreikningi UEFA þar sem síðustu tvær undankeppnir gilda 40% (EM 2016 og HM 2018) og undankeppni HM 2014 gildir 20 prósent. Liðunum í A-deild og B-deild verður skipt niður í fjóra þriggja liða riðla. Sigurvegarar hvers riðils komast í fjögurra þjóða úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem vinna riðlana í hinum liðunum komast öll upp í næstu deild fyrir ofan og liðin sem enda í neðsta sæti í sínum riðlum í deildum A, B og C falla niður um deild. Styrkleikaröðin þjóðanna mun ráðast eftir síðasta leikinn í riðlakeppni undankeppni HM 2018 en það verður síðan dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar næstkomandi. Þá verður einnig kynntur bikar keppninnar.Hér má sjá myndband þar sem Þjóðardeild landsliða er útskýrð. Þjóðardeildin mun einnig bjóða upp á farseðil í úrslitakeppni EM 2020. Fjögur sæti verða í boði, eitt í hverri deild en í fjögurra þjóða úrslitakeppni um laust sæti í hverri deild komast sigurvegarar í riðlinum. Sjá útskýringu hér. Verði sigurvegarar riðlanna áður búnir að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum hefðbundna undankeppni EM þá fær liðið sem er næst inn sætið. Hefðbundin undankeppni EM 2020 mun fara fram frá mars til nóvember 2019 þar sem þjóðunum verður skipt niður í tíu riðla þar sem tvær efstu þjóðirnar komast áfram. Úrslitakeppnin um síðustu fjögur sætin mun fara fram í mars 2020 en 24 þjóða úrslitakeppni EM 2020 verður síðan í júní og júlí.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Sjá meira