Sigurður Ingi Erlingsson hefur verið skipaður í stöðu prófessors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Í tilkynningu frá skólanum segir að Sigurður Ingi hafi stundað grunnrannsóknir í eðlisfræði og kennt eðlisfræði og stærðfræði við tækni- og verkfræðideild HR frá árinu 2008.
„Hann var sviðsstjóri véla- og rafmagnssviðs deildarinnar á tímabilinu 2012-2014. Á árunum 2014-2017 var hann formaður Eðlisfræðifélags Íslands. Áður en Sigurður hóf störf hjá HR, starfaði hann sem nýdoktor við Háskólann í Basel frá 2003 til 2006 og síðar við Háskóla Íslands frá 2006 til 2008.
Rannsóknir Sigurðar hafa m.a. fjallað um rafeindaspuna í hálfleiðurum, sérstaklega áhrif víxlverkunar við kjarnspuna og spuna-brautar víxlverkun. Nýlegar rannsóknir Sigurðar hafa snúist um eiginleika grannfræðilegra einangrara, bæði í tvívíðum kerfum og nanóvírum. Niðurstöður rannsóknanna hafa verið birtar í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum.
Sigurður lauk doktorsprófi í eðlisfræði frá Delft University of Technology árið 2003, meistaragráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1999 og BSc gráðu í eðlisfræði frá sama skóla árið 1997.“
Í tilkynningunni segir ennfremur að Sigurður Ingi haldi opinn framgangsfyrirlestur í HR á morgun, miðvikudaginn 18. október kl. 15:00 í stofu M103. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og ber titilinn: „How I learned to stop worrying and love quantum mechanics.“
Sigurður Ingi nýr prófessor við tækni- og verkfræðideild HR
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Viðskipti innlent

Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur
Viðskipti erlent


Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent

Arctic Adventures kaupir Happy Campers
Viðskipti innlent


Árni Oddur tekur við formennsku
Viðskipti innlent