Einar Andri um kynslóðarskiptin í handboltalandsliðinu: Efniviðurinn er til staðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 20:00 Fjórir nýliðar voru valdir í tuttugu manna A-landsliðshóp karla í handbolta sem mætir Svíum í tveimur vináttulandsleikjum á móti Svíum hér heima í lok október. Það eru þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson úr FH, Egill Magnússon úr Stjörnunni og Elvar Örn Jónsson frá Selfossi. Guðjón Guðmundsson ræddi við Einar Andra Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um þessi kynslóðarskipti í íslenska karlalandsliðinu í handbolta. „Hópurinn sýnir það að þessi kynslóðarskipti, sem eru búin að vera í umræðunni í nokkur ár, eru að fara í gegn. Við erum komnir með tíu stráka sem eru fæddir 1995 og seinna. Það er því orðið hátt hlutfall af hópnum sem eru strákar sem tilheyra yngri kynslóðinni,“ sagði Einar Andri Einarsson. Leikirnir við Svía er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu í byrjun janúar. „Ég held að einhver hluti af þeim muni koma til með að taka þátt í Evrópumótinu. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir koma út í þessum landsleikjum við Svía. Þeir fá tækifæri til að sýna hverjir eiga heima þar. Ég bind vonir við að við fáum að sjá einhverja af þeim. Það væri spennandi en jafnframt erfitt,“ sagði Einar Andri. „Þetta er rosalegt stökk og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þegar leikmenn eru að koma inn í þetta þá tekur það tíma. Menn þurfa tíma til að fóta sig og þurfa að fá að gera mistök. Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta gæti tekið einhvern tíma fyrir okkur,“ sagði Einar Andri. „Efniviðurinn er til staðar og ef að þessir strákar fá að sýna sig og sanna þá munum við með tímanum aftur komast á þann stað sem við viljum,“ sagði Einar Andri en það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Fjórir nýliðar voru valdir í tuttugu manna A-landsliðshóp karla í handbolta sem mætir Svíum í tveimur vináttulandsleikjum á móti Svíum hér heima í lok október. Það eru þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson úr FH, Egill Magnússon úr Stjörnunni og Elvar Örn Jónsson frá Selfossi. Guðjón Guðmundsson ræddi við Einar Andra Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um þessi kynslóðarskipti í íslenska karlalandsliðinu í handbolta. „Hópurinn sýnir það að þessi kynslóðarskipti, sem eru búin að vera í umræðunni í nokkur ár, eru að fara í gegn. Við erum komnir með tíu stráka sem eru fæddir 1995 og seinna. Það er því orðið hátt hlutfall af hópnum sem eru strákar sem tilheyra yngri kynslóðinni,“ sagði Einar Andri Einarsson. Leikirnir við Svía er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu í byrjun janúar. „Ég held að einhver hluti af þeim muni koma til með að taka þátt í Evrópumótinu. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir koma út í þessum landsleikjum við Svía. Þeir fá tækifæri til að sýna hverjir eiga heima þar. Ég bind vonir við að við fáum að sjá einhverja af þeim. Það væri spennandi en jafnframt erfitt,“ sagði Einar Andri. „Þetta er rosalegt stökk og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þegar leikmenn eru að koma inn í þetta þá tekur það tíma. Menn þurfa tíma til að fóta sig og þurfa að fá að gera mistök. Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta gæti tekið einhvern tíma fyrir okkur,“ sagði Einar Andri. „Efniviðurinn er til staðar og ef að þessir strákar fá að sýna sig og sanna þá munum við með tímanum aftur komast á þann stað sem við viljum,“ sagði Einar Andri en það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira