Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 08:30 Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var hress og kátur að vanda þegar strákarnir okkar æfðu í Antalya í Tyrklandi í gærkvöldi en á föstudagskvöldið mætir íslenska liðið Tyrkjum í undankeppni HM 2018. Alfreð er búinn að vera í fínum gír með liði sínu Augsburg í þýsku 1. deildinni að undanförnu en í byrjun september skoraði hann þrennu í leik á móti Köln. „Eins og alltaf er gaman að koma saman með landsliðinu. Það er alltaf skemmtilegast að hitta félagana og svo tókum við góðan fund með Frey í gær. Við vitum svo sem hvernig Tyrkirnir spila og nokkurn veginn hvað bíður okkar. Það er samt alltaf mikil velta á þeirra leikmannahóp og þeirra liði. Ég held að þeir munu spila svipað og á móti Króatíu þar sem þeir náðu góðum árangri,“ segir Alfreð en Tyrkirnir unnu Króta í síðasta leik. „Við erum ekki búnir að fara mikið yfir þetta allt saman þar sem þetta er fyrsta æfingin sem lið. Við höfum þrjá daga til að undirbúa okkur og sjá hvernig við ætlum að stilla þessu upp.“Alfreð í leik með Augsburg.vísir/gettyKlókir komu degi fyrr Strákarnir okkar æfa við bestu aðstæður á stórkostlegu hóteli á ferðamannastaðnum Antalya en æfingasvæðið sjálft er í hótelgarðinum. Þarna er allt til alls. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en þessi staður er mjög ofarlega á listanum yfir þá staði sem ég hef komið á. Ég vissi ekki að hérna væru svona mikil gæði. Grasið er frábært. Mér finnst alltaf mikilvægast að völlurinn sé góður. Hann er góður hér og hótelið er flott. Við getum ekki kvartað yfir neinu og ég sé mig alveg mæta hingað aftur,“ segir Alfreð sem mætti á sunnudaginn til Tyrklands. „Við kíktum aðeins í golf í gær. Þeir sem voru klókir komu hingað á sunnudaginn þannig við gátum notað mánudagsmorguninn í að sleikja aðeins sólina og fara í golf. Í dag var bara almenn afslöppun og þá gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Alfreð, eins og fleiri, átti ekki góðan dag í tapinu gegn Finnlandi í síðustu landsleikjaviku. Hann var svo kominn á bekkinn fyrir Úkraínuleikinn þar sem strákarnir unnu frækinn sigur, 2-0. Telur hann sig þurfa að sanna sig enn og aftur fyrir þjálfarateyminu?Alfreð átti erfiðan dag gegn Finnum.vísir/ernirEkkert að sanna „Ég tel mig ekkert þurfa að sanna fyrir þjálfurunum. Þeir vita hvað ég geri og hvað ég býð upp á. Ég geri það í hverri viku í Þýskalandi. Þar get ég spilað minn leik en eins og alltaf þegar landsliðið kemur saman undirbý ég mig eins og ég sé að fara að spila. Ég kem alltaf til móts við landsliðið með sama markmiði og það er að hafa áhrif hvort sem það er inni á vellinum, koma inn af bekknum eða styðja strákana. Það breytist ekkert,“ segir Alfreð en var áfall að fara á bekkinn núna eftir að hafa þurft að dúsa þar lengi vel á landsliðsferlinum áður en hann vann sér svo inn fast sæti í byrjun síðustu undankeppni? „Auðvitað. Eins og allir aðrir var ég svekktur eftir þennan Finnaleik og er fyrstur til að viðurkenna það að ég, eins og fleiri, áttum ekki okkar besta dag. Ég vildi mjög heitt spila fótboltaleik aftur sem fyrst en þá gerir þjálfarinn breytingar sem hann var í fullum rétti að gera. Ég þurfti bara að bíta í það súra en liðið vann sem var það allra mikilvægasta. Ég kem bara hungraður í þetta verkefni og vil sýna enn og aftur hvar ég á heima,“ segir Alfreð Finnbogason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Fyndin uppákoma á landsliðsæfingu: Vissu ekki að tyrkneski þjálfarinn væri í banni Broslegt atvik kom upp á æfingu íslenska karlalandsliðsins í Antalya í dag. 3. október 2017 19:30 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að leggja líkamann að veði á móti Tyrklandi. Hann spilar ef hann er klár í slaginn. 3. október 2017 19:15 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var hress og kátur að vanda þegar strákarnir okkar æfðu í Antalya í Tyrklandi í gærkvöldi en á föstudagskvöldið mætir íslenska liðið Tyrkjum í undankeppni HM 2018. Alfreð er búinn að vera í fínum gír með liði sínu Augsburg í þýsku 1. deildinni að undanförnu en í byrjun september skoraði hann þrennu í leik á móti Köln. „Eins og alltaf er gaman að koma saman með landsliðinu. Það er alltaf skemmtilegast að hitta félagana og svo tókum við góðan fund með Frey í gær. Við vitum svo sem hvernig Tyrkirnir spila og nokkurn veginn hvað bíður okkar. Það er samt alltaf mikil velta á þeirra leikmannahóp og þeirra liði. Ég held að þeir munu spila svipað og á móti Króatíu þar sem þeir náðu góðum árangri,“ segir Alfreð en Tyrkirnir unnu Króta í síðasta leik. „Við erum ekki búnir að fara mikið yfir þetta allt saman þar sem þetta er fyrsta æfingin sem lið. Við höfum þrjá daga til að undirbúa okkur og sjá hvernig við ætlum að stilla þessu upp.“Alfreð í leik með Augsburg.vísir/gettyKlókir komu degi fyrr Strákarnir okkar æfa við bestu aðstæður á stórkostlegu hóteli á ferðamannastaðnum Antalya en æfingasvæðið sjálft er í hótelgarðinum. Þarna er allt til alls. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en þessi staður er mjög ofarlega á listanum yfir þá staði sem ég hef komið á. Ég vissi ekki að hérna væru svona mikil gæði. Grasið er frábært. Mér finnst alltaf mikilvægast að völlurinn sé góður. Hann er góður hér og hótelið er flott. Við getum ekki kvartað yfir neinu og ég sé mig alveg mæta hingað aftur,“ segir Alfreð sem mætti á sunnudaginn til Tyrklands. „Við kíktum aðeins í golf í gær. Þeir sem voru klókir komu hingað á sunnudaginn þannig við gátum notað mánudagsmorguninn í að sleikja aðeins sólina og fara í golf. Í dag var bara almenn afslöppun og þá gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Alfreð, eins og fleiri, átti ekki góðan dag í tapinu gegn Finnlandi í síðustu landsleikjaviku. Hann var svo kominn á bekkinn fyrir Úkraínuleikinn þar sem strákarnir unnu frækinn sigur, 2-0. Telur hann sig þurfa að sanna sig enn og aftur fyrir þjálfarateyminu?Alfreð átti erfiðan dag gegn Finnum.vísir/ernirEkkert að sanna „Ég tel mig ekkert þurfa að sanna fyrir þjálfurunum. Þeir vita hvað ég geri og hvað ég býð upp á. Ég geri það í hverri viku í Þýskalandi. Þar get ég spilað minn leik en eins og alltaf þegar landsliðið kemur saman undirbý ég mig eins og ég sé að fara að spila. Ég kem alltaf til móts við landsliðið með sama markmiði og það er að hafa áhrif hvort sem það er inni á vellinum, koma inn af bekknum eða styðja strákana. Það breytist ekkert,“ segir Alfreð en var áfall að fara á bekkinn núna eftir að hafa þurft að dúsa þar lengi vel á landsliðsferlinum áður en hann vann sér svo inn fast sæti í byrjun síðustu undankeppni? „Auðvitað. Eins og allir aðrir var ég svekktur eftir þennan Finnaleik og er fyrstur til að viðurkenna það að ég, eins og fleiri, áttum ekki okkar besta dag. Ég vildi mjög heitt spila fótboltaleik aftur sem fyrst en þá gerir þjálfarinn breytingar sem hann var í fullum rétti að gera. Ég þurfti bara að bíta í það súra en liðið vann sem var það allra mikilvægasta. Ég kem bara hungraður í þetta verkefni og vil sýna enn og aftur hvar ég á heima,“ segir Alfreð Finnbogason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Fyndin uppákoma á landsliðsæfingu: Vissu ekki að tyrkneski þjálfarinn væri í banni Broslegt atvik kom upp á æfingu íslenska karlalandsliðsins í Antalya í dag. 3. október 2017 19:30 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að leggja líkamann að veði á móti Tyrklandi. Hann spilar ef hann er klár í slaginn. 3. október 2017 19:15 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Sjá meira
Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49
Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37
Fyndin uppákoma á landsliðsæfingu: Vissu ekki að tyrkneski þjálfarinn væri í banni Broslegt atvik kom upp á æfingu íslenska karlalandsliðsins í Antalya í dag. 3. október 2017 19:30
Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24
Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að leggja líkamann að veði á móti Tyrklandi. Hann spilar ef hann er klár í slaginn. 3. október 2017 19:15