Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 25-32 | Afturelding enn án sigurs Gabríel Sighvatsson skrifar 16. október 2017 21:30 Mikk Pinnonen og félagar í Aftureldingu þurfa að fara að vinna leiki. vísir/eyþór Af hverju unnu Haukar? Haukar voru miklu betra liðið heilt yfir. Leikurinn var jafn framan af en í lok fyrri hálfleiks fór að fjara undan heimamönnum. Haukar náðu góðu 6-1 kafla og staða í hálfleik 13-11. Haukar mættu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik og voru alltaf með stjórn á leiknum. Sóknarleikurinn small og markvarsla var ágæt.Hvað gekk illa? Varnarleikur Aftureldingar var ekki til útflutnings. Þeir reyndu ýmsar útfærslur og allir þrír markmenn á skýrslu liðsins fengu mínútur en ekkert virtist ganga. Eins og oft áður var það seinni hálfleikurinn sem varð þeim að falli. Þeir höfðu tækifæri til að bæta úr leik sínum í hálfleik en náðu aldrei almennilegum takti. Athygli vakti hvað Haukar voru duglegir að fá tveggja mínútna brottvísanir en þær voru ansi tíðar í leiknum og hugsanlega eitthvað sem Gunnar Magnússon vill bæta úr.Hverjir stóðu upp úr? Daníel Þór Ingason var stórkostlegur fyrir Hafnfirðingana í kvöld en hann skoraði 11 mörk og var langbestur. Björgvin Páll Gústavsson varði yfir 10 bolta og stóð vaktina vel. Þá átti Hákon Daði Styrmisson flottan leik og skoraði einnig 11 mörk og var sóknarleikur Hauka í heild sinni mjög góður.Hvað gerist næst? Haukar fara upp að hlið FH með 10 stig en þeir eiga leik til góða vegna Evrópukeppninnar. Afturelding þarf að bíða aðeins lengur eftir sínum fyrsta sigri. Haukar taka á móti Selfyssingum næst en Afturelding sækir Gróttu heim.Einar Andri: Við vorum bara lélegir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar var ekki ánægður með spilamennskuna í kvöld. „Við vorum bara lélegir. Fengum bara það sem við áttum skilið. Haukar voru mikið betri í leiknum og þetta var bara verðskuldaður sigur hjá þeim,“ sagði Einar Andri. „Við erum mjög góðir í 20 mínútur en svo gefum við eftir að öllu leyti, í sókn, vörn og markvörslu. Allir hlutar leiksins voru ekki nógu góðir.“ Afturelding gaf verulega eftir undir lok fyrri hálfleiks en náði Einar ekki að skerpa á sínum mönnum í hálfleik? „Við vorum virkilega slakir síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik og náðum ekki að koma okkur almennilega inn í leikinn eftir það.“ Afturelding á enn eftir að vinna sigur í deildinni. „Við þurfum bara að spila vel í 60 mínútur til þess að vinna leik og ég þarf að ná því fram. Við höfum ekki ennþá gert það í vetur, það er ekki nóg að spila 50 mínútur vel í síðasta leik og geta ekkert núna, það er augljóst,“ sagði Einar.Gunnar: Fengum tvær mínútur fyrir nánast hvert einasta brot Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður eftir leik. „Ég er ánægður með strákana í kvöld, við vorum bara flottir, fá á sig 25 mörk og vera einum færri í 18 mínútur er bara stórkostlegur árangur og ég er stoltur af strákunum að vinna í gegnum þetta.“ „Við vissum alveg hvernig þeir spila og að þeir myndu gefa okkur erfiðan leik, við vorum skíthræddir um að þeir myndu taka völdin í lokin og að við þyrftum mjög góða frammistöðu í kvöld,“ sagði Gunnar. Leikmenn Hauka fengu ansi mikið af brottvísunum í kvöld og vildi Gunnar meina að sínir menn hafi verið klaufar. „Við vorum alveg hættir að koma við þá og fengum tvær mínútur við nánast hvert einasta brot. Ég held að menn hafi verið orðnir of passívir og ætluðu bara að reyna að halda sér aðeins inni á vellinum og þeir gengu á lagið,“ sagði Gunnar og bætti við. „En að sama skapi, sóknarlega, vorum við góðir og þeir reyndu að brjóta hann upp og við svöruðum því, þannig að ég er virkilega stoltur af þessu.“ „Helmingurinn af þessu eru klaufaleg brot, sem ég er ósáttur við, við vorum of mikið í þei. Hinn helminginn sá ég bara ekki, ég þarf að horfa á þetta aftur, ég missti af öllum þessum brotum og þarf að skoða þetta aftur.“ Haukar eru núna komnir upp að hlið nágranna sinna í FH, í öðru sæti með 10 stig. „Þetta er langhlaup og barátta í hverri umferð, í hverjum einasta leik. Það er lítið búið af Íslandsmótinu og við erum ánægðir með byrjunina. Það er enn þá október og við gerum okkur alveg grein fyrir því.“Daníel: Vorum klaufar í dag Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason skoraði ellefu mörk í kvöld og var maður leiksins. „Ég er ánægður. Þetta var aðeins of mikið af tveim mínútum en við þurfum bara að bæta það,“ sagði Daníel en hann vildi ekki tjá sig frekar um brottvísanirnar. „Við erum á góðri leið með okkar leik og erum virkilega sáttir með það. Við vorum klaufar í dag en annars erum við bara nokkuð ánægðir með þetta,“ sagði Daníel að lokum. Olís-deild karla
