Fallegt að spila á Anfield Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2017 06:00 Klopp og Mourinho eiga klárlega eftir að láta vel í sér heyra á hliðarlínunni í dag. Hér er þó allt í góðu á milli þeirra. Vísir/EPA Helgin í enska boltanum gæti ekki byrjað betur því klukkan 11.30 mun Liverpool taka á móti Man. Utd. Uppáhaldsleikur margra og viðureignir þessara liða standa oftast undir væntingum. Ef Liverpool ætlar sér að hanga í toppliðunum þá verður liðið að vinna leikinn. Það er sjö stiga munur á liðunum fyrir leikinn og ef Man. Utd vinnur þá verða Rauðu djöflarnir komnir með tíu stiga forskot á lið Jürgens Klopp.Viljum mikil læti „Það er alltaf fyndið þegar fólk talar um mikla og erfiða stemningu á vellinum. Eins og við viljum ekki spila í frábærri stemningu,“ sagði glottandi stjóri Man. Utd, Jose Mourinho, en lið hans hefur ekki enn tapað leik í vetur. „Fólk lætur eins og þetta eigi að vera eitthvert rosalegt vandamál fyrir okkur. Þetta er það sem við viljum. Ef við gætum farið í svona stemningu allar helgar þá myndum við þiggja það. Haldið þið að leikmenn Barcelona hafi verið ánægðir að spila fyrir framan tóma stúku gegn Las Palmas?“ Það eru þessir leikir sem Mourinho elskar og hann getur ekki beðið eftir því að mæta á Anfield með sína menn. „Það er ánægjulegt að koma á Anfield. Ég hef aldrei heyrt í leikmann kvarta yfir því að stemningin hafi verið of góð. Við erum að fara að mæta góðu liði með mikla sögu, á frábærum leikvangi þar sem hefðin er sterk. Við vitum að stuðningsmennirnir hata okkur en við viljum spila svona leiki. Það er fallegt að spila á Anfield og við erum þakklátir fyrir að fá tækifæri til þess.“Sadio Mane og Coutinho.Vísir/GettyMane og Pogba fjarverandi Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, mun fagna tveimur árum í starfi um helgina en hann verður án Sadio Mane á þessum tímamótum rétt eins og Man. Utd er án Paul Pogba og fleiri leikmanna. Philippe Coutinho og Roberto Firmino verða væntanlega báðir með Liverpool þó að þeir hafi verið að koma úr löngu ferðalagi frá Brasilíu. „Við getum alveg spilað fótbolta án Sadio og við höfum þurft að gera meira af því en við vildum síðustu misseri. Hann er gæðaleikmaður sem var óheppinn að meiðast. Auðvitað vildum við hafa hann með okkur en við verðum að komast yfir það,“ sagði Klopp. Það hefur ekki gengið vel hjá Liverpool gegn Man. Utd í deildinni síðustu árin og Liverpool hefur ekki unnið United í síðustu sex leikjum liðanna. Síðasti sigurinn á United í deildinni kom í mars árið 2014. United kann ágætlega við sig á Anfield þar sem liðið hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum liðanna. Liverpool hefur þess utan ekki tekist að skora í síðustu tveim heimaleikjum gegn United.Vísir/Getty Opnaði ekki kampavín „Okkar hlutverk er að berjast grimmilega fyrir hverju einasta stigi í þessari deild. Við erum að gera það. Ég er ekkert yfir mig ánægður með stöðu liðsins í dag og fór ekki beint í að opna kampavín eftir að hafa náð tveimur árum í starfi. Það er af því að við erum bara á miðri leið á toppinn. Það er enn mikil vinna eftir hjá okkur en ég trúi því að við getum komist mun lengra. Við munum ná árangri,“ sagði Klopp sem fékk líka stuðning frá goðsögninni Kenny Dalglish sem segir að Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool. Hann þurfi aftur á móti að fá sömu þolinmæði og Sir Alex Ferguson fékk hjá Man. Utd á sínum tíma. Enski boltinn Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Helgin í enska boltanum gæti ekki byrjað betur því klukkan 11.30 mun Liverpool taka á móti Man. Utd. Uppáhaldsleikur margra og viðureignir þessara liða standa oftast undir væntingum. Ef Liverpool ætlar sér að hanga í toppliðunum þá verður liðið að vinna leikinn. Það er sjö stiga munur á liðunum fyrir leikinn og ef Man. Utd vinnur þá verða Rauðu djöflarnir komnir með tíu stiga forskot á lið Jürgens Klopp.Viljum mikil læti „Það er alltaf fyndið þegar fólk talar um mikla og erfiða stemningu á vellinum. Eins og við viljum ekki spila í frábærri stemningu,“ sagði glottandi stjóri Man. Utd, Jose Mourinho, en lið hans hefur ekki enn tapað leik í vetur. „Fólk lætur eins og þetta eigi að vera eitthvert rosalegt vandamál fyrir okkur. Þetta er það sem við viljum. Ef við gætum farið í svona stemningu allar helgar þá myndum við þiggja það. Haldið þið að leikmenn Barcelona hafi verið ánægðir að spila fyrir framan tóma stúku gegn Las Palmas?“ Það eru þessir leikir sem Mourinho elskar og hann getur ekki beðið eftir því að mæta á Anfield með sína menn. „Það er ánægjulegt að koma á Anfield. Ég hef aldrei heyrt í leikmann kvarta yfir því að stemningin hafi verið of góð. Við erum að fara að mæta góðu liði með mikla sögu, á frábærum leikvangi þar sem hefðin er sterk. Við vitum að stuðningsmennirnir hata okkur en við viljum spila svona leiki. Það er fallegt að spila á Anfield og við erum þakklátir fyrir að fá tækifæri til þess.“Sadio Mane og Coutinho.Vísir/GettyMane og Pogba fjarverandi Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, mun fagna tveimur árum í starfi um helgina en hann verður án Sadio Mane á þessum tímamótum rétt eins og Man. Utd er án Paul Pogba og fleiri leikmanna. Philippe Coutinho og Roberto Firmino verða væntanlega báðir með Liverpool þó að þeir hafi verið að koma úr löngu ferðalagi frá Brasilíu. „Við getum alveg spilað fótbolta án Sadio og við höfum þurft að gera meira af því en við vildum síðustu misseri. Hann er gæðaleikmaður sem var óheppinn að meiðast. Auðvitað vildum við hafa hann með okkur en við verðum að komast yfir það,“ sagði Klopp. Það hefur ekki gengið vel hjá Liverpool gegn Man. Utd í deildinni síðustu árin og Liverpool hefur ekki unnið United í síðustu sex leikjum liðanna. Síðasti sigurinn á United í deildinni kom í mars árið 2014. United kann ágætlega við sig á Anfield þar sem liðið hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum liðanna. Liverpool hefur þess utan ekki tekist að skora í síðustu tveim heimaleikjum gegn United.Vísir/Getty Opnaði ekki kampavín „Okkar hlutverk er að berjast grimmilega fyrir hverju einasta stigi í þessari deild. Við erum að gera það. Ég er ekkert yfir mig ánægður með stöðu liðsins í dag og fór ekki beint í að opna kampavín eftir að hafa náð tveimur árum í starfi. Það er af því að við erum bara á miðri leið á toppinn. Það er enn mikil vinna eftir hjá okkur en ég trúi því að við getum komist mun lengra. Við munum ná árangri,“ sagði Klopp sem fékk líka stuðning frá goðsögninni Kenny Dalglish sem segir að Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool. Hann þurfi aftur á móti að fá sömu þolinmæði og Sir Alex Ferguson fékk hjá Man. Utd á sínum tíma.
Enski boltinn Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira