Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 09:30 „Það er spenna í mönnum. Við getum ekki beðið eftir því að stíga inn á völlinn í þessari tyrknesku stemningu.“ Þetta segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, fyrir leik Íslands á móti Tyrklandi í undankeppni HM 2018 sem fram fer í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar spiluðu í brjálaðri stemningu í Tyrklandi fyrir tveimur árum og búa að þeirri reynslu. „Við vitum hvernig andrúmsloftið er hérna. Tyrkland er líka með gífurlega sterkt landslið, sérstaklega á heimavelli. Við munum eftir leiknum síðast þar sem við vorum óheppnir að tapa. Það verður spenna þarna og menn vilja spila í þannig umhverfi,“ segir Jón Daði. Framherjinn kraftmikli var á bekknum á móti Finnlandi í síðustu landsleikjaviku en kom sterkur inn í byrjunarliðið í sigrinum á móti Úkraínu. „Það er alltaf gott að byrja leiki og spila fyrir landsliðið. Þá ertu alltaf léttari og glaðari en þegar allt kemur til alls er þetta liðsíþrótt. Hvort sem þú byrjar eða ekki þá er alltaf gaman að spila fyrir þetta frábæra landslið,“ segir Jón Daði sem fagnar þessari miklu samkeppni hjá liðinu. „Maður vill vera með samherjana á hælunum á sér og að þeir pressi á hvorn annan. Það er enginn með öruggt sæti í þessu landsliði. Það ýtir við rassinum á mönnum að vera betri og bæta sig.“Jón Daði í leik með ÍslandiVísir/gettyJón Daði gekk í raðir Reading í sumar þar sem hann hefur verið að spila vel að undanförnu. Er hann sáttur með fyrstu vikurnar þar? „Já og nei. Árangur liðsins er ekki upp á marga fiska en ég er að spila vel og það er það sem skiptir öllu máli. Mér líður vel þarna. Reading er flottur bær þannig utan boltans líður mér vel sem er mikilvægt. Ég er bara virkilega sáttur með gang mála þarna,“ segir Jón Daði sem hefur verið að koma inn af bekknum í undanförnum leikjum. „Ég er ekki sáttur að vera á bekknum. Maður vill samt ekki vera einhver fáviti og þykjast vita allt. Mér finnst ég vera að spila vel þrátt fyrir að vera bekkjaður. Það eina sem maður getur gert er að einbeita sér að sjálfum sér og vera klár þegar að kallið kemur.“ Framherjinn skoraði mark á dögunum sem hann tileinkaði móður sinni eftir leik en það er góð og gild ástæða fyrir því. Það sem var enn betra er að móðir hans, Ingibjörg Erna Sveinsdóttir, var á vellinum þegar Jón Daði skoraði markið. „Það var sérstaklega sætt. Hún átti þetta fyllilega skilið. Mamma er búin að vera að berjast við veikindi heima en það hefur allt gengið vel og er allt á réttri leið. Það var bara gaman að hún var á vellinum og enn betra að skora og því tileinka henni markið. Það gerði daginn frábæran,“ segir Jón Daði Böðvarsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
„Það er spenna í mönnum. Við getum ekki beðið eftir því að stíga inn á völlinn í þessari tyrknesku stemningu.“ Þetta segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, fyrir leik Íslands á móti Tyrklandi í undankeppni HM 2018 sem fram fer í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar spiluðu í brjálaðri stemningu í Tyrklandi fyrir tveimur árum og búa að þeirri reynslu. „Við vitum hvernig andrúmsloftið er hérna. Tyrkland er líka með gífurlega sterkt landslið, sérstaklega á heimavelli. Við munum eftir leiknum síðast þar sem við vorum óheppnir að tapa. Það verður spenna þarna og menn vilja spila í þannig umhverfi,“ segir Jón Daði. Framherjinn kraftmikli var á bekknum á móti Finnlandi í síðustu landsleikjaviku en kom sterkur inn í byrjunarliðið í sigrinum á móti Úkraínu. „Það er alltaf gott að byrja leiki og spila fyrir landsliðið. Þá ertu alltaf léttari og glaðari en þegar allt kemur til alls er þetta liðsíþrótt. Hvort sem þú byrjar eða ekki þá er alltaf gaman að spila fyrir þetta frábæra landslið,“ segir Jón Daði sem fagnar þessari miklu samkeppni hjá liðinu. „Maður vill vera með samherjana á hælunum á sér og að þeir pressi á hvorn annan. Það er enginn með öruggt sæti í þessu landsliði. Það ýtir við rassinum á mönnum að vera betri og bæta sig.“Jón Daði í leik með ÍslandiVísir/gettyJón Daði gekk í raðir Reading í sumar þar sem hann hefur verið að spila vel að undanförnu. Er hann sáttur með fyrstu vikurnar þar? „Já og nei. Árangur liðsins er ekki upp á marga fiska en ég er að spila vel og það er það sem skiptir öllu máli. Mér líður vel þarna. Reading er flottur bær þannig utan boltans líður mér vel sem er mikilvægt. Ég er bara virkilega sáttur með gang mála þarna,“ segir Jón Daði sem hefur verið að koma inn af bekknum í undanförnum leikjum. „Ég er ekki sáttur að vera á bekknum. Maður vill samt ekki vera einhver fáviti og þykjast vita allt. Mér finnst ég vera að spila vel þrátt fyrir að vera bekkjaður. Það eina sem maður getur gert er að einbeita sér að sjálfum sér og vera klár þegar að kallið kemur.“ Framherjinn skoraði mark á dögunum sem hann tileinkaði móður sinni eftir leik en það er góð og gild ástæða fyrir því. Það sem var enn betra er að móðir hans, Ingibjörg Erna Sveinsdóttir, var á vellinum þegar Jón Daði skoraði markið. „Það var sérstaklega sætt. Hún átti þetta fyllilega skilið. Mamma er búin að vera að berjast við veikindi heima en það hefur allt gengið vel og er allt á réttri leið. Það var bara gaman að hún var á vellinum og enn betra að skora og því tileinka henni markið. Það gerði daginn frábæran,“ segir Jón Daði Böðvarsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00