FME sektar Klettar Capital um 2,5 milljónir króna Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 16:42 FME kallaði eftir upplýsingum um starfsemi Kletta eftir að Markaðurinn birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem sagði að félagið annaðist eignastýringu. vísir/vilhelm Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað félagið Klettar Capital ehf., sem var stofnað í árslok 2016, um 2,5 milljónir króna fyrir að hafa stundað fjármálastarfsemi án tilskilins starfsleyfis. Í tilkynningu FME segir að félagið hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki „með því að hafa móttekið og miðlað fyrirmælum um einn eða fleiri fjármálagerninga án þess að hafa til þess starfsleyfi.“ Fjármálaeftirlitið segist hafa kallað eftir upplýsingum um starfsemi Kletta Capital eftir að Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem „meðal annars var fullyrt að félagið annaðist eignastýringu,“ eins og segir í tilkynningunni. FME féllst ekki á þau rök Kletta að þar sem félagið hafi aflað umboða frá viðskiptavinum hafi það mátt veita þjónustu, sem fólst í að kaupa og selja skráð hlutabréf í skammtímasjóðum fyrir einstaklinga og lögaðila í 27 skipti, án starfsleyfis. „Fjármálaeftirlitið benti á að hvergi í lögum um fjármálafyrirtæki væri að finna ákvæði í þá átt að handhafar umboða til viðskipta væru undanþegnir því að sækja um starfsleyfi ef þeir móttaka og miðla fyrirmælum. Fengi það auk þess vart staðist að félög gætu komist hjá því að sækja um starfsleyfi með því að afla umboða frá öllum sínum viðskiptavinum,“ segir í tilkynningu FME. Klettar Capital var stofnað í sameiningu af Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni, fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka, og Sigurði Hreiðari Jónssyni, sem þá hafði síðast verið verðbréfamiðlari Kviku banka. Sigurður Hreiðar hætti hins vegar nokkrum mánuðum síðar störfum hjá Klettar Capital og var ráðinn verðbréfamiðlari í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum. Við ákvörðun sektarfjárhæðar segist FME hafa litið til þess að fjármálastarfsemi sem er stunduð án tilskilins leyfis feli að jafnaði í sér alvarlegt brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki enda kunni „réttarvernd fjárfesta þar með að fara forgörðum.“ Á meðal þess sem horft var til við hækkunar sektarinnar var að félagið hafði opnað vefsíðu þar sem ýjað var að því að þjónustan væri veitt í samstarfi við þekkta eftirlitsskilda aðila og eins að forsvarsmenn Kletta Capital hefðu langa reynslu af störfum á fjármálamörkuðum. Þeir hafi því átt að gera sér grein fyrir því að um leyfisskylda starfsemi var um að ræða. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað félagið Klettar Capital ehf., sem var stofnað í árslok 2016, um 2,5 milljónir króna fyrir að hafa stundað fjármálastarfsemi án tilskilins starfsleyfis. Í tilkynningu FME segir að félagið hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki „með því að hafa móttekið og miðlað fyrirmælum um einn eða fleiri fjármálagerninga án þess að hafa til þess starfsleyfi.“ Fjármálaeftirlitið segist hafa kallað eftir upplýsingum um starfsemi Kletta Capital eftir að Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem „meðal annars var fullyrt að félagið annaðist eignastýringu,“ eins og segir í tilkynningunni. FME féllst ekki á þau rök Kletta að þar sem félagið hafi aflað umboða frá viðskiptavinum hafi það mátt veita þjónustu, sem fólst í að kaupa og selja skráð hlutabréf í skammtímasjóðum fyrir einstaklinga og lögaðila í 27 skipti, án starfsleyfis. „Fjármálaeftirlitið benti á að hvergi í lögum um fjármálafyrirtæki væri að finna ákvæði í þá átt að handhafar umboða til viðskipta væru undanþegnir því að sækja um starfsleyfi ef þeir móttaka og miðla fyrirmælum. Fengi það auk þess vart staðist að félög gætu komist hjá því að sækja um starfsleyfi með því að afla umboða frá öllum sínum viðskiptavinum,“ segir í tilkynningu FME. Klettar Capital var stofnað í sameiningu af Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni, fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka, og Sigurði Hreiðari Jónssyni, sem þá hafði síðast verið verðbréfamiðlari Kviku banka. Sigurður Hreiðar hætti hins vegar nokkrum mánuðum síðar störfum hjá Klettar Capital og var ráðinn verðbréfamiðlari í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum. Við ákvörðun sektarfjárhæðar segist FME hafa litið til þess að fjármálastarfsemi sem er stunduð án tilskilins leyfis feli að jafnaði í sér alvarlegt brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki enda kunni „réttarvernd fjárfesta þar með að fara forgörðum.“ Á meðal þess sem horft var til við hækkunar sektarinnar var að félagið hafði opnað vefsíðu þar sem ýjað var að því að þjónustan væri veitt í samstarfi við þekkta eftirlitsskilda aðila og eins að forsvarsmenn Kletta Capital hefðu langa reynslu af störfum á fjármálamörkuðum. Þeir hafi því átt að gera sér grein fyrir því að um leyfisskylda starfsemi var um að ræða.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira