Goran Dragic um Luka Doncic: Hann verður einn sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2017 16:45 Luka Doncic og Goran Dragic voru í úrvalsliðinu með þeim Pau Gasol, Aleksei Shved og Bogdan Bogdanovic. Vísir/Getty Goran Dragic og Luka Doncic urðu ekki bara Evrópumeistarar saman með slóvenska landsliðinu á sunnudagskvöldið heldur voru þeir einnig valdir báðir í úrvalslið Evrópumótsins. Goran Dragic skoraði 35 stig í úrslitaleiknum þar sem Slóvenía vann Serbíu 93-85 og var eftir leikinn kosinn besti leikmaður keppninnar. Dragic er að hætta með slóvenska landsliðinu en hinn átján ára gamli Luka Doncic er rétt að byrja ferilinn sinn. Dragic talaði afar vel um Doncic eftir mótið. „Munið það sem ég segi. Hann verður einn sá besti í heimi,“ sagði Goran Dragic um Luka Doncic. Luka Doncic spilar með Real Madrid þessa dagana en það þykir nokkuð öruggt að hann verði valinn í NBA-deildina næsta sumar. Spænskir fjölmiðlar hafa hinsvegar lítið aðgengi að Luka Doncic þar sem Real Madrid passar vel upp á strákinn sem er ennþá bara átján ára gamall þótt að hann spili leikinn eins og 28 ára reynslubolti. „Luka er að mínu mati besti leikmaðurinn í Evrópu af þeim sem eru ekki orðnir 26 ára,“ sagði Goran Dragic. Það er ekkert smá hrós fyrir átján ára strák enda Dragic telur þar með að hann sé þegar betri en menn eins og Kristaps Porzingis, Dennis Schroder og Bogdan Bogdanovic. Luka Doncic meiddist í úrslitaleiknum en hafði verið nálægt þrennunni í undanúrslitaleiknum á móti Spáni (11 sitg, 12 fráköst og 8 stoðsendingar) og skoraði 27 stig á móti Lettum í átta liða úrslitunum. Goran Dragic þekkir vel til Luka Doncic og er búinn að gera lengi. Hann spilaði nefnilega með föður Luka Doncic í Slóveníu. Sasa Doncic og Goran Dragic urðu nefnilega slóvenskir meistarar saman árið 2008 þegar Sara var 34 ára og Luka 9 ára. Árið eftir var Dragic kominn til Phoenix Suns í NBA-deidlinni og hefur spilað þar síðan. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ Sjá meira
Goran Dragic og Luka Doncic urðu ekki bara Evrópumeistarar saman með slóvenska landsliðinu á sunnudagskvöldið heldur voru þeir einnig valdir báðir í úrvalslið Evrópumótsins. Goran Dragic skoraði 35 stig í úrslitaleiknum þar sem Slóvenía vann Serbíu 93-85 og var eftir leikinn kosinn besti leikmaður keppninnar. Dragic er að hætta með slóvenska landsliðinu en hinn átján ára gamli Luka Doncic er rétt að byrja ferilinn sinn. Dragic talaði afar vel um Doncic eftir mótið. „Munið það sem ég segi. Hann verður einn sá besti í heimi,“ sagði Goran Dragic um Luka Doncic. Luka Doncic spilar með Real Madrid þessa dagana en það þykir nokkuð öruggt að hann verði valinn í NBA-deildina næsta sumar. Spænskir fjölmiðlar hafa hinsvegar lítið aðgengi að Luka Doncic þar sem Real Madrid passar vel upp á strákinn sem er ennþá bara átján ára gamall þótt að hann spili leikinn eins og 28 ára reynslubolti. „Luka er að mínu mati besti leikmaðurinn í Evrópu af þeim sem eru ekki orðnir 26 ára,“ sagði Goran Dragic. Það er ekkert smá hrós fyrir átján ára strák enda Dragic telur þar með að hann sé þegar betri en menn eins og Kristaps Porzingis, Dennis Schroder og Bogdan Bogdanovic. Luka Doncic meiddist í úrslitaleiknum en hafði verið nálægt þrennunni í undanúrslitaleiknum á móti Spáni (11 sitg, 12 fráköst og 8 stoðsendingar) og skoraði 27 stig á móti Lettum í átta liða úrslitunum. Goran Dragic þekkir vel til Luka Doncic og er búinn að gera lengi. Hann spilaði nefnilega með föður Luka Doncic í Slóveníu. Sasa Doncic og Goran Dragic urðu nefnilega slóvenskir meistarar saman árið 2008 þegar Sara var 34 ára og Luka 9 ára. Árið eftir var Dragic kominn til Phoenix Suns í NBA-deidlinni og hefur spilað þar síðan.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ Sjá meira