Af hverju unnu Haukar? Haukar voru miklu betra liðið heilt yfir. Leikurinn var jafn framan af en í lok fyrri hálfleiks fór að fjara undan heimamönnum. Haukar náðu góðu 6-1 kafla og staða í hálfleik 13-11. Haukar mættu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik og voru alltaf með stjórn á leiknum. Sóknarleikurinn small og markvarsla var ágæt.Hvað gekk illa? Varnarleikur Aftureldingar var ekki til útflutnings. Þeir reyndu ýmsar útfærslur og allir þrír markmenn á skýrslu liðsins fengu mínútur en ekkert virtist ganga. Eins og oft áður var það seinni hálfleikurinn sem varð þeim að falli. Þeir höfðu tækifæri til að bæta úr leik sínum í hálfleik en náðu aldrei almennilegum takti. Athygli vakti hvað Haukar voru duglegir að fá tveggja mínútna brottvísanir en þær voru ansi tíðar í leiknum og hugsanlega eitthvað sem Gunnar Magnússon vill bæta úr.Hverjir stóðu upp úr? Daníel Þór Ingason var stórkostlegur fyrir Hafnfirðingana í kvöld en hann skoraði 11 mörk og var langbestur. Björgvin Páll Gústavsson varði yfir 10 bolta og stóð vaktina vel. Þá átti Hákon Daði Styrmisson flottan leik og skoraði einnig 11 mörk og var sóknarleikur Hauka í heild sinni mjög góður.Hvað gerist næst? Haukar fara upp að hlið FH með 10 stig en þeir eiga leik til góða vegna Evrópukeppninnar. Afturelding þarf að bíða aðeins lengur eftir sínum fyrsta sigri. Haukar taka á móti Selfyssingum næst en Afturelding sækir Gróttu heim.Einar Andri: Við vorum bara lélegir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar var ekki ánægður með spilamennskuna í kvöld. „Við vorum bara lélegir. Fengum bara það sem við áttum skilið. Haukar voru mikið betri í leiknum og þetta var bara verðskuldaður sigur hjá þeim,“ sagði Einar Andri. „Við erum mjög góðir í 20 mínútur en svo gefum við eftir að öllu leyti, í sókn, vörn og markvörslu. Allir hlutar leiksins voru ekki nógu góðir.“ Afturelding gaf verulega eftir undir lok fyrri hálfleiks en náði Einar ekki að skerpa á sínum mönnum í hálfleik? „Við vorum virkilega slakir síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik og náðum ekki að koma okkur almennilega inn í leikinn eftir það.“ Afturelding á enn eftir að vinna sigur í deildinni. „Við þurfum bara að spila vel í 60 mínútur til þess að vinna leik og ég þarf að ná því fram. Við höfum ekki ennþá gert það í vetur, það er ekki nóg að spila 50 mínútur vel í síðasta leik og geta ekkert núna, það er augljóst,“ sagði Einar.Gunnar: Fengum tvær mínútur fyrir nánast hvert einasta brot Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður eftir leik. „Ég er ánægður með strákana í kvöld, við vorum bara flottir, fá á sig 25 mörk og vera einum færri í 18 mínútur er bara stórkostlegur árangur og ég er stoltur af strákunum að vinna í gegnum þetta.“ „Við vissum alveg hvernig þeir spila og að þeir myndu gefa okkur erfiðan leik, við vorum skíthræddir um að þeir myndu taka völdin í lokin og að við þyrftum mjög góða frammistöðu í kvöld,“ sagði Gunnar. Leikmenn Hauka fengu ansi mikið af brottvísunum í kvöld og vildi Gunnar meina að sínir menn hafi verið klaufar. „Við vorum alveg hættir að koma við þá og fengum tvær mínútur við nánast hvert einasta brot. Ég held að menn hafi verið orðnir of passívir og ætluðu bara að reyna að halda sér aðeins inni á vellinum og þeir gengu á lagið,“ sagði Gunnar og bætti við. „En að sama skapi, sóknarlega, vorum við góðir og þeir reyndu að brjóta hann upp og við svöruðum því, þannig að ég er virkilega stoltur af þessu.“ „Helmingurinn af þessu eru klaufaleg brot, sem ég er ósáttur við, við vorum of mikið í þei. Hinn helminginn sá ég bara ekki, ég þarf að horfa á þetta aftur, ég missti af öllum þessum brotum og þarf að skoða þetta aftur.“ Haukar eru núna komnir upp að hlið nágranna sinna í FH, í öðru sæti með 10 stig. „Þetta er langhlaup og barátta í hverri umferð, í hverjum einasta leik. Það er lítið búið af Íslandsmótinu og við erum ánægðir með byrjunina. Það er enn þá október og við gerum okkur alveg grein fyrir því.“Daníel: Vorum klaufar í dag Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason skoraði ellefu mörk í kvöld og var maður leiksins. „Ég er ánægður. Þetta var aðeins of mikið af tveim mínútum en við þurfum bara að bæta það,“ sagði Daníel en hann vildi ekki tjá sig frekar um brottvísanirnar. „Við erum á góðri leið með okkar leik og erum virkilega sáttir með það. Við vorum klaufar í dag en annars erum við bara nokkuð ánægðir með þetta,“ sagði Daníel að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti