Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 28-24 | Seltirningar enn án stiga Þór Símon Hafþórsson skrifar 15. október 2017 22:30 Fram vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-24 í lokaleik dagsins í Olís-deild karla en þetta var annar sigur Fram í síðustu þremur leikjum á meðan Grótta er enn án stiga.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Seltirningar voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar og leiddu þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður en Framarar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna undir lok fyrri hálfleik í stöðunni 13-13. Í seinni hálfleik voru það heimamenn sem voru sterkari strax frá fyrstu mínútu og náðu þegar mest var fimm marka forskoti en gerðu nóg til að skila sigrinum. Fram og Grótta mættust í Safamýrinni í kvöld í hörkuleik sem endaði með, 28-24, sigri Fram í Olís deild karla. Leikurinn var jafn framan af en staðan var 13-13 í hálfleik. Fram tók þó völdin í þeim seinni er Arnar Birkir fékk að ganga lausum hala í búningi Fram en hann skoraði fjöldann allan af mörkum á meðan sóknarleikur Gróttu stóð í stað. Að lokum landaði Fram sigrinum og er liðið nú með fimm stig en Grótta er áfram í botnsætinu, stigalaust eftir sex umferðir.Af hverju vann Fram? Fram spilaði betri sóknar og varnarleik og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þar að auki var tók markvarsla Fram mikinn vaxtarkipp undir lok leiks er Viktor Gísli lokaði búrinu á síðustu mínútunum. Fram náði líka að loka á sóknarleik Gróttu en gestirnir skoruðu níu mörk af vítapunktinum af 24 mörkum liðsins á meðan Fram spilaði betri og beittari sóknarleik.Hverjir stóðu upp úr? Arnar Birkir Hálfdánarson átti stórleik fyrir Fram í seinni hálfleik er hann tók upp á því að negla boltanum svo fast að Hreiðar Levý kom engum vörnum við. Grótta sá enga leið til að stoppa hann og voru mörkin hans stór ástæða þess að Fram tók yfir leikinn í seinni. Markvarslan var fín hjá báðum liðum en á meðan Hreiðar Levý var jafngóður í gegnum leikinn hjá Gróttu tók markvarslan mikinn vaxtarkipp hjá Viktori Gísla í búningi Fram sem lokaði markinu vel undir restina. Svo er ekki hægt annað en að nefna Maximillian Jonsson en Svíinn átti erfitt uppdráttar í sóknarleik Gróttu en sem vítaskytta olli hann engum vonbrigðum. Hann fór á punktinn níu sinnum og skilaði boltanum í markið í öll skiptin.Hvað gekk illa? En það gerir voða lítið fyrir þig þegar 1/3 af mörkunum þínum er að koma af vítalínunni. Sókn Gróttu þurfti nauðsynlega á fleiri mönnum til að stíga upp en á meðan Maximillian skoraði níu sinnum af punktinum var næst markahæstu leikmenn liðsins með einungis þrjú mörk, tveir talsins. Fram lokaði gjörsamlega á sóknarleik Gróttu sem verður að vera betri gegn Aftureldingu í næsta leik.Hvað gerist næst? Fram heimsækir Víking í Víkinni og ef liðið spilar svona ætti það að næla í sigur.Grótta á enn eftir að næla í sigur og fær Aftureldingu í heimsókn á Seltjarnarnesið.Kári Garðarsson: Fram var einu skrefi á undan okkur Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var ekki sáttur með sína menn í leikslok eftir að Grótta tapaði 28-24 í Safamýrinni í kvöld. „Við bjuggumst við hörkuleik og fengum það en Fram var skrefinu á undan okkur í seinni hálfleik. Arnar Birkir fór t.a.m. gjörsamlega á kostum í upphafi seinni og við réðum illa við hann.” Maximillian Jonsson skoraði níu mörk af vítapunktinum af níu mögulegum en þess fyrir utan var lokað á hann. En er ekki níu vítaskot vel yfir meðaltali?. „Það var örugglega yfir meðaltalinu en ég held að þetta hafi allt verið góðir vítadómar því þegar það er spilað fimm á móti fimm þá er mikið pláss. Það tókst oft ágætlega en það þarf massívari frammistöðu til að klára gott lið Fram,“ sagði Kári. Fram náði að taka margar sekúndur af klukkunni með löngum sóknum á síðustu mínútum leiksins en margir leikmenn Gróttu vildu sjá dómara stoppa klukkuna margoft en hún fékk þó að rúlla megnið af tímanum. „Þeir fengu ansi langar sóknir þegar þeir voru tveimur mörkum yfir og svo varði Hreiðar Levý í innkast sem gaf þeim nýja sókn. Það hefði mátt hraða leikinn þá og grípa betur inn í.“ Hann segir að Grótta verði að leggja hart af sér næstu vikurnar en næsti leikur liðsins er gegn Aftureldingu. „Það gefur okkur ekkert að næstum-því-vinna-leiki. Það er á hreinu. Þurfum að halda áfram að vinna í okkar hlutum og það mun skila okkur sigri á endanum.“Guðmundur Helgi: Vorum klárir í hörku slag „Frábær sigur hjá mínum mönnum. Ánægður hvernig við komum til leiks og hvernig við vorum klárir í hörku slag,“ sagði Guðmundur Helgi, þjálfari Fram, kátur í leikslok. Fram tókst að loka á flest allar sóknaraðgerðir Gróttu í seinni hálfleik en þó gáfu þeir frá sér níu vítaskot sem Maximillian Jonsson nýtti vel með 100% nýtingu. „Hann er með níu af níu af punktinum en við náðum að loka á allt hitt þannig við erum bara ánægðir með það.“ Hann vildi lítið tjá sig um fjöldann af þessum vítum. „Það má deila um fullt af þessum vítum. Þetta var full mikið og ef ég hefði fengið 2-3 víti á móti þá hefði ég verið sáttur en svona er handboltinn.“ Næsti leikur Fram er gegn Víkingum og er Guðmundur vægast sagt bjartsýnn. „Ef menn eru svona stemmdir þá leggst sá leikur bara vel í mig. Við erum klárir í allt.“ Arnar Birkir Hálfdánarson var í fantaformi í kvöld og skoraði 10 mörk fyrir Fram. Guðmundur var af sjálfsögðu ánægður með hans framlag. „Þegar hann dettur í þetta stuð þá er erfitt að stoppa hann. Hann var ekki með góða nýtingu í fyrri hálfleik og við töluðum saman. Hann sannaði sig svo sannarlega í seinni.“ Maximillian Jonsson: Pirrandi leikurMaximillian Jonsson, eða Max, eins og hann er gjarnan kallaður, var ekki sáttur með tap Gróttu í leikslok. „Mjög mikil vonbrigði. Þetta var leikur sem ég hélt við myndum vinna. Fengum marga menn til baka og Fram virtist vera lið sem við ættum að taka.“ Fram lokaði vel á Max í leiknum en hann skoraði 10 mörk en einungis eitt mark kom úr opnum leik. Hin komu af vítapunktinum. „Þetta var pirrandi leikur þar sem ég fékk varla að spila. Þeir voru með mann á mér allan leikinn. Hreiðar var mjög góður í markinu en við hjálpuðum honum ekki. Við töpuðum gegn liði sem við áttum ekki að tapa gegn.“ Klukkan fékk að ganga ansi lengi í sóknum Fram sem náði að drepa tímann mikið undir lok leiksins „Dómarar verða alltaf dómarar og það er ekkert sem ég get gert til að breyta einu né neinu sem þeir gera þannig ég hugsa ekkert um þá.“ Arnar Birkir: Ég miða aldrei. Ég negli bara „Bara yes! Tvö stig. Það eru viðbrögðin mín í dag,“ sagði hin eldheiti Arnar Birkir eftir að 10 mörk hans hjálpuðu Fram að sigra Gróttu í kvöld, 28-24. Arnar Birkir átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en í þeim seinni small allt inn í markið hjá honum þar sem hann negldi boltanum ítrekað upp í samskeytin. Óverjandi fyrir Hreiðar Leví. En hvað breyttist frá fyrri hálfleik? „Fór örugglega að hugsa minna og skjóta meira. Held að það sé bara málið. Ég miða aldrei. Ég negli bara.“ Hann hrósaði vörninni hástert en hún lokaði á nær allar sóknaraðgerðir Gróttu en markahæsti leikmaður Gróttu var Maximillian Jonsson sem skoraði 10 mörk og þar af komu níu mörk af vítapunktinum. „Ég var mjög ánægður með vörnina. Í svona fimmtíu mínútur þá vorum við frábærir. Vorum þéttir í dag og flottir.“Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánFramarinn Matthías Daðason skorar eitt marka sinna í kvöld.Vísir/Stefán Olís-deild karla
Fram vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-24 í lokaleik dagsins í Olís-deild karla en þetta var annar sigur Fram í síðustu þremur leikjum á meðan Grótta er enn án stiga.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Seltirningar voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar og leiddu þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður en Framarar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna undir lok fyrri hálfleik í stöðunni 13-13. Í seinni hálfleik voru það heimamenn sem voru sterkari strax frá fyrstu mínútu og náðu þegar mest var fimm marka forskoti en gerðu nóg til að skila sigrinum. Fram og Grótta mættust í Safamýrinni í kvöld í hörkuleik sem endaði með, 28-24, sigri Fram í Olís deild karla. Leikurinn var jafn framan af en staðan var 13-13 í hálfleik. Fram tók þó völdin í þeim seinni er Arnar Birkir fékk að ganga lausum hala í búningi Fram en hann skoraði fjöldann allan af mörkum á meðan sóknarleikur Gróttu stóð í stað. Að lokum landaði Fram sigrinum og er liðið nú með fimm stig en Grótta er áfram í botnsætinu, stigalaust eftir sex umferðir.Af hverju vann Fram? Fram spilaði betri sóknar og varnarleik og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þar að auki var tók markvarsla Fram mikinn vaxtarkipp undir lok leiks er Viktor Gísli lokaði búrinu á síðustu mínútunum. Fram náði líka að loka á sóknarleik Gróttu en gestirnir skoruðu níu mörk af vítapunktinum af 24 mörkum liðsins á meðan Fram spilaði betri og beittari sóknarleik.Hverjir stóðu upp úr? Arnar Birkir Hálfdánarson átti stórleik fyrir Fram í seinni hálfleik er hann tók upp á því að negla boltanum svo fast að Hreiðar Levý kom engum vörnum við. Grótta sá enga leið til að stoppa hann og voru mörkin hans stór ástæða þess að Fram tók yfir leikinn í seinni. Markvarslan var fín hjá báðum liðum en á meðan Hreiðar Levý var jafngóður í gegnum leikinn hjá Gróttu tók markvarslan mikinn vaxtarkipp hjá Viktori Gísla í búningi Fram sem lokaði markinu vel undir restina. Svo er ekki hægt annað en að nefna Maximillian Jonsson en Svíinn átti erfitt uppdráttar í sóknarleik Gróttu en sem vítaskytta olli hann engum vonbrigðum. Hann fór á punktinn níu sinnum og skilaði boltanum í markið í öll skiptin.Hvað gekk illa? En það gerir voða lítið fyrir þig þegar 1/3 af mörkunum þínum er að koma af vítalínunni. Sókn Gróttu þurfti nauðsynlega á fleiri mönnum til að stíga upp en á meðan Maximillian skoraði níu sinnum af punktinum var næst markahæstu leikmenn liðsins með einungis þrjú mörk, tveir talsins. Fram lokaði gjörsamlega á sóknarleik Gróttu sem verður að vera betri gegn Aftureldingu í næsta leik.Hvað gerist næst? Fram heimsækir Víking í Víkinni og ef liðið spilar svona ætti það að næla í sigur.Grótta á enn eftir að næla í sigur og fær Aftureldingu í heimsókn á Seltjarnarnesið.Kári Garðarsson: Fram var einu skrefi á undan okkur Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var ekki sáttur með sína menn í leikslok eftir að Grótta tapaði 28-24 í Safamýrinni í kvöld. „Við bjuggumst við hörkuleik og fengum það en Fram var skrefinu á undan okkur í seinni hálfleik. Arnar Birkir fór t.a.m. gjörsamlega á kostum í upphafi seinni og við réðum illa við hann.” Maximillian Jonsson skoraði níu mörk af vítapunktinum af níu mögulegum en þess fyrir utan var lokað á hann. En er ekki níu vítaskot vel yfir meðaltali?. „Það var örugglega yfir meðaltalinu en ég held að þetta hafi allt verið góðir vítadómar því þegar það er spilað fimm á móti fimm þá er mikið pláss. Það tókst oft ágætlega en það þarf massívari frammistöðu til að klára gott lið Fram,“ sagði Kári. Fram náði að taka margar sekúndur af klukkunni með löngum sóknum á síðustu mínútum leiksins en margir leikmenn Gróttu vildu sjá dómara stoppa klukkuna margoft en hún fékk þó að rúlla megnið af tímanum. „Þeir fengu ansi langar sóknir þegar þeir voru tveimur mörkum yfir og svo varði Hreiðar Levý í innkast sem gaf þeim nýja sókn. Það hefði mátt hraða leikinn þá og grípa betur inn í.“ Hann segir að Grótta verði að leggja hart af sér næstu vikurnar en næsti leikur liðsins er gegn Aftureldingu. „Það gefur okkur ekkert að næstum-því-vinna-leiki. Það er á hreinu. Þurfum að halda áfram að vinna í okkar hlutum og það mun skila okkur sigri á endanum.“Guðmundur Helgi: Vorum klárir í hörku slag „Frábær sigur hjá mínum mönnum. Ánægður hvernig við komum til leiks og hvernig við vorum klárir í hörku slag,“ sagði Guðmundur Helgi, þjálfari Fram, kátur í leikslok. Fram tókst að loka á flest allar sóknaraðgerðir Gróttu í seinni hálfleik en þó gáfu þeir frá sér níu vítaskot sem Maximillian Jonsson nýtti vel með 100% nýtingu. „Hann er með níu af níu af punktinum en við náðum að loka á allt hitt þannig við erum bara ánægðir með það.“ Hann vildi lítið tjá sig um fjöldann af þessum vítum. „Það má deila um fullt af þessum vítum. Þetta var full mikið og ef ég hefði fengið 2-3 víti á móti þá hefði ég verið sáttur en svona er handboltinn.“ Næsti leikur Fram er gegn Víkingum og er Guðmundur vægast sagt bjartsýnn. „Ef menn eru svona stemmdir þá leggst sá leikur bara vel í mig. Við erum klárir í allt.“ Arnar Birkir Hálfdánarson var í fantaformi í kvöld og skoraði 10 mörk fyrir Fram. Guðmundur var af sjálfsögðu ánægður með hans framlag. „Þegar hann dettur í þetta stuð þá er erfitt að stoppa hann. Hann var ekki með góða nýtingu í fyrri hálfleik og við töluðum saman. Hann sannaði sig svo sannarlega í seinni.“ Maximillian Jonsson: Pirrandi leikurMaximillian Jonsson, eða Max, eins og hann er gjarnan kallaður, var ekki sáttur með tap Gróttu í leikslok. „Mjög mikil vonbrigði. Þetta var leikur sem ég hélt við myndum vinna. Fengum marga menn til baka og Fram virtist vera lið sem við ættum að taka.“ Fram lokaði vel á Max í leiknum en hann skoraði 10 mörk en einungis eitt mark kom úr opnum leik. Hin komu af vítapunktinum. „Þetta var pirrandi leikur þar sem ég fékk varla að spila. Þeir voru með mann á mér allan leikinn. Hreiðar var mjög góður í markinu en við hjálpuðum honum ekki. Við töpuðum gegn liði sem við áttum ekki að tapa gegn.“ Klukkan fékk að ganga ansi lengi í sóknum Fram sem náði að drepa tímann mikið undir lok leiksins „Dómarar verða alltaf dómarar og það er ekkert sem ég get gert til að breyta einu né neinu sem þeir gera þannig ég hugsa ekkert um þá.“ Arnar Birkir: Ég miða aldrei. Ég negli bara „Bara yes! Tvö stig. Það eru viðbrögðin mín í dag,“ sagði hin eldheiti Arnar Birkir eftir að 10 mörk hans hjálpuðu Fram að sigra Gróttu í kvöld, 28-24. Arnar Birkir átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en í þeim seinni small allt inn í markið hjá honum þar sem hann negldi boltanum ítrekað upp í samskeytin. Óverjandi fyrir Hreiðar Leví. En hvað breyttist frá fyrri hálfleik? „Fór örugglega að hugsa minna og skjóta meira. Held að það sé bara málið. Ég miða aldrei. Ég negli bara.“ Hann hrósaði vörninni hástert en hún lokaði á nær allar sóknaraðgerðir Gróttu en markahæsti leikmaður Gróttu var Maximillian Jonsson sem skoraði 10 mörk og þar af komu níu mörk af vítapunktinum. „Ég var mjög ánægður með vörnina. Í svona fimmtíu mínútur þá vorum við frábærir. Vorum þéttir í dag og flottir.“Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánFramarinn Matthías Daðason skorar eitt marka sinna í kvöld.Vísir/Stefán
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti