Biður fólk að sýna virðingu á Hrekkjavöku: „Húðlitur er ekki búningur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2017 13:30 Donna Cruz segist sjálf hafa orðið fyrir fordómum hér á landi. Aðsent Samfélagsmiðlastjarnan Donna Cruz skrifaði færslu á Facebook þar sem hún minnti fólk á að vanda valið á búningum fyrir Hrekkjavökuna. Donna er upprunulega frá Filipseyjum en kom til landins fjögurra ára gömul og ólst því upp hér. Hún segist stolt af sínum uppruna og vildi með færslu sinni vekja fólk til umhugsunar. Sjálf hefur hún líka gert mistök þegar hún vissi ekki betur. „Ég er enginn sérfræðingur í því að vera menningarlega viðeigandi. En maður lifir og lærir og ég vil sýna menningu annarra virðingu alveg eins og mig langar að fólk beri virðingu fyrir minni menningu,“ segir Donna í samtali við Vísi. Donna er vinsæl á samfélagsmiðlunum Snapchat (donneunice) og Instagram (donnacruzis) og er með þúsundi fylgjenda. Hún er mikið fyrir Hrekkjavökuna sjálf en er orðin þreytt á því að sjá fólk vera fordómafullt eða særa aðra með vali á búningum.Snýst um virðingu og tillitssemi„Húðlitur er ekki búningur. Húðlitur er partur af manneskju og að nota það sem búning er, fyrigefðu, bara kjaftæði. Við höfum öll séð einhvern einhverntiman gera black-face því gerist á hverri Hrekkjavöku og það er 2017 þetta á bara ekki að vera í lagi. Þegar þú notar húðlit annara sem búning ertu að ýta undir rasistastereótýpur.” Hún segir að sumir búningar ýti undir slæmar og fordómafullar stereótýpur, eins og til dæmis arabi með sprengju utan um sig. Nefnir hún einnig að eitthvað sem skipti miklu máli í menningu annarra sé ekki gott val á búning. Hún segir að notkun indíánahöfuðskrauts sem búning vanvirði hefðir fólks og því ætti það ekki að vera fylgihlutur á Hrekkjavökunni. „Á endanum þá snýst þetta um að sýna virðingu og tillitsemi því þetta skiptir máli.“ Sjálf hefur hún ekki valið sér búning fyrir Hrekkjavökuna í ár. „Mig langar að vera Avatar Korra því hún er svo badass og ég elska Avatar seríurnar en ég er líka að hugsa um trúðin IT. Ég er samt dauðhrædd við trúða þannig ég veit ekki alveg.“Donna Cruz ætlaði ekki að verða fegurðardrottningar-stelpa en hún tekur þátt í erlendri keppni eftir mánuð.AðsentDonna segist sjálf hafa orðið fyrir fordómum hér á landi, bæði beint og óbeint. „Beinu eru að vera kölluð allskonar ógeðslegum nöfnum, asíska hóran er í uppáhaldi. En óbeinir fordómar eru til dæmis þegar fólk “hrósar" mér þegar það kemst að því að ég sé alveg Filippeysk þá fæ ég oft athugasemdir eins og: Já er það ertu ekki hálf? Þú ert nefnilega svo falleg hélt að þú værir hálf íslensk. Ég tók þessu í langan tíma sem hrósi en í alvörunni er þetta það ekki því í rauninni ertu að segja að það sé ótrúlegt að ég sé svona falleg án þess að vera eitthvað annað en Filippeysk.“Keppir í fegurðarsamkeppni á FilipseyjumDonna Cruz keppir eftir mánuð í fegurðarsamkeppni sem fer fram á Filipseyjum, Miss Asia Pacific International. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland á síðasta ári og var þar valin vinsælasta stúlkan eða Miss People's Choice Iceland. „Ég ætlaði aldrei að vera fegurðarsamkeppnastelpa en þessi keppni er haldinn á Filipseyjum og ég varð bara spennt út af því. Ég elska landið mitt ég hugsaði bara, af hverju ekki?” Donna er að fara í þessa keppni á eigin forsendum og þarf því að leggja út fyrir öllu sjálf „Ég þarf til dæmis að redda þjóðarbúning og langar að langar vinna með íslenskum hönnuðum fyrir það. Ég hugsaði strax um Ýr Þrastardóttur sem á línuna Another Creation. Ungfrú Ísland sýndi frá hennar línu bæði í fyrra og í ár. Ég ætla ekki að skafa af en ég elska hana. Hún nær einhvernveginn að skapa föt sem gefa frá sér kraftmikla orku en líka mjög kvenleg.“Skemmtileg lífsreynslaHún segir undirbúninginn fyrir keppnina ganga þokkalega þrátt fyrir mikið annríki. „Fólk hugsar oft að ég sé á ströngu mataræði fyrir svona keppni en er í raunini bara að borða minna drasl. Það vita margir að mataræðið mitt er ekki það hollasta en ég er að reyna taka mig hægt og rólega á. Til dæmis með því að panta pizzu bara einu sinnu á viku í stað þrisvar. Mataræðið er lykilatriði en ég vil líka njóta mín. „Ég hugsa að þetta verði bara skemmtileg lífreynsla og langar mér að þakka öllum fyrir stuðninginn sem ég er búin að fá. Fjölskyldan mín bæði hér og úti eru mjög dugleg að deila og læka myndinni minni á Miss Asia Pacific Facebook síðunni og ég er kominn með yfir 1500 læk og meira en hundrað deilingar. Þetta verður bara gaman.” Hrekkjavaka Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan Donna Cruz skrifaði færslu á Facebook þar sem hún minnti fólk á að vanda valið á búningum fyrir Hrekkjavökuna. Donna er upprunulega frá Filipseyjum en kom til landins fjögurra ára gömul og ólst því upp hér. Hún segist stolt af sínum uppruna og vildi með færslu sinni vekja fólk til umhugsunar. Sjálf hefur hún líka gert mistök þegar hún vissi ekki betur. „Ég er enginn sérfræðingur í því að vera menningarlega viðeigandi. En maður lifir og lærir og ég vil sýna menningu annarra virðingu alveg eins og mig langar að fólk beri virðingu fyrir minni menningu,“ segir Donna í samtali við Vísi. Donna er vinsæl á samfélagsmiðlunum Snapchat (donneunice) og Instagram (donnacruzis) og er með þúsundi fylgjenda. Hún er mikið fyrir Hrekkjavökuna sjálf en er orðin þreytt á því að sjá fólk vera fordómafullt eða særa aðra með vali á búningum.Snýst um virðingu og tillitssemi„Húðlitur er ekki búningur. Húðlitur er partur af manneskju og að nota það sem búning er, fyrigefðu, bara kjaftæði. Við höfum öll séð einhvern einhverntiman gera black-face því gerist á hverri Hrekkjavöku og það er 2017 þetta á bara ekki að vera í lagi. Þegar þú notar húðlit annara sem búning ertu að ýta undir rasistastereótýpur.” Hún segir að sumir búningar ýti undir slæmar og fordómafullar stereótýpur, eins og til dæmis arabi með sprengju utan um sig. Nefnir hún einnig að eitthvað sem skipti miklu máli í menningu annarra sé ekki gott val á búning. Hún segir að notkun indíánahöfuðskrauts sem búning vanvirði hefðir fólks og því ætti það ekki að vera fylgihlutur á Hrekkjavökunni. „Á endanum þá snýst þetta um að sýna virðingu og tillitsemi því þetta skiptir máli.“ Sjálf hefur hún ekki valið sér búning fyrir Hrekkjavökuna í ár. „Mig langar að vera Avatar Korra því hún er svo badass og ég elska Avatar seríurnar en ég er líka að hugsa um trúðin IT. Ég er samt dauðhrædd við trúða þannig ég veit ekki alveg.“Donna Cruz ætlaði ekki að verða fegurðardrottningar-stelpa en hún tekur þátt í erlendri keppni eftir mánuð.AðsentDonna segist sjálf hafa orðið fyrir fordómum hér á landi, bæði beint og óbeint. „Beinu eru að vera kölluð allskonar ógeðslegum nöfnum, asíska hóran er í uppáhaldi. En óbeinir fordómar eru til dæmis þegar fólk “hrósar" mér þegar það kemst að því að ég sé alveg Filippeysk þá fæ ég oft athugasemdir eins og: Já er það ertu ekki hálf? Þú ert nefnilega svo falleg hélt að þú værir hálf íslensk. Ég tók þessu í langan tíma sem hrósi en í alvörunni er þetta það ekki því í rauninni ertu að segja að það sé ótrúlegt að ég sé svona falleg án þess að vera eitthvað annað en Filippeysk.“Keppir í fegurðarsamkeppni á FilipseyjumDonna Cruz keppir eftir mánuð í fegurðarsamkeppni sem fer fram á Filipseyjum, Miss Asia Pacific International. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland á síðasta ári og var þar valin vinsælasta stúlkan eða Miss People's Choice Iceland. „Ég ætlaði aldrei að vera fegurðarsamkeppnastelpa en þessi keppni er haldinn á Filipseyjum og ég varð bara spennt út af því. Ég elska landið mitt ég hugsaði bara, af hverju ekki?” Donna er að fara í þessa keppni á eigin forsendum og þarf því að leggja út fyrir öllu sjálf „Ég þarf til dæmis að redda þjóðarbúning og langar að langar vinna með íslenskum hönnuðum fyrir það. Ég hugsaði strax um Ýr Þrastardóttur sem á línuna Another Creation. Ungfrú Ísland sýndi frá hennar línu bæði í fyrra og í ár. Ég ætla ekki að skafa af en ég elska hana. Hún nær einhvernveginn að skapa föt sem gefa frá sér kraftmikla orku en líka mjög kvenleg.“Skemmtileg lífsreynslaHún segir undirbúninginn fyrir keppnina ganga þokkalega þrátt fyrir mikið annríki. „Fólk hugsar oft að ég sé á ströngu mataræði fyrir svona keppni en er í raunini bara að borða minna drasl. Það vita margir að mataræðið mitt er ekki það hollasta en ég er að reyna taka mig hægt og rólega á. Til dæmis með því að panta pizzu bara einu sinnu á viku í stað þrisvar. Mataræðið er lykilatriði en ég vil líka njóta mín. „Ég hugsa að þetta verði bara skemmtileg lífreynsla og langar mér að þakka öllum fyrir stuðninginn sem ég er búin að fá. Fjölskyldan mín bæði hér og úti eru mjög dugleg að deila og læka myndinni minni á Miss Asia Pacific Facebook síðunni og ég er kominn með yfir 1500 læk og meira en hundrað deilingar. Þetta verður bara gaman.”
Hrekkjavaka Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira