5.000 bílfarmar af brotamálmi Hringrás kynnir 19. október 2017 13:30 Daði Jóhannesson er framkvæmdastjóri Hringrásar. MYNDIR/ANTON BRINK Hringrás er eitt elsta endurvinnslufyrirtæki landsins. Hringrás sérhæfir sig í söfnun málma til endurvinnslu en tekur einnig á móti spilliefnum, notuðum hjólbörðum og raftækjum frá fyrirtækjum og einstaklingum.„Hringrás hefur nú safnað málmum til endurvinnslu í nálægt sextíu ár en hefur í seinni tíð einnig bætt við sig spilliefnum og raftækjum,“ segir Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar. Hann segir gott ástand í efnahagslífi landsmanna blasa við á móttökustöðvum Hringrásar. „Notuðum bifreiðum, sem koma til endurvinnslu, hefur fjölgað um 30 prósent á milli ára og eru notaðir bílar um 20 prósent af því brotajárni sem kemur til Hringrásar. Þá er aukning í endurvinnslu á heimilistækjum og tölvubúnaði einnig mikil,“ segir Daði.Spilliefni, hjólbarðar og rafgeymar eru fjarlægðir úr bílflökum, flökin eru pressuð og flutt í fullkomnar endurvinnslustöðvar í Norður-Evrópu.Hringrás tekur við um 500 notuðum bílum í hverjum mánuði, sem koma frá bílapartasölum, fyrirtækjum og einstaklingum. „Samstarfsaðilar okkar sjá um að fjarlægja endurnýtanlega varahluti og spilliefni úr bílunum, sem síðan eru pressaðir og klipptir í flutningseiningar, og skipað úr landi til frekari endurvinnslu,“ upplýsir Daði.Hjá Hringrás starfa 50 manns, á myndinni er einn þeirra að hluta í sundur raftæki.Umhverfisvæn staðsetning skiptir máli Staðsetning Hringrásar í Klettagörðum hefur oft verið til umræðu og þá sérstaklega vegna eldsvoða sem orðið hafa á svæðinu. Segir Daði erfiðleika í rekstri undanfarinna ára hafa valdið því að ekki hafi verið staðið nægilega vel að forvörnum. „Fyrrverandi eigandi fyrirtækisins varð gjaldþrota snemma á árinu en nýir eigendur Hringrásar leggja mikla áherslu á að eldvarnir séu í forgangi og að magn brennanlegra efna sé viðráðanlegt.“Kælitæki eru tæmd af óson-eyðandi kælimiðlum. Miðlunum er síðan fargað í samræmi við gildandi reglur um slík efni og málmar endurunnir.Eigendur Hringrásar eiga nú í viðræðum við Reykjavíkurborg um framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins. Daði bendir á að þótt starfsemin sé í sjálfu sér ekki mengandi fylgi henni umtalsverðir flutningar. „Hringrás tekur við um 5.000 bílförmum af brotamálmi og spilliefnum frá höfuðborgarsvæðinu á hverju ári. Góð staðsetning dregur þannig verulega úr neikvæðum umhverfisáhrifum og erum við mjög vongóð um að skipulagsyfirvöld taki vel í umleitanir okkar, enda hlýtur að vera keppikefli borgarinnar að hámarka endurvinnslu á úrgangsefnum sem falla til á svæðinu,“ segir Daði og er bjartsýnn á framtíð Hringrásar. „Endurvinnsla er eitt mikilvægasta framlag mannsins til umhverfisverndar, og hefur fyrirtækið á að skipa öflugum hópi starfsmanna sem stöðugt vinna að því að finna leiðir til að hámarka endurnýtingarhlutfall þess hráefnis sem fyrirtækið meðhöndlar.“Greinin er unnin í samvinnu með Hringrás, sem er með aðstöðu í Klettagörðum í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði. Sjá nánar á hringras.is. Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Hringrás er eitt elsta endurvinnslufyrirtæki landsins. Hringrás sérhæfir sig í söfnun málma til endurvinnslu en tekur einnig á móti spilliefnum, notuðum hjólbörðum og raftækjum frá fyrirtækjum og einstaklingum.„Hringrás hefur nú safnað málmum til endurvinnslu í nálægt sextíu ár en hefur í seinni tíð einnig bætt við sig spilliefnum og raftækjum,“ segir Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar. Hann segir gott ástand í efnahagslífi landsmanna blasa við á móttökustöðvum Hringrásar. „Notuðum bifreiðum, sem koma til endurvinnslu, hefur fjölgað um 30 prósent á milli ára og eru notaðir bílar um 20 prósent af því brotajárni sem kemur til Hringrásar. Þá er aukning í endurvinnslu á heimilistækjum og tölvubúnaði einnig mikil,“ segir Daði.Spilliefni, hjólbarðar og rafgeymar eru fjarlægðir úr bílflökum, flökin eru pressuð og flutt í fullkomnar endurvinnslustöðvar í Norður-Evrópu.Hringrás tekur við um 500 notuðum bílum í hverjum mánuði, sem koma frá bílapartasölum, fyrirtækjum og einstaklingum. „Samstarfsaðilar okkar sjá um að fjarlægja endurnýtanlega varahluti og spilliefni úr bílunum, sem síðan eru pressaðir og klipptir í flutningseiningar, og skipað úr landi til frekari endurvinnslu,“ upplýsir Daði.Hjá Hringrás starfa 50 manns, á myndinni er einn þeirra að hluta í sundur raftæki.Umhverfisvæn staðsetning skiptir máli Staðsetning Hringrásar í Klettagörðum hefur oft verið til umræðu og þá sérstaklega vegna eldsvoða sem orðið hafa á svæðinu. Segir Daði erfiðleika í rekstri undanfarinna ára hafa valdið því að ekki hafi verið staðið nægilega vel að forvörnum. „Fyrrverandi eigandi fyrirtækisins varð gjaldþrota snemma á árinu en nýir eigendur Hringrásar leggja mikla áherslu á að eldvarnir séu í forgangi og að magn brennanlegra efna sé viðráðanlegt.“Kælitæki eru tæmd af óson-eyðandi kælimiðlum. Miðlunum er síðan fargað í samræmi við gildandi reglur um slík efni og málmar endurunnir.Eigendur Hringrásar eiga nú í viðræðum við Reykjavíkurborg um framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins. Daði bendir á að þótt starfsemin sé í sjálfu sér ekki mengandi fylgi henni umtalsverðir flutningar. „Hringrás tekur við um 5.000 bílförmum af brotamálmi og spilliefnum frá höfuðborgarsvæðinu á hverju ári. Góð staðsetning dregur þannig verulega úr neikvæðum umhverfisáhrifum og erum við mjög vongóð um að skipulagsyfirvöld taki vel í umleitanir okkar, enda hlýtur að vera keppikefli borgarinnar að hámarka endurvinnslu á úrgangsefnum sem falla til á svæðinu,“ segir Daði og er bjartsýnn á framtíð Hringrásar. „Endurvinnsla er eitt mikilvægasta framlag mannsins til umhverfisverndar, og hefur fyrirtækið á að skipa öflugum hópi starfsmanna sem stöðugt vinna að því að finna leiðir til að hámarka endurnýtingarhlutfall þess hráefnis sem fyrirtækið meðhöndlar.“Greinin er unnin í samvinnu með Hringrás, sem er með aðstöðu í Klettagörðum í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði. Sjá nánar á hringras.is.
Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira