Viðskipti innlent

Fasteignaverð tekur kipp

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1 prósent í ágúst.
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1 prósent í ágúst. Vísir/Anton Brink
Þjóðskrá birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst og voru hækkanir meiri en þær hafa verið undanfarna mánuði.

Frá þessu er greint í Hagsjá Landsbankans sem kom út í morgun en þar kemur fram að verð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um eitt prósent í ágúst. Þar af hækkaði verð á sérbýli um 2,4 prósent og verð á fjölbýli um 0,5 prósent og eru hækkanir frá fyrra ári enn mjög miklar.

Tölur Þjóðskrár sýna að verð á fjölbýli hefur hækkað um 18,4 prósent síðustu 12 mánuði og verð á sérbýli um 20,8 prósent. Heildarhækkunin nemur 19,1 prósent sem er svipað og í liðnum mánuði. Lækkun fasteignaverðs hefur því stöðvast ef miðað er við þetta, að minnsta kosti í bili.

„Verð á fjölbýli hækkaði í síðasta mánuði eftir litlar breytingar síðustu tvo mánuði. Það virðist því sem meiri ró sé yfir þeim markaði en verið hefur, en engu að síður er hækkunin um 1% nú töluverð. Verð á sérbýli hækkar enn í svipuðum takti og verið hefur, eða um u.þ.b. 20% á ári.

Vangaveltur um mögulega kólnun á markaðnum fengu því smá mótbyr með ágústtölunum, þar sem hækkanirnar nú eru enn miklar í sögulegu samhengi.

Raunverð fasteigna hefur þannig hækkað um u.þ.b. 23% á einu ári, frá ágúst 2016 til ágúst 2017,“ segir í Hagsjá Landsbankans sem lesa má í heild hér.


Tengdar fréttir

Húsnæðismarkaðurinn talinn vera að kólna

Það vekur athygli að fasteignaverð á fjölbýli hækkaði aðeins um 0,32 prósent milli mánaða en ekki hefur sést eins lítil hækkun frá því í mars 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×