Þurfti að búa til heim til að gefa söguhetjunum frelsi Magnús Guðmundsson skrifar 14. október 2017 11:00 Hlynur kátur með New Talent Grand Prix verðlaunin á kvikmyndahátíðinni CPH:PIX. Við erum ótrúlega kát með móttökurnar og þegar mynd er svona óhefðbundin þá er þetta enn þá meira spennandi,“ segir Hlynur Pálmason, leikstjóri kvikmyndarinnar Vetrarbræður sem er komin í sýningar hér á landi. Vetrarbræður var heimsfrumsýnd í ágúst í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno og vann þar fern verðlaun, en á sama tíma hlaut hún einnig ein verðlaun á New Horizons hátíðinni í Wroclaw, Póllandi, og nýverið hlaut Hlynur New Talent Grand Prix verðlaunin á kvikmyndahátíðinni CPH:PIX. Hlynur er þó hinn rólegasti yfir allri þessari upphefð og bætir við að það gleðji hann hversu mikill áhugi sé fyrir mynd eins og þessari. „Þetta er mjög góð tilfinning. Viðtökurnar heima hafa líka verið frábærar og þar er markaðurinn lítill en þegar maður ber saman smæð samfélagsins og kraftinn í íslenskri kvikmyndagerð þá er alveg magnað að sjá hversu uppgangurinn er mikill. Þetta er ótrúlega gott.“Atriði út Vetrarbræðrum, fyrstu kvikmynd Hlyns Pálmasonar í í fullri lengd.Fann sína rödd Hlynur er alinn upp á Hornafirði en þaðan lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hann býr nú ásamt unnustu sinni og æskuástinni Hildi Ýri Ómarsdóttur og börnunum þeirra þremur. En er rétt að hann hafi fyrst farið til Kaupmannahafnar til þess að nema myndlist? „Þetta byrjaði eiginlega allt samhliða. Byrjaði með því að ég var nánast heltekinn af myndforminu og hljóði, að setja saman myndir bæði í vídeóformi og myndverkum, ljósmyndum og myndlist. Ég fór og lærði myrkraherbergjaljósmyndun, gömlu tæknina, í Danmörku og þá fann ég á mér að kvikmyndagerðin var sá miðill sem blandar flestum miðlum saman og að ég hefði eitthvað að segja þar. Það var mikið af svona main-stream eða einsleitri kvikmyndagerð í gangi og mig langaði til þess að vera hinum megin og fór því að læra leikstjórn í Kaupmannahöfn. Mér fannst svo spennandi þessi samvinna sem kvikmyndagerðin býður upp á þar sem maður er að vinna með tökumanni, klippara og svo framvegis. Það er svo gefandi að vinna með skapandi fólki.“ Hlynur segir að það hafi alltaf verið í huga hans í náminu að hann ætlaði sér að fara sínar eigin leiðir í kvikmyndagerðinni og ekki sogast inn í meginstrauminn. „Þegar maður er í svona námi þá þarf maður á einhverjum tímapunkti að byrja að brjóta af sér skólann. Ég fór í þetta nám fyrst og fremst út frá samvinnuelementinu með klippara, tökumanni, hljóðmanni og framleiðanda, það var mitt meginmarkmið. Ég notaði þessi fjögur ár til að finna fólk til þess að vinna með og til þess að finna mína eigin rödd. Þannig að ég gerði margar tilraunir og reyndi að vera eins trúr sjálfum mér og ég gat því ég held að maður þurfi að geta brotið af sér skólann ef maður ætlar að gera eitthvað af viti.“Best sem upplifun Vetrarbræður er fyrsta mynd Hlyns í fullri lengd en útskriftarverkefni hans En Maler / Málarinn frá 2013 og stuttmyndin Sjö bátar hlutu einnig mikið lof en báðar eru þær sérstaklega myndrænar og fallegar. Að horfa á þessar myndir vekur með áhorfandanum tilfinningu eins og horft sé á lifandi málverk og Hlynur segir að það sé mikilvægt að leyfa myndunum að lifa og gefa sér góðan tíma. „Mér finnst lífið vera krefjandi og verk sem hafa áhrif á mig eru það líka. Ég er alls ekki að segja að þau eigi að vera leiðinleg en ég vil að kvikmyndir hafi áhrif á mig og hreyfi við mér. Mér finnst kvikmyndaformið lifa best sem upplifun en ekki bara saga. Mér finnst mikilvægt að kvikmyndaformið sé þessi bíósalur í svartamyrkri, hljóðið allt í kring og svo þetta risastóra tjald. Maður þarf að nota þennan miðil og skapa í honum ákveðna upplifun í stað þess að búa eitthvað til sem gæti alveg eins verið sagt í bókarformi. Þess vegna er það mér líka mikilvægt að fólk sjái myndirnar mínar í bíói þar sem þær eiga heima. Sjö bátar er gott dæmi um þetta því hún gerði sig afskaplega vel í bíói en var eiginlega allt önnur upplifun í tölvu eða síma, þá var ekki lengur þessi líkamlega og andlega upplifun sem næst aðeins í bíósal.“Hlynur Pálmason leikstjóri, Maria von Hausswolff tökukona og Anton Máni Svansson framleiðandi.Allt er jafn mikilvægt Vetrarbræður segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður. Hlynur segir að fyrir honum eigi sagan rætur sínar í þessari vöntun á ást. „Það er hjartað í myndinni. En ég vissi líka að ég þyrfti að búa til einhvers konar heim utan um þetta ef ég ætlaði vera frjáls í þeirri könnun. Frjáls til þess að leyfa söguhetjunum að gera ákveðna hluti sem ganga kannski alveg í þessum hefðbundna veruleika sem við þekkjum frá degi til dags. Til þess að skapa ákveðinn fókus þurfti ég að taka burt og einfalda. Hlynur segir að sem kvikmyndagerðarmaður leitist hann líka við að allt sem skapar myndina sé jafn mikilvægt. „Fyrir mér er allt í ferlinu jafn mikilvægt og ég hef það í huga þegar ég byrja að skrifa og þróa verkin mín. Samræðurnar eru jafn mikilvægar og tilfinningin, hljóðið jafn mikilvægt og myndformið og hreyfingin jafn mikilvæg og persónurnar og þannig mætti áfram telja.“Á heimleið Þessa dagana er Hlynur á ferð og flugi á milli kvikmyndahátíða að kynna myndina og taka við verðlaunum. Hann segir að þetta sé óneitanlega sérstök tilfinning þar sem þetta er eitthvað sem hann hefur unnið að síðan hann var þrettán ára gamall. „En núna þegar ég fór í þetta lengra format með mynd í fullri lengd þá breytist ansi margt og auðvitað er ég alsæll með viðtökurnar. En þessi velgengni snýst um það að hún gefur okkur tækifæri til þess að vinna næsta verk og það er stóra málið. Það er það ferli sem ég er upptekinn af þessa dagana.“ Hlynur segir að þetta næsta verkefni sé íslensk framleiðsla og íslensk kvikmynd sem verði skotin hér á landi. „Myndin heitir Hvítur, hvítur dagur og við stefnum að því að aðaltökurnar verði í lok sumars á næsta ári. Kvikmyndin er framleidd af vini mínum Antoni Mána Svanssyni sem meðframleiddi mín tvö síðustu verkefni. Við fjölskyldan erum líka að fara að flytja heim til Hornafjarðar þar sem næsta mynd verður tekin þar. Við Hildur erum bæði sveitalarfar inn við beinið og eftir mörg ár í borginni hlökkum við til að taka kafla í sveitinni, setja niður kartöflur og leyfa börnunum okkar að upplifa íslenska sveitalífið. Málið er að sveitarfélagið og Hornfirðingar almennt hafa stutt vel við bakið á mér í mínum verkefnum og reynst mér vel þannig að það er mjög ánægjulegt að vera á leiðinni heim á Hornafjörð til þess að gera kvikmynd á heimslóð. Við erum búin að vera úti í tíu ár og hlökkum mikið til að koma heim.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. október. Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við erum ótrúlega kát með móttökurnar og þegar mynd er svona óhefðbundin þá er þetta enn þá meira spennandi,“ segir Hlynur Pálmason, leikstjóri kvikmyndarinnar Vetrarbræður sem er komin í sýningar hér á landi. Vetrarbræður var heimsfrumsýnd í ágúst í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno og vann þar fern verðlaun, en á sama tíma hlaut hún einnig ein verðlaun á New Horizons hátíðinni í Wroclaw, Póllandi, og nýverið hlaut Hlynur New Talent Grand Prix verðlaunin á kvikmyndahátíðinni CPH:PIX. Hlynur er þó hinn rólegasti yfir allri þessari upphefð og bætir við að það gleðji hann hversu mikill áhugi sé fyrir mynd eins og þessari. „Þetta er mjög góð tilfinning. Viðtökurnar heima hafa líka verið frábærar og þar er markaðurinn lítill en þegar maður ber saman smæð samfélagsins og kraftinn í íslenskri kvikmyndagerð þá er alveg magnað að sjá hversu uppgangurinn er mikill. Þetta er ótrúlega gott.“Atriði út Vetrarbræðrum, fyrstu kvikmynd Hlyns Pálmasonar í í fullri lengd.Fann sína rödd Hlynur er alinn upp á Hornafirði en þaðan lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hann býr nú ásamt unnustu sinni og æskuástinni Hildi Ýri Ómarsdóttur og börnunum þeirra þremur. En er rétt að hann hafi fyrst farið til Kaupmannahafnar til þess að nema myndlist? „Þetta byrjaði eiginlega allt samhliða. Byrjaði með því að ég var nánast heltekinn af myndforminu og hljóði, að setja saman myndir bæði í vídeóformi og myndverkum, ljósmyndum og myndlist. Ég fór og lærði myrkraherbergjaljósmyndun, gömlu tæknina, í Danmörku og þá fann ég á mér að kvikmyndagerðin var sá miðill sem blandar flestum miðlum saman og að ég hefði eitthvað að segja þar. Það var mikið af svona main-stream eða einsleitri kvikmyndagerð í gangi og mig langaði til þess að vera hinum megin og fór því að læra leikstjórn í Kaupmannahöfn. Mér fannst svo spennandi þessi samvinna sem kvikmyndagerðin býður upp á þar sem maður er að vinna með tökumanni, klippara og svo framvegis. Það er svo gefandi að vinna með skapandi fólki.“ Hlynur segir að það hafi alltaf verið í huga hans í náminu að hann ætlaði sér að fara sínar eigin leiðir í kvikmyndagerðinni og ekki sogast inn í meginstrauminn. „Þegar maður er í svona námi þá þarf maður á einhverjum tímapunkti að byrja að brjóta af sér skólann. Ég fór í þetta nám fyrst og fremst út frá samvinnuelementinu með klippara, tökumanni, hljóðmanni og framleiðanda, það var mitt meginmarkmið. Ég notaði þessi fjögur ár til að finna fólk til þess að vinna með og til þess að finna mína eigin rödd. Þannig að ég gerði margar tilraunir og reyndi að vera eins trúr sjálfum mér og ég gat því ég held að maður þurfi að geta brotið af sér skólann ef maður ætlar að gera eitthvað af viti.“Best sem upplifun Vetrarbræður er fyrsta mynd Hlyns í fullri lengd en útskriftarverkefni hans En Maler / Málarinn frá 2013 og stuttmyndin Sjö bátar hlutu einnig mikið lof en báðar eru þær sérstaklega myndrænar og fallegar. Að horfa á þessar myndir vekur með áhorfandanum tilfinningu eins og horft sé á lifandi málverk og Hlynur segir að það sé mikilvægt að leyfa myndunum að lifa og gefa sér góðan tíma. „Mér finnst lífið vera krefjandi og verk sem hafa áhrif á mig eru það líka. Ég er alls ekki að segja að þau eigi að vera leiðinleg en ég vil að kvikmyndir hafi áhrif á mig og hreyfi við mér. Mér finnst kvikmyndaformið lifa best sem upplifun en ekki bara saga. Mér finnst mikilvægt að kvikmyndaformið sé þessi bíósalur í svartamyrkri, hljóðið allt í kring og svo þetta risastóra tjald. Maður þarf að nota þennan miðil og skapa í honum ákveðna upplifun í stað þess að búa eitthvað til sem gæti alveg eins verið sagt í bókarformi. Þess vegna er það mér líka mikilvægt að fólk sjái myndirnar mínar í bíói þar sem þær eiga heima. Sjö bátar er gott dæmi um þetta því hún gerði sig afskaplega vel í bíói en var eiginlega allt önnur upplifun í tölvu eða síma, þá var ekki lengur þessi líkamlega og andlega upplifun sem næst aðeins í bíósal.“Hlynur Pálmason leikstjóri, Maria von Hausswolff tökukona og Anton Máni Svansson framleiðandi.Allt er jafn mikilvægt Vetrarbræður segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður. Hlynur segir að fyrir honum eigi sagan rætur sínar í þessari vöntun á ást. „Það er hjartað í myndinni. En ég vissi líka að ég þyrfti að búa til einhvers konar heim utan um þetta ef ég ætlaði vera frjáls í þeirri könnun. Frjáls til þess að leyfa söguhetjunum að gera ákveðna hluti sem ganga kannski alveg í þessum hefðbundna veruleika sem við þekkjum frá degi til dags. Til þess að skapa ákveðinn fókus þurfti ég að taka burt og einfalda. Hlynur segir að sem kvikmyndagerðarmaður leitist hann líka við að allt sem skapar myndina sé jafn mikilvægt. „Fyrir mér er allt í ferlinu jafn mikilvægt og ég hef það í huga þegar ég byrja að skrifa og þróa verkin mín. Samræðurnar eru jafn mikilvægar og tilfinningin, hljóðið jafn mikilvægt og myndformið og hreyfingin jafn mikilvæg og persónurnar og þannig mætti áfram telja.“Á heimleið Þessa dagana er Hlynur á ferð og flugi á milli kvikmyndahátíða að kynna myndina og taka við verðlaunum. Hann segir að þetta sé óneitanlega sérstök tilfinning þar sem þetta er eitthvað sem hann hefur unnið að síðan hann var þrettán ára gamall. „En núna þegar ég fór í þetta lengra format með mynd í fullri lengd þá breytist ansi margt og auðvitað er ég alsæll með viðtökurnar. En þessi velgengni snýst um það að hún gefur okkur tækifæri til þess að vinna næsta verk og það er stóra málið. Það er það ferli sem ég er upptekinn af þessa dagana.“ Hlynur segir að þetta næsta verkefni sé íslensk framleiðsla og íslensk kvikmynd sem verði skotin hér á landi. „Myndin heitir Hvítur, hvítur dagur og við stefnum að því að aðaltökurnar verði í lok sumars á næsta ári. Kvikmyndin er framleidd af vini mínum Antoni Mána Svanssyni sem meðframleiddi mín tvö síðustu verkefni. Við fjölskyldan erum líka að fara að flytja heim til Hornafjarðar þar sem næsta mynd verður tekin þar. Við Hildur erum bæði sveitalarfar inn við beinið og eftir mörg ár í borginni hlökkum við til að taka kafla í sveitinni, setja niður kartöflur og leyfa börnunum okkar að upplifa íslenska sveitalífið. Málið er að sveitarfélagið og Hornfirðingar almennt hafa stutt vel við bakið á mér í mínum verkefnum og reynst mér vel þannig að það er mjög ánægjulegt að vera á leiðinni heim á Hornafjörð til þess að gera kvikmynd á heimslóð. Við erum búin að vera úti í tíu ár og hlökkum mikið til að koma heim.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. október.
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira