Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur tvo vináttulandsleiki í Katar í nóvember. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir HM 2018 í Rússlandi.
Íslendingar mæta Tékkum 8. nóvember og Katörum 14. nóvember. Hvorki Tékkland né Katar verða með á HM í Rússlandi. Katar er þó öruggt með sæti á HM 2022 enda fer mótið fram þar í landi.
Ísland og Tékkland hafa mæst fimm sinnum áður. Íslendingar hafa unnið tvo leiki en Tékkar þrjá. Liðin mættust síðast 12. júní 2015 í undankeppni EM 2016, en þá vann Ísland 2-1 sigur á Laugardalsvelli.
Ísland hefur hins vegar aldrei mætt Katar í landsleik.
Strákarnir leika tvo vináttulandsleiki í Katar í næsta mánuði
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

