Tilefnið er vegna hlustanda sem hringdi inn í símatíma Útvarps Sögu í september síðastliðnum og greindi frá því að Logi hefði setið fyrir kviknakinn í teiknitímum.
Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í sínum tíma en þar sagði hann hlustandann hafa sagt að Logi hefði setið fyrir á sprellanum. „Og hvatti þau sem þekktu til að segja frá. Við getum þá átt von á kolateikningum af nöktum Loga sem innlegg í kosningabaráttuna eftir einhverjar vikur, táknmynd um lágt siðferðisstig góða fólksins,“ skrifaði Gunnar Smári í september.
Logi segir á Facebook-síðu sinni ýmsa hafa sett sig í samband við sig eftir að Útvarp Saga upplýsti um fyrirsætu störf hans. Ekki þó til að falast eftir starfskröftum hans, heldur hvort hann gæti staðfest þetta.
Hann segist stoltur birta myndina og sagði meðal annars á sínum tíma í umræðu við skrif Gunnars Smára að hann yrði þakklátur fyrir þær nektarmyndir sem kynnu að komast í dreifingu. Sérstaklega ef þær eru af honum sem ungum manni, en ekki eins og hann lítur út í dag.