Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins 6. október 2017 20:42 Jón Daði var ótrúlegur í kvöld. vísir/eyþór Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. Íslenska liðið átti frábæran leik, í heild sinni, en Jón Daði Böðvarsson var valinn maður leiksins af Vísi. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn. Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Þurfi ekki að verja mikið en var svakalega öruggur í öllum sínum aðgerðum og réði ríkjum í teignum. Flottur í loftinu og sparkaði vel. Varði einu sinni stórkostlega.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 9 Fór ekki mikið fyrir honum í sóknarleiknum en varðist að vanda virkilega vel.Kári Árnason, miðvörður 9 Virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Heimi að setja Kára aftur inn. Yfirvegun, reynsla og pakkaði saman turnunum frammi há Tyrkjum með Ragga. Bætti svo um betur og skoraði mark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Samvinna hans og Kára algjörlega mögnuð. Framherjar Tyrkja lítur út eins og byrjendur í höndunum á Ragga og Kára.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 9 Traustur í vinstri bakverðinum og losaði boltann vel frá sér. Hæð hans nýtist vel í uppstilltum sóknaratriðum eins og sást í fyrsta marki Íslands.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Var áræðinn fram á við í fyrri hálfleik, gaf góðar sendingar og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í mótsleik fjögur ár. Hrikalega duglegur og flottur að verjast.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Svona ekta leikur frá fyrirliðanum. Sat bara fyrir framan vörnina og borðaði allt sem kom inn á hans svæði léttilega. Skilaði boltanum svo frábærlega frá sér. Tekinn snemma út af vegna meiðsla.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Frábær á miðjunni með Aroni eins og alltaf. Þeim leið vel að vera komnir aftur saman tveir á miðjuna. Geggjaðar spyrnur og hljóp úr sér lungun eins og alltaf.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Byrjaði ekki vel með nokkrar lélegar sendingar en vann á. Bjargaði tvisvar frábærlega í teignum og skoraði gott mark.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Kom ekki mikið við sögu í fyrri hálfleik en tók vel á móti boltanum og færði ró yfir spilið þegar að hann fékk boltann.Jón Daði Böðvarsson, framherji 10 - maður leiksins Vinnuhesturinn magnaði átti sinn besta landsleik. Hljóp úr sér lifur og lungu, pressaði á frábæran hátt og lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik. Algjörlega mögnuð frammistaða.Varamenn:Sverrir Ingi Ingason 7 - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 65. mínútu) Skilaði sínu.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 78. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 82. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. Íslenska liðið átti frábæran leik, í heild sinni, en Jón Daði Böðvarsson var valinn maður leiksins af Vísi. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn. Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Þurfi ekki að verja mikið en var svakalega öruggur í öllum sínum aðgerðum og réði ríkjum í teignum. Flottur í loftinu og sparkaði vel. Varði einu sinni stórkostlega.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 9 Fór ekki mikið fyrir honum í sóknarleiknum en varðist að vanda virkilega vel.Kári Árnason, miðvörður 9 Virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Heimi að setja Kára aftur inn. Yfirvegun, reynsla og pakkaði saman turnunum frammi há Tyrkjum með Ragga. Bætti svo um betur og skoraði mark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Samvinna hans og Kára algjörlega mögnuð. Framherjar Tyrkja lítur út eins og byrjendur í höndunum á Ragga og Kára.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 9 Traustur í vinstri bakverðinum og losaði boltann vel frá sér. Hæð hans nýtist vel í uppstilltum sóknaratriðum eins og sást í fyrsta marki Íslands.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Var áræðinn fram á við í fyrri hálfleik, gaf góðar sendingar og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í mótsleik fjögur ár. Hrikalega duglegur og flottur að verjast.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Svona ekta leikur frá fyrirliðanum. Sat bara fyrir framan vörnina og borðaði allt sem kom inn á hans svæði léttilega. Skilaði boltanum svo frábærlega frá sér. Tekinn snemma út af vegna meiðsla.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Frábær á miðjunni með Aroni eins og alltaf. Þeim leið vel að vera komnir aftur saman tveir á miðjuna. Geggjaðar spyrnur og hljóp úr sér lungun eins og alltaf.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Byrjaði ekki vel með nokkrar lélegar sendingar en vann á. Bjargaði tvisvar frábærlega í teignum og skoraði gott mark.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Kom ekki mikið við sögu í fyrri hálfleik en tók vel á móti boltanum og færði ró yfir spilið þegar að hann fékk boltann.Jón Daði Böðvarsson, framherji 10 - maður leiksins Vinnuhesturinn magnaði átti sinn besta landsleik. Hljóp úr sér lifur og lungu, pressaði á frábæran hátt og lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik. Algjörlega mögnuð frammistaða.Varamenn:Sverrir Ingi Ingason 7 - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 65. mínútu) Skilaði sínu.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 78. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 82. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira