3.000 km fyrir þrjár mínútur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ágúst Birgisson og félagar þurfa að leggja mikið á sig fyrir lítið. vísir/anton „Þetta er úrskurður sem við áttum ekki von á,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, við íþróttadeild um úrskurð handboltadómstólsins í máli rússneska liðsins St. Pétursborgar sem það höfðaði eftir tapið fyrir Hafnafjarðarliðinu í 2. umferð EHF-bikarsins. FH vann einvígið samanlagt eftir framlengingu í seinni leiknum en það átti aldrei að framlengja heldur að fara beint í vítakastkeppni. Nú þurfa FH-ingar að ferðast aftur tæplega 3.000 kílómetra til að framkvæma vítakeppnina og missa mögulega sætið í 3. umferðinni. „Það kom fram degi fyrir leik á tæknifundi með eftirlitsmanni og fulltrúum félaganna að það yrði framlengt. Við meira að segja spurðum til öryggis hvort það væri ein eða tvær framlengingar og hann sagði tvær og svo vítakastkeppni,“ segir Ásgeir.Slæmt mál Þegar leikurinn endaði svo með samanlögðu jafntefli eftir báða leikina var það eina sem var rætt á milli þjálfara og eftirlitsmanns hvort útivallarmörkin væru enn þá í gildi. Aldrei var talað um að fara beint í vítakastskeppni þannig að mistökin liggja alfarið hjá EHF. „Því miður eru svona mál að koma upp þar sem reglur eru að breytast eftir á eða á meðan að leik stendur. Þetta er ekki gott mál fyrir íþróttina eða EHF og þá sem stjórna þar. Þetta er slæmt mál,“ segir Ásgeir.Íhuga að áfrýja Þrír meðlimir handboltadómstólsins með Kýpverja í fararbroddi tóku þessa ákvörðun en þegar íþróttadeild leitaði frekari upplýsinga hjá EHF um þá sem sátu í nefndinni var fátt um svör. „Ég veit hverjir sátu í þessari nefnd og er búinn að fá það uppgefið og niðurstöðu dóms og hvernig menn tóku á þessu máli. Það er eitthvað sem við félögin fáum upplýsingar um en er annars ekki gert opinbert,“ segir Ásgeir sem segir FH-inga nú íhuga hvort þeir áfrýi. „Þetta er rosalegur dómur að kyngja og hvað þá að fara hugsanlega út aftur. Þetta er alvarlegt fyrir okkur, hreyfinguna og íþróttina. Við ætlum að melta þetta aðeins og ræða við menn innan HSÍ og félagsins og taka svo ákvörðun um hvort við áfrýjum.“ FH fer með fullmannaðan hóp til Rússlands komi til þess að liðið þurfi að fara enda borgar EHF brúsann. „Við færum með óbreyttan 20 manna hóp út. Við lögðum mikið í þetta verkefni og fórum út til að vinna og gerum það aftur. Það tekur svona viku að fá vegabréfsáritun, ferðalagið tekur tvo til þrjá daga og svo mun þetta samt bara taka svona þrjár mínútur.“ Handbolti Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
„Þetta er úrskurður sem við áttum ekki von á,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, við íþróttadeild um úrskurð handboltadómstólsins í máli rússneska liðsins St. Pétursborgar sem það höfðaði eftir tapið fyrir Hafnafjarðarliðinu í 2. umferð EHF-bikarsins. FH vann einvígið samanlagt eftir framlengingu í seinni leiknum en það átti aldrei að framlengja heldur að fara beint í vítakastkeppni. Nú þurfa FH-ingar að ferðast aftur tæplega 3.000 kílómetra til að framkvæma vítakeppnina og missa mögulega sætið í 3. umferðinni. „Það kom fram degi fyrir leik á tæknifundi með eftirlitsmanni og fulltrúum félaganna að það yrði framlengt. Við meira að segja spurðum til öryggis hvort það væri ein eða tvær framlengingar og hann sagði tvær og svo vítakastkeppni,“ segir Ásgeir.Slæmt mál Þegar leikurinn endaði svo með samanlögðu jafntefli eftir báða leikina var það eina sem var rætt á milli þjálfara og eftirlitsmanns hvort útivallarmörkin væru enn þá í gildi. Aldrei var talað um að fara beint í vítakastskeppni þannig að mistökin liggja alfarið hjá EHF. „Því miður eru svona mál að koma upp þar sem reglur eru að breytast eftir á eða á meðan að leik stendur. Þetta er ekki gott mál fyrir íþróttina eða EHF og þá sem stjórna þar. Þetta er slæmt mál,“ segir Ásgeir.Íhuga að áfrýja Þrír meðlimir handboltadómstólsins með Kýpverja í fararbroddi tóku þessa ákvörðun en þegar íþróttadeild leitaði frekari upplýsinga hjá EHF um þá sem sátu í nefndinni var fátt um svör. „Ég veit hverjir sátu í þessari nefnd og er búinn að fá það uppgefið og niðurstöðu dóms og hvernig menn tóku á þessu máli. Það er eitthvað sem við félögin fáum upplýsingar um en er annars ekki gert opinbert,“ segir Ásgeir sem segir FH-inga nú íhuga hvort þeir áfrýi. „Þetta er rosalegur dómur að kyngja og hvað þá að fara hugsanlega út aftur. Þetta er alvarlegt fyrir okkur, hreyfinguna og íþróttina. Við ætlum að melta þetta aðeins og ræða við menn innan HSÍ og félagsins og taka svo ákvörðun um hvort við áfrýjum.“ FH fer með fullmannaðan hóp til Rússlands komi til þess að liðið þurfi að fara enda borgar EHF brúsann. „Við færum með óbreyttan 20 manna hóp út. Við lögðum mikið í þetta verkefni og fórum út til að vinna og gerum það aftur. Það tekur svona viku að fá vegabréfsáritun, ferðalagið tekur tvo til þrjá daga og svo mun þetta samt bara taka svona þrjár mínútur.“
Handbolti Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira