Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍR 32-26 | Sannfærandi hjá Selfyssingum Einar Sigurvinsson skrifar 15. október 2017 22:30 Elvar Örn Jónsson er kominn inn í A-landsliðið. Vísir/Eyþór Selfoss sigraði ÍR með sex marka mun, 32-26, á Selfossi í kvöld. Þetta var fjórði sigur Selfyssinga í Olís-deildinni og fóru þeir upp fyrir ÍR-inga með sigrinum, en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld. Í fyrri hálfleik var lítið sem skildi að á milli liðanna og skiptust þau á að leiða leikinn. Á 24. mínútu komust ÍR-ingar í 8-10 og var það í eina skipti fyrri hálfleiksins sem annað liðið náði tveggja marka forystu. 11-11 voru hálfleikstölur, sanngjarnt og lýsandi fyrir virkilega jafnan fyrri hálfleik. Selfyssingar hófu síðan síðari hálfleikinn af miklum krafti og eftir sex mínútur höfðu heimamenn náð fjögurra marka forystu, 18-14. Þá tekur Bjarni leikhlé fyrir ÍR-inga en lítið var um svör hjá gestunum við hröðum sóknarleik Selfyssinga. Selfyssingar misstu forskot sitt síðan aldrei niður og náðu ÍR-ingar aldrei að minnka muninn í meira en þrjú mörk í síðari hálfleik. Vörn Selfyssinga var gífurlega þétt og voru margar sóknir sem ÍR-ingar náðu ekki að enda á skoti. Leikurinn endaði með sex marka sigri Selfyssinga, 32-26. Sanngjarn sigur heimamanna eftir hnífjafnan fyrri hálfleik.Af hverju vann Selfoss leikinn? Selfyssingar komu töluvert sterkari inn í seinni hálfleikinn. Þeir komust fjórum mörkum yfir á 36. mínútu og eftir það sáu ÍR-ingar aldrei til sólar. Varnarleikur Selfyssinga var sterkur og mörkin komu úr hverri einustu stöðu fram á við.Hverjir stóðu upp úr? Hver einasti útileikmaður í Selfossliðinu var að spila vel, sérstaklega í síðari hálfleik. Þegar ÍR-ingar fóru maður á mann á skytturnar tvær, Teit Örn Einarsson og Elvar Örn Jónsson, steig Atli Ævar Ingólfssin upp á línunni. Atli var með 5 mörk og þrjú fiskuð víti í leiknum. Teitur var markahæstur á vellinum með 10 mörk og á eftir honum kom Elvar með 7 mörk. Í liði ÍR var Daníel Guðmundsson markahæstur með 6 mörk.Hvað gekk illa? Eftir mjög góðan fyrri hálfleik gekk síðari hálfleikurinn illa hjá ÍR-ingum. Selfyssingar settu í annan gír og fóru að spila töluvert hraðari sóknarleik sem ÍR-ingum gekk erfiðlega að verjast. ÍR-ingar fengu á sig 21 mark í síðari hálfleik, sem er yfirleitt of mikið til þess að ná úrslitum. Sem fyrr var markvarslan ekki upp á marga fiska í Selfossliðinu. Rétt eins og í síðustu umferð komu þrír markverðir við sögu en voru þeir allir með undir 20 prósenta markvörslu.Hvað gerist næst? Selfyssingum bíður erfitt verkefni næsta sunnudag, þann 22. október, þegar þeir heimsækja Hauka í Hafnarfjörðinn. Sama dag eiga ÍR-ingar heimaleik á móti sterku liði ÍBV. Patrekur: Ég er sáttur„Ánægður með að klára tvö stig, ÍR-ingar voru sterkir. 11-11 í fyrri hálfleik og ekki mikið skorað og hart barist. Ég var virkilega ánægður með hvernig við spiluðum í seinni hálfleik, stjórnuðum leiknum og kláruðum hann sannfærandi,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss, við Vísi eftir leikinn í kvöld. Eftir frábærar lokamínútur gegn Aftureldingu í síðustu umferð kallaði Patrekur eftir því að fá baráttu fyrr í sitt lið. Hann var ánægður með baráttu Selfyssinga í kvöld. „Það var barátta allan tímann í fyrri hálfleik, það var ekkert að því en sóknarlega vorum við svolítið hægir. Við gáfum síðan aðeins í og fórum hraðar í aðgerðirnar, strákarnir gerðu það betur í seinni hálfleik. Við erum að fá á okkur 26 mörk en samt ekki með marga varða bolta. Þannig að það var betra, en við vorum of hægir sóknarlega í fyrri hálfleik.“ Það var allt annað að sjá lið Selfyssinga í síðari hálfleik og byrjuðu þeir strax á að spila töluvert hraðari bolta. „Ég veit bara að við erum í góðu formi. Í öllum prófum sem við höfum tekið eru strákarnir í fínu standi, þeir geta hlaupið og ég veit það. Svo ég var ekkert hræddur um að við myndum gefa eftir, en auðvitað þurfa alltaf að vera gæði á bakvið það líka. Eðlilega áttum við að vera frískari í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fórum við bara af alvöru í allar aðgerðir og skoruðum frábær mörk. Þetta voru yfir 30 mörk, svo ég er sáttur.“ „Liðið er að virka vel og það er góður andi í liðinu. Allir eru að berjast fyrir hvorn annan og ég er mjög ánægður með það. Nú er næsti leikur á móti Haukur og maður þarf strax að byrja að hugsa um það, þá þurfum við að eiga toppleik alveg frá fyrstu mínútu ef við ætlum að eiga einhvern séns,“ sagði sáttur Patrekur að lokum. Bjarni: Réðum ekkert við Atla„Þeir voru bara sterkari en við í seinni og áttu meiri kraft eftir. Þeir ná að skora strax mjög snemma í seinni hálfleik, þeir skora þrjú hraðaupphlaupsmörk og ná þessum mun. Svo voru þeir byrjaðir að vinna okkur maður á mann og skora úr langskotnum, þá vorum við farnir að fara aðeins of ofarlega og við réðum ekkert við Atla. Hann var svakalegur í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR í leikslok. ÍR-ingar fengu á sig 21 mark í síðari hálfleik og gekk illa að svara hröðum sóknarleik Selfyssinga. „Þetta er bara frábærlega mannað lið. Þegar þeir fara að hitta strákarnir verður maður að fara út í þá og svo eru þeir náttúrulega með landsliðsmann á línunni. Þannig að þetta var erfitt við að eiga. Við vorum samt að leysa þetta frábærlega í fyrri hálfleik og spiluðum frábæra vörn. Ég veit ekki hvort að strákarnir hafi bara verið orðnir þreyttir, við vorum svolítið þunnskipaðir í kvöld. Ég held að það hafi spilað svolítið inn í.“ Fyrri hálfleikurinn var mjög góður hjá ÍR-ingum þar sem lítið bar af á milli liðanna. Bjarni vill meina að hlutirnir líti ágætlega út í Breiðholtinu þessa stundina. „Við erum á mjög góðu róli. Við erum í raun og veru búnir að spila nokkuð vel í öllum þessum sex leikjum. Það er engin skömm af því, ég var í raun og veru bara stoltur af strákunum. Við eigum augljóslega eftir að bæta okkar leik heilmikið, og við erum ennþá með fullt af nýjum strákum sem eiga eftir að tengja betur sóknarlega. Við erum að gera aðeins of mikið af mistökum ennþá og við þurfum að ná alveg, svo væri fínt að fá Aron inn í vörnina, hann hefði hjálpað okkur mikið í kvöld.“ „Selfossliðið var bara betri en við í seinni hálfleik í dag og áttu þennan sigur skilið. Maður er aldrei sáttur með að tapa en þeir voru betri en við í dag og við vorum ekki eins góðir og þeir í seinni,“ sagði svekktur Bjarni Fritzon að lokum. Olís-deild karla
Selfoss sigraði ÍR með sex marka mun, 32-26, á Selfossi í kvöld. Þetta var fjórði sigur Selfyssinga í Olís-deildinni og fóru þeir upp fyrir ÍR-inga með sigrinum, en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld. Í fyrri hálfleik var lítið sem skildi að á milli liðanna og skiptust þau á að leiða leikinn. Á 24. mínútu komust ÍR-ingar í 8-10 og var það í eina skipti fyrri hálfleiksins sem annað liðið náði tveggja marka forystu. 11-11 voru hálfleikstölur, sanngjarnt og lýsandi fyrir virkilega jafnan fyrri hálfleik. Selfyssingar hófu síðan síðari hálfleikinn af miklum krafti og eftir sex mínútur höfðu heimamenn náð fjögurra marka forystu, 18-14. Þá tekur Bjarni leikhlé fyrir ÍR-inga en lítið var um svör hjá gestunum við hröðum sóknarleik Selfyssinga. Selfyssingar misstu forskot sitt síðan aldrei niður og náðu ÍR-ingar aldrei að minnka muninn í meira en þrjú mörk í síðari hálfleik. Vörn Selfyssinga var gífurlega þétt og voru margar sóknir sem ÍR-ingar náðu ekki að enda á skoti. Leikurinn endaði með sex marka sigri Selfyssinga, 32-26. Sanngjarn sigur heimamanna eftir hnífjafnan fyrri hálfleik.Af hverju vann Selfoss leikinn? Selfyssingar komu töluvert sterkari inn í seinni hálfleikinn. Þeir komust fjórum mörkum yfir á 36. mínútu og eftir það sáu ÍR-ingar aldrei til sólar. Varnarleikur Selfyssinga var sterkur og mörkin komu úr hverri einustu stöðu fram á við.Hverjir stóðu upp úr? Hver einasti útileikmaður í Selfossliðinu var að spila vel, sérstaklega í síðari hálfleik. Þegar ÍR-ingar fóru maður á mann á skytturnar tvær, Teit Örn Einarsson og Elvar Örn Jónsson, steig Atli Ævar Ingólfssin upp á línunni. Atli var með 5 mörk og þrjú fiskuð víti í leiknum. Teitur var markahæstur á vellinum með 10 mörk og á eftir honum kom Elvar með 7 mörk. Í liði ÍR var Daníel Guðmundsson markahæstur með 6 mörk.Hvað gekk illa? Eftir mjög góðan fyrri hálfleik gekk síðari hálfleikurinn illa hjá ÍR-ingum. Selfyssingar settu í annan gír og fóru að spila töluvert hraðari sóknarleik sem ÍR-ingum gekk erfiðlega að verjast. ÍR-ingar fengu á sig 21 mark í síðari hálfleik, sem er yfirleitt of mikið til þess að ná úrslitum. Sem fyrr var markvarslan ekki upp á marga fiska í Selfossliðinu. Rétt eins og í síðustu umferð komu þrír markverðir við sögu en voru þeir allir með undir 20 prósenta markvörslu.Hvað gerist næst? Selfyssingum bíður erfitt verkefni næsta sunnudag, þann 22. október, þegar þeir heimsækja Hauka í Hafnarfjörðinn. Sama dag eiga ÍR-ingar heimaleik á móti sterku liði ÍBV. Patrekur: Ég er sáttur„Ánægður með að klára tvö stig, ÍR-ingar voru sterkir. 11-11 í fyrri hálfleik og ekki mikið skorað og hart barist. Ég var virkilega ánægður með hvernig við spiluðum í seinni hálfleik, stjórnuðum leiknum og kláruðum hann sannfærandi,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss, við Vísi eftir leikinn í kvöld. Eftir frábærar lokamínútur gegn Aftureldingu í síðustu umferð kallaði Patrekur eftir því að fá baráttu fyrr í sitt lið. Hann var ánægður með baráttu Selfyssinga í kvöld. „Það var barátta allan tímann í fyrri hálfleik, það var ekkert að því en sóknarlega vorum við svolítið hægir. Við gáfum síðan aðeins í og fórum hraðar í aðgerðirnar, strákarnir gerðu það betur í seinni hálfleik. Við erum að fá á okkur 26 mörk en samt ekki með marga varða bolta. Þannig að það var betra, en við vorum of hægir sóknarlega í fyrri hálfleik.“ Það var allt annað að sjá lið Selfyssinga í síðari hálfleik og byrjuðu þeir strax á að spila töluvert hraðari bolta. „Ég veit bara að við erum í góðu formi. Í öllum prófum sem við höfum tekið eru strákarnir í fínu standi, þeir geta hlaupið og ég veit það. Svo ég var ekkert hræddur um að við myndum gefa eftir, en auðvitað þurfa alltaf að vera gæði á bakvið það líka. Eðlilega áttum við að vera frískari í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fórum við bara af alvöru í allar aðgerðir og skoruðum frábær mörk. Þetta voru yfir 30 mörk, svo ég er sáttur.“ „Liðið er að virka vel og það er góður andi í liðinu. Allir eru að berjast fyrir hvorn annan og ég er mjög ánægður með það. Nú er næsti leikur á móti Haukur og maður þarf strax að byrja að hugsa um það, þá þurfum við að eiga toppleik alveg frá fyrstu mínútu ef við ætlum að eiga einhvern séns,“ sagði sáttur Patrekur að lokum. Bjarni: Réðum ekkert við Atla„Þeir voru bara sterkari en við í seinni og áttu meiri kraft eftir. Þeir ná að skora strax mjög snemma í seinni hálfleik, þeir skora þrjú hraðaupphlaupsmörk og ná þessum mun. Svo voru þeir byrjaðir að vinna okkur maður á mann og skora úr langskotnum, þá vorum við farnir að fara aðeins of ofarlega og við réðum ekkert við Atla. Hann var svakalegur í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR í leikslok. ÍR-ingar fengu á sig 21 mark í síðari hálfleik og gekk illa að svara hröðum sóknarleik Selfyssinga. „Þetta er bara frábærlega mannað lið. Þegar þeir fara að hitta strákarnir verður maður að fara út í þá og svo eru þeir náttúrulega með landsliðsmann á línunni. Þannig að þetta var erfitt við að eiga. Við vorum samt að leysa þetta frábærlega í fyrri hálfleik og spiluðum frábæra vörn. Ég veit ekki hvort að strákarnir hafi bara verið orðnir þreyttir, við vorum svolítið þunnskipaðir í kvöld. Ég held að það hafi spilað svolítið inn í.“ Fyrri hálfleikurinn var mjög góður hjá ÍR-ingum þar sem lítið bar af á milli liðanna. Bjarni vill meina að hlutirnir líti ágætlega út í Breiðholtinu þessa stundina. „Við erum á mjög góðu róli. Við erum í raun og veru búnir að spila nokkuð vel í öllum þessum sex leikjum. Það er engin skömm af því, ég var í raun og veru bara stoltur af strákunum. Við eigum augljóslega eftir að bæta okkar leik heilmikið, og við erum ennþá með fullt af nýjum strákum sem eiga eftir að tengja betur sóknarlega. Við erum að gera aðeins of mikið af mistökum ennþá og við þurfum að ná alveg, svo væri fínt að fá Aron inn í vörnina, hann hefði hjálpað okkur mikið í kvöld.“ „Selfossliðið var bara betri en við í seinni hálfleik í dag og áttu þennan sigur skilið. Maður er aldrei sáttur með að tapa en þeir voru betri en við í dag og við vorum ekki eins góðir og þeir í seinni,“ sagði svekktur Bjarni Fritzon að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti