Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi.
Það voru hvorki meira né minna en átta leikmenn Íslands sem voru á hættusvæði fyrir lokaumferðina en það voru þeir Aron Einar, Alfreð, Birkir Bjarnason, Gylfi Þór, Kári, Ólafur Ingi, Ragnar og Rúrik en enginn þeirra fékk að líta gula spjaldið og því verða þeir allir í leikmannahópnum á morgun.
Ísland þarf sigur gegn Kosovó í leiknum á mánudagskvöldið til þess að tryggja sig beint inná HM í Rússlandi næsta sumar en þeir hafa þegar tryggt sér umpsil um sæti.
Enginn í leikbanni á morgun

Tengdar fréttir

Hetjur sem óttast ekkert
Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM.

Undankeppni HM: Finnar gerðu Íslendingum mikinn greiða
Níu leikir voru í kvöld í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. Wales og Írland unnu bæði mikilvæga sigra og Spánn átti í engum vandræðum með Albaníu.

Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM
Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum.