Jeep selst 17 sinnum betur en Chevrolet í Japan Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 15:00 Jeep Cherokee. Söluárangur Jeep um allan heim er glæstur á undanförnum árum og þar er hinn erfiði markaður í Japan ekki undanskilinn. Ekki einungis er Jeep söluhæsta bandaríska bílamerkið í Japan, heldur selur Jeep t.d. 17 sinnum fleiri bíla en Chevrolet þar í landi. Jeep hefur verið á meðal 10 söluhæstu erlendu bílamerkjunum í Japan á undanförnum árum og á fyrri helmingi þessa árs var Jeep í 7. sæti, aðallega á eftir evrópskum bílamerkjum. Sala Jeep jókst um 6,9% á þessum fyrri helmingi ársins og ágúst var metmánuður hjá Jeep í Japan, en þá seldust 6.344 bílar. Góð sala Jeep í Japan helst reyndar í hendur við mikla fjölgun söluumboða, sem hafa farið úr 52 árið 2010 í 82 nú. Fjármagn til auglýsinga hjá Jeep í Japan hefur einnig verið tvöfaldað á síðustu 7 árum. Bandarískir bílar hafa ekki verið þekktir fyrir gæði og lága bilanatíðni og það líkar Japönum ekki vel, en svo virðist sem ímynd Jeep sé á annan veg en með önnur bandarísk bílafyrirtæki og því slær Jeep þeim svo rækilega við. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent
Söluárangur Jeep um allan heim er glæstur á undanförnum árum og þar er hinn erfiði markaður í Japan ekki undanskilinn. Ekki einungis er Jeep söluhæsta bandaríska bílamerkið í Japan, heldur selur Jeep t.d. 17 sinnum fleiri bíla en Chevrolet þar í landi. Jeep hefur verið á meðal 10 söluhæstu erlendu bílamerkjunum í Japan á undanförnum árum og á fyrri helmingi þessa árs var Jeep í 7. sæti, aðallega á eftir evrópskum bílamerkjum. Sala Jeep jókst um 6,9% á þessum fyrri helmingi ársins og ágúst var metmánuður hjá Jeep í Japan, en þá seldust 6.344 bílar. Góð sala Jeep í Japan helst reyndar í hendur við mikla fjölgun söluumboða, sem hafa farið úr 52 árið 2010 í 82 nú. Fjármagn til auglýsinga hjá Jeep í Japan hefur einnig verið tvöfaldað á síðustu 7 árum. Bandarískir bílar hafa ekki verið þekktir fyrir gæði og lága bilanatíðni og það líkar Japönum ekki vel, en svo virðist sem ímynd Jeep sé á annan veg en með önnur bandarísk bílafyrirtæki og því slær Jeep þeim svo rækilega við.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent