Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. október 2017 13:30 Linda Rut Sigríðardóttir hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs. Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 á sunnudag, en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í þessum fyrsta þætti var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. Hér að neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti sem hélt áhorfendum límdum fyrir framan skjáinn. Í brotinu er rætt við Sigríði R. Jónsdóttur móður Lindu og Lindu sjálfa sem segir frá því þegar hún varð sú yngsta sem bjargaðist á lífi eftir snjóflóðið örlagaríka í Súðavík þann 16. janúar árið 1995, þá fimm ára gömul. Snjóflóðið á Súðavík í janúar 1995 var rúmlega 200 metra breytt en það féll klukkan 06:25 á miðja byggðina. Flóðið tók 14 mannslíf, þar á meðal átta börn en 12 var bjargað. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða.17 mánaða systir Lindu var eitt barnanna sem lést í flóðinu en í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá upptöku af henni á aðfangadag, þremur vikum fyrir flóðið. Linda Rut Sigríðardóttir var sú yngsta af þeim tólf sem fundust á lífi eftir snjóflóðið örlagaríka en það var leitarhundurinn Hnota sem fann hana.Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs. Í þættinum á sunnudag náði hún hins vegar að komast skrefinu nær því að finna hann því með hjálp tveggja Breta fannst fæðingarvottorð hans. Upplýsingarnar sem komu fram á því opnuðu nýja möguleika til leitar og þeim tókst að finna tveggja ára gamalt heimilisfang hans í strandbænum Weymouth. Í næsta þætti sem sýndur verður á sunnudag á Stöð 2 fáum við að heyra meira um leit hennar. Linda og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarmaður þáttanna, fóru til Bretlands til að freista þess að finna manninn. Leitin að upprunanum Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 á sunnudag, en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í þessum fyrsta þætti var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. Hér að neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti sem hélt áhorfendum límdum fyrir framan skjáinn. Í brotinu er rætt við Sigríði R. Jónsdóttur móður Lindu og Lindu sjálfa sem segir frá því þegar hún varð sú yngsta sem bjargaðist á lífi eftir snjóflóðið örlagaríka í Súðavík þann 16. janúar árið 1995, þá fimm ára gömul. Snjóflóðið á Súðavík í janúar 1995 var rúmlega 200 metra breytt en það féll klukkan 06:25 á miðja byggðina. Flóðið tók 14 mannslíf, þar á meðal átta börn en 12 var bjargað. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða.17 mánaða systir Lindu var eitt barnanna sem lést í flóðinu en í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá upptöku af henni á aðfangadag, þremur vikum fyrir flóðið. Linda Rut Sigríðardóttir var sú yngsta af þeim tólf sem fundust á lífi eftir snjóflóðið örlagaríka en það var leitarhundurinn Hnota sem fann hana.Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs. Í þættinum á sunnudag náði hún hins vegar að komast skrefinu nær því að finna hann því með hjálp tveggja Breta fannst fæðingarvottorð hans. Upplýsingarnar sem komu fram á því opnuðu nýja möguleika til leitar og þeim tókst að finna tveggja ára gamalt heimilisfang hans í strandbænum Weymouth. Í næsta þætti sem sýndur verður á sunnudag á Stöð 2 fáum við að heyra meira um leit hennar. Linda og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarmaður þáttanna, fóru til Bretlands til að freista þess að finna manninn.
Leitin að upprunanum Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira