Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 15:30 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra,Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, Guðni Bergsson formaður KSÍ og Dagur Eggertsson, borgarstjóri ætla að vinna saman í málefnum Laugardalsvallar. Vísir/Stefán Knattspyrnusamband Íslands og Borgarstjórn vill fá íslenska ríkið að byggingu nýs þjóðarleikvangs í Laugardalnum en þetta var kynnt á blaðamannafundi sambandsins í dag þar sem voru bæði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Málið er komið í þann farveg að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tilkynnti á fundinum að skipaður verður starfshópur sem velur á milli þriggja hugmynda um nýjan völl sem kynntar voru í dag. Ein leiðin er 500 milljóna króna upplyfting á gamla vellinum, önnur er fimm milljarða króna völlur með opnu þaki og að síðustu, mest spennandi kosturinn, fjölnota átta milljarða króna Laugardalsvöllur með opanlegu þaki. Búið að gera viðskiptaáætlun og forhönnum á nýjum velli og þarf nú að taka ákvörðun í málinu eins og kom fram í máli Guðna í dag og í bréfi sem hann sendi aðildarfélögum í dag. Við endurbyggingu nýs vallar þarf að reisa þrjár stúkur en gamla stúkan heldur sér að mestu leyti. Sá kostur sem þykir vænlegastur er að einnig verði opnanlegt þak yfir vellinum, aðllega sökum þeirra leikja sem íslenska karlalandsliðið þarf að spila framvegis í mars og nóvember. Með opnanlegu þaki gefst landsliðum Íslands í handbolta og körfubolta einnig kostur á að spila á velinum, að því fram kemur í bréfi Guðna til félaganna. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er sagður vera annars vegar um fimm milljarðar króna án þaks, en rúmlega átta milljarðar með opnanlegu þaki. Í bréfi formannsins segir að með jöfnu framlagi Reykjavíkurborgar og ríkisins þá losnar borgin undan því að greiða árlega til Laugardalsvallar eins og hún hefur gert í áratugi. Sem fyrr segir vill KSÍ fá ríkisvaldið að byggingu vallarins en ríkið er sagt fá umtalsverðar tekjur tengdar fótboltalegri starfsemi á hverju ár, eða um tvo milljarða. Bent er á að með aðkomu að nýjum velli sé ríkið að styðja við áframhaldandi velgengni landsliðanna og þá er íþróttastarf bæði góð landkynning og það hefur forvarnargildi. "Einnig er áætlað að afleiddar tekjur fyrir þjóðarbúið vegna aukinnar ferðamennsku með tilkomu vallarins geti munið 2,8 milljörðum króna. Þetta eru okkar helstu rök gagnvart því að ríkisvaldið komi að uppbyggingu vallarins," segir Guðni og bætir við: "Framlag KSÍ í framkvæmdinni myndi síðan mótast m.a. af tekjuafgangi sem KSÍ myndi hlotnast vegna reksturs vallarins. Ekki er vitað á þessu stigi hvort UEFA eða FIFA muni styrkja verkefni, en það hefur verið kynnt og óskað hefur verið eftir stuðningi og lofa viðbrögðin góðu," segir í bréfi Guðna Bergssonar.
Knattspyrnusamband Íslands og Borgarstjórn vill fá íslenska ríkið að byggingu nýs þjóðarleikvangs í Laugardalnum en þetta var kynnt á blaðamannafundi sambandsins í dag þar sem voru bæði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Málið er komið í þann farveg að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tilkynnti á fundinum að skipaður verður starfshópur sem velur á milli þriggja hugmynda um nýjan völl sem kynntar voru í dag. Ein leiðin er 500 milljóna króna upplyfting á gamla vellinum, önnur er fimm milljarða króna völlur með opnu þaki og að síðustu, mest spennandi kosturinn, fjölnota átta milljarða króna Laugardalsvöllur með opanlegu þaki. Búið að gera viðskiptaáætlun og forhönnum á nýjum velli og þarf nú að taka ákvörðun í málinu eins og kom fram í máli Guðna í dag og í bréfi sem hann sendi aðildarfélögum í dag. Við endurbyggingu nýs vallar þarf að reisa þrjár stúkur en gamla stúkan heldur sér að mestu leyti. Sá kostur sem þykir vænlegastur er að einnig verði opnanlegt þak yfir vellinum, aðllega sökum þeirra leikja sem íslenska karlalandsliðið þarf að spila framvegis í mars og nóvember. Með opnanlegu þaki gefst landsliðum Íslands í handbolta og körfubolta einnig kostur á að spila á velinum, að því fram kemur í bréfi Guðna til félaganna. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er sagður vera annars vegar um fimm milljarðar króna án þaks, en rúmlega átta milljarðar með opnanlegu þaki. Í bréfi formannsins segir að með jöfnu framlagi Reykjavíkurborgar og ríkisins þá losnar borgin undan því að greiða árlega til Laugardalsvallar eins og hún hefur gert í áratugi. Sem fyrr segir vill KSÍ fá ríkisvaldið að byggingu vallarins en ríkið er sagt fá umtalsverðar tekjur tengdar fótboltalegri starfsemi á hverju ár, eða um tvo milljarða. Bent er á að með aðkomu að nýjum velli sé ríkið að styðja við áframhaldandi velgengni landsliðanna og þá er íþróttastarf bæði góð landkynning og það hefur forvarnargildi. "Einnig er áætlað að afleiddar tekjur fyrir þjóðarbúið vegna aukinnar ferðamennsku með tilkomu vallarins geti munið 2,8 milljörðum króna. Þetta eru okkar helstu rök gagnvart því að ríkisvaldið komi að uppbyggingu vallarins," segir Guðni og bætir við: "Framlag KSÍ í framkvæmdinni myndi síðan mótast m.a. af tekjuafgangi sem KSÍ myndi hlotnast vegna reksturs vallarins. Ekki er vitað á þessu stigi hvort UEFA eða FIFA muni styrkja verkefni, en það hefur verið kynnt og óskað hefur verið eftir stuðningi og lofa viðbrögðin góðu," segir í bréfi Guðna Bergssonar.
Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira