Egyptaland varð í dag fimmtánda liðið til að tryggja sér þátttökurétt á HM í Rússlandi.
Egyptar unnu þá 2-1 sigur á Kongó í E-riðli Afríkuhluta undankeppni HM.
Mohamed Salah skoraði bæði mörk Egypta, það síðara úr vítaspyrnu þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Egyptaland er því komið á HM þótt einni umferð í riðlinum sé ólokið.
Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Egyptaland kemst á HM. Egyptar voru með á öðru heimsmeistaramótinu 1934 en þurftu svo að bíða í 56 ár eftir því að komast aftur á HM (1990).
Salah skaut Egyptum á HM í fyrsta sinn síðan 1990
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


