Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi.
Það voru hvorki meira né minna en átta leikmenn Íslands sem voru á hættusvæði fyrir lokaumferðina en það voru þeir Aron Einar, Alfreð, Birkir Bjarnason, Gylfi Þór, Kári, Ólafur Ingi, Ragnar og Rúrik en enginn þeirra fékk að líta gula spjaldið og því verða þeir allir í leikmannahópnum á morgun.
Ísland þarf sigur gegn Kosovó í leiknum á mánudagskvöldið til þess að tryggja sig beint inná HM í Rússlandi næsta sumar en þeir hafa þegar tryggt sér umpsil um sæti.

