Syndaferðir með fagmönnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. október 2017 07:00 Það er stór misskilningur að druslugangan eða „The walk of shame“ sé versta ferðalagið eftir kvöld þegar mennirnir voru hittir. Þetta benda konur þessa lands árlega á með sjálfri Druslugöngunni enda kemur engum við hvað þú varst að gera í gærkvöldi og með hverjum. Syndaferðin, daginn eftir, er ekki að koma sér heim eftir slíkt kvöld heldur að ná í blessaðan bílinn. Hann hefur staðið einhvers staðar víðs fjarri heimili manns, aleinn og yfirgefinn, og skilur ekkert hvers vegna hann fékk ekki að gista heima um nóttina. Oftar en ekki er sjálfrennireiðin það langt í burtu að maður nennir ekki að rölta að honum og helst vill maður ekki hringja í einhvern og fá skutl að honum; félaga eða foreldra. Það þurfa ekkert allir að vita um fundinn með mönnunum. Þegar staðan er svona á sunnudagsmorgni rífur maður oft upp símtólið og hringir á atvinnumenn í akstri, svokallaða leigubílstjóra. Það er náttúrlega toppurinn á skömminni að vera svo illa skipulagður að veislan heldur áfram að kosta eftir að þú vaknar næsta dag. Ég hef samt alveg lúmskt gaman að þessum ferðum því á þessum tíma er gamli skólinn á vaktinni; heldri menn og reynsluboltar í faginu sem klæða sig upp á áður en þeir fara að skutla syndaselum þvers og kruss um borgina í misjöfnu ástandi eftir nóttina. Þetta eru menn sem bjóða góðan daginn með virktum og lesa strax hvort þú sért í stuði fyrir samtal eða ekki. Þeir nota ekki GPS-tæki enda gætu þeir ekið um gjörvallt höfuðborgarsvæðið blindandi. Syndaferðin er aldrei góð en hún er strax betri með svona fagmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun
Það er stór misskilningur að druslugangan eða „The walk of shame“ sé versta ferðalagið eftir kvöld þegar mennirnir voru hittir. Þetta benda konur þessa lands árlega á með sjálfri Druslugöngunni enda kemur engum við hvað þú varst að gera í gærkvöldi og með hverjum. Syndaferðin, daginn eftir, er ekki að koma sér heim eftir slíkt kvöld heldur að ná í blessaðan bílinn. Hann hefur staðið einhvers staðar víðs fjarri heimili manns, aleinn og yfirgefinn, og skilur ekkert hvers vegna hann fékk ekki að gista heima um nóttina. Oftar en ekki er sjálfrennireiðin það langt í burtu að maður nennir ekki að rölta að honum og helst vill maður ekki hringja í einhvern og fá skutl að honum; félaga eða foreldra. Það þurfa ekkert allir að vita um fundinn með mönnunum. Þegar staðan er svona á sunnudagsmorgni rífur maður oft upp símtólið og hringir á atvinnumenn í akstri, svokallaða leigubílstjóra. Það er náttúrlega toppurinn á skömminni að vera svo illa skipulagður að veislan heldur áfram að kosta eftir að þú vaknar næsta dag. Ég hef samt alveg lúmskt gaman að þessum ferðum því á þessum tíma er gamli skólinn á vaktinni; heldri menn og reynsluboltar í faginu sem klæða sig upp á áður en þeir fara að skutla syndaselum þvers og kruss um borgina í misjöfnu ástandi eftir nóttina. Þetta eru menn sem bjóða góðan daginn með virktum og lesa strax hvort þú sért í stuði fyrir samtal eða ekki. Þeir nota ekki GPS-tæki enda gætu þeir ekið um gjörvallt höfuðborgarsvæðið blindandi. Syndaferðin er aldrei góð en hún er strax betri með svona fagmönnum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun