Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 31-31 | Valsmenn klúðruðu víti á lokasekúndunni Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 15. október 2017 19:45 Valsarinn Magnús Óli Magnússon í leiknum í dag. Vísir/Stefán Valur fékk tækifæri á að stela sigrinum annann leikinn í röð þegar liðið mætti ÍBV á Hlíðarenda, en Magnús Óli Magnússon klúðraði vítakasti á lokasekúndu leiksins. Niðurstaðan jafntefli 31-31 og ÍBV fyrsta liðið til að taka stig af Íslandsmeisturunum þetta tímabilið. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Liðin sýndu mikla hörku strax í upphafi leiks og eftir 5 mínútna leik voru treyjurnar hjá bæði Róberti Aroni og Kára Kristjáni rifnar í sundur. Valur spilaði vel í vörninni en átti of marga tapaða bolta í sókninni sem gaf ÍBV hraðahlaup sem þeir nýttu vel. Markvarslan hjá ÍBV var mjög slæm og var Aron Rafn ekki búinn að verja bolta fyrstu 20 mínúturnar. Stephen Nilsen átti fína innkomu en það dugði skammt. Markvarslan hjá Val var hins vegar frábær, Sigurður Ingiberg Ólafsson með yfir 20 bolta varða í leiknum og má vel þakka honum stigið. ÍBV var í forystu nær allann seinni hálfleikinn en Valsmenn hleyptu þeim þó aldrei langt frá sér, munurinn aldrei meira en tvö mörk. Mikil spenna var á loka mínútu leiksins en þegar innan við mínúta var til leiks loka var staðan jöfn og ÍBV í sókn. Agnar Smári átti þá misheppnað skot og Valur hafði 13 sekúndur til að stela sigrinum. Vignir Stefánsson sótti að vörn ÍBV og fiskaði vítakast, Eyjamenn allt annað en sáttir og Theodór Sigurbjörnsson náði sér í rautt spjald fyrir kjaft. Því fór sem fór, Aron Rafn varði skot Magnúsar Óla og niðurstaðan jafntefli, sanngjörn úrslit. Af hverju var jafntefliTvö af betri liðum deildarinnar mættust í dag og spiluðu góðan leik. Liðin voru að spila góðan varnarleik, áttu fína kafla í sókninni og skiptust liðin á að leiða leikinn. Bæði lið hefðu getað tekið stigin tvö, Eyjamenn ögn líklegri miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist.Hverjir stóðu uppúrMargir leikmenn spiluðu vel í dag, Sigurður Ingiberg var frábær í marki Valsmanna með yfir 20 bolta varða. Magnús Óli átti góðann leik í liði Vals og skoraði 8 mörk en Theodór Sigurbjörnsson var atkvæðamestur í liði ÍBV með 9 mörk. Agnar Smári hefur ekki fundið sig í upphafi móts en hann átti góðan leik í dag og skoraði 6 mörk. Hvað gekk illaMarkvarsla ÍBV heldur áfram að valda vonbrigðum. Aron Rafn bjargaði ÍBV í lok leiks en það var það eina sem hann gerði í leiknum. Stephen Nilsen varði tvo - þrjá bolta þegar hann kom inn fyrir Aron en það var ekki nóg. Valur var með alltof marga tapaða bolta í sókninni sem skilaði ÍBV auðveldum mörkum og ÍBV var að fá á sig alltof ódýrar brottvísanir. Þá var Anton Rúnarsson einungis með 1 mark í dag sem verður að teljast ansi lélegt. Hvað gerist næstÞað verður sannkallaður stórleikur í næstu umferð þegar Valur tekur á móti FH, bæði þessi lið hafa byrjað mótið vel og eru í efstu sætum deildarinnar, FH á ennþá leik til góða eftir að hafa spilað gegn St. Petursborg í dag ytra, þar sem þeir tryggðu sig inní 3. umferð evrópubikarsins. ÍBV mætir hins vegar ÍR og má alveg búast við hörku leik í Austurbergi, ÍR-ingar hafa byrjað móti vel og ætla ekki að gefa Eyjamönnum neitt, en ef ÍBV spilar sama leik og í dag verður það erfitt fyrir ÍR. Guðlaugur: Áttum skilið að vinna leikinnGuðlaugur Arnarsson þjálfari Vals var svekktur að hafa ekki náð tveimur stigum í dag. „Fyrstu viðbrögðin mín eru bara að ég er bara svekktur að hafa ekki unnið leikinn. Við fengum vítakast á loka sekúndu og áttum að vinna leikinn. Eðlilega eru Eyjamenn ósáttir við vorum undir meira en minna allann seinni hálfleikinn en við vorum komnir í þessa stöðu að geta unnið leikinn svo við áttum skilið að vinna leikinn“ sagði Guðlaugur sem var ángæður með karakterinn í Vals liðinu. „Við vorum með alltof marga tapaða bolta á þessa framliggjandi vörn Eyjamanna. Við vorum líka að hleypa þeim of oft í einföld skot varnarlega þegar þeir voru að spila á yfirtölu sjö á sex. En karakterinn og hjartað hjá okkur var frábær í dag, ég er ánægður með það. Við vorum allann tímann að gefa okkur alla í þetta. Þetta er fjórði leikurinn á 8 dögum hjá okkur og ég er ánægður með karakterinn hjá strákunum. Íslandsmeistararnir höfðu ekki tapað stigi fyrir leikinn í dag en þeir hafa byrjað mótið vel. ÍBV er því fyrsta liðið sem tekur stig af þeim. „Fyrsta tapaða stigið í dag en við höldum bara áfram, við eigum FH eftir viku og fáum smá tíma núna til að slaka á en við erum bara spenntir fyrir því verkefni.“ Arnar: Fagnar stiginu úr því sem komið varArnar Pétursson þjálfari ÍBV, segist fagna stiginu úr því sem komið var en segir þó að ÍBV hafi átt sigurinn skilið. „Þetta eru blendnar tilfiningar en ég fagna stiginu úr því sem komið var. Þeir fá vítakast til að klára þetta en ég hefði viljað taka stigin tvö því við vorum í góðri stöðu þegar lítið var eftir. Við fengum tvisvar tvær fyrir fót í sömu sókninni og það reyndist okkur dýrt,“ sagði Arnar. Markvarsla ÍBV var ekki góð í leiknum, samanlagt voru markmennirnir Aron Rafn og Stephen Nilsen með 8 bolta varða. „Markvarslan var alls ekki góð. Við áttum þó skilið sigur, mér fannst við vera betra liðið og allt fram að því þegar við missum þessa tvo leikmenn útaf í lok leiks þá vorum við með leikinn í okkar höndum, en þegar uppi er staðið þurfum við að sætta okkur við punktinn,“ sagði Arnar. ÍBV hefur hlotið mikla gagnrýni í upphafi móts, þrátt fyrir að vera að vinna leiki hefur liðið ekki sýnt sínar bestu hliðar. Liðið átti slæman leik þegar það gerði jafntefli við Fjölnir í síðustu umferð. „Ég er ánægður með framfarirnar í okkar leik, við vorum að spila töluvert betur en í síðasta leik. Heilt yfir voru allir að spila vel í dag, ég er ánægður með Friðrik Hólm sem kom flottur inní hópinn varnarlega og sóknarlega. En ég hefði auðvitað viljað fá betri markvörslu,“ sagði Arnar.Vísir/StefánVísir/Stefán Olís-deild karla
Valur fékk tækifæri á að stela sigrinum annann leikinn í röð þegar liðið mætti ÍBV á Hlíðarenda, en Magnús Óli Magnússon klúðraði vítakasti á lokasekúndu leiksins. Niðurstaðan jafntefli 31-31 og ÍBV fyrsta liðið til að taka stig af Íslandsmeisturunum þetta tímabilið. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Liðin sýndu mikla hörku strax í upphafi leiks og eftir 5 mínútna leik voru treyjurnar hjá bæði Róberti Aroni og Kára Kristjáni rifnar í sundur. Valur spilaði vel í vörninni en átti of marga tapaða bolta í sókninni sem gaf ÍBV hraðahlaup sem þeir nýttu vel. Markvarslan hjá ÍBV var mjög slæm og var Aron Rafn ekki búinn að verja bolta fyrstu 20 mínúturnar. Stephen Nilsen átti fína innkomu en það dugði skammt. Markvarslan hjá Val var hins vegar frábær, Sigurður Ingiberg Ólafsson með yfir 20 bolta varða í leiknum og má vel þakka honum stigið. ÍBV var í forystu nær allann seinni hálfleikinn en Valsmenn hleyptu þeim þó aldrei langt frá sér, munurinn aldrei meira en tvö mörk. Mikil spenna var á loka mínútu leiksins en þegar innan við mínúta var til leiks loka var staðan jöfn og ÍBV í sókn. Agnar Smári átti þá misheppnað skot og Valur hafði 13 sekúndur til að stela sigrinum. Vignir Stefánsson sótti að vörn ÍBV og fiskaði vítakast, Eyjamenn allt annað en sáttir og Theodór Sigurbjörnsson náði sér í rautt spjald fyrir kjaft. Því fór sem fór, Aron Rafn varði skot Magnúsar Óla og niðurstaðan jafntefli, sanngjörn úrslit. Af hverju var jafntefliTvö af betri liðum deildarinnar mættust í dag og spiluðu góðan leik. Liðin voru að spila góðan varnarleik, áttu fína kafla í sókninni og skiptust liðin á að leiða leikinn. Bæði lið hefðu getað tekið stigin tvö, Eyjamenn ögn líklegri miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist.Hverjir stóðu uppúrMargir leikmenn spiluðu vel í dag, Sigurður Ingiberg var frábær í marki Valsmanna með yfir 20 bolta varða. Magnús Óli átti góðann leik í liði Vals og skoraði 8 mörk en Theodór Sigurbjörnsson var atkvæðamestur í liði ÍBV með 9 mörk. Agnar Smári hefur ekki fundið sig í upphafi móts en hann átti góðan leik í dag og skoraði 6 mörk. Hvað gekk illaMarkvarsla ÍBV heldur áfram að valda vonbrigðum. Aron Rafn bjargaði ÍBV í lok leiks en það var það eina sem hann gerði í leiknum. Stephen Nilsen varði tvo - þrjá bolta þegar hann kom inn fyrir Aron en það var ekki nóg. Valur var með alltof marga tapaða bolta í sókninni sem skilaði ÍBV auðveldum mörkum og ÍBV var að fá á sig alltof ódýrar brottvísanir. Þá var Anton Rúnarsson einungis með 1 mark í dag sem verður að teljast ansi lélegt. Hvað gerist næstÞað verður sannkallaður stórleikur í næstu umferð þegar Valur tekur á móti FH, bæði þessi lið hafa byrjað mótið vel og eru í efstu sætum deildarinnar, FH á ennþá leik til góða eftir að hafa spilað gegn St. Petursborg í dag ytra, þar sem þeir tryggðu sig inní 3. umferð evrópubikarsins. ÍBV mætir hins vegar ÍR og má alveg búast við hörku leik í Austurbergi, ÍR-ingar hafa byrjað móti vel og ætla ekki að gefa Eyjamönnum neitt, en ef ÍBV spilar sama leik og í dag verður það erfitt fyrir ÍR. Guðlaugur: Áttum skilið að vinna leikinnGuðlaugur Arnarsson þjálfari Vals var svekktur að hafa ekki náð tveimur stigum í dag. „Fyrstu viðbrögðin mín eru bara að ég er bara svekktur að hafa ekki unnið leikinn. Við fengum vítakast á loka sekúndu og áttum að vinna leikinn. Eðlilega eru Eyjamenn ósáttir við vorum undir meira en minna allann seinni hálfleikinn en við vorum komnir í þessa stöðu að geta unnið leikinn svo við áttum skilið að vinna leikinn“ sagði Guðlaugur sem var ángæður með karakterinn í Vals liðinu. „Við vorum með alltof marga tapaða bolta á þessa framliggjandi vörn Eyjamanna. Við vorum líka að hleypa þeim of oft í einföld skot varnarlega þegar þeir voru að spila á yfirtölu sjö á sex. En karakterinn og hjartað hjá okkur var frábær í dag, ég er ánægður með það. Við vorum allann tímann að gefa okkur alla í þetta. Þetta er fjórði leikurinn á 8 dögum hjá okkur og ég er ánægður með karakterinn hjá strákunum. Íslandsmeistararnir höfðu ekki tapað stigi fyrir leikinn í dag en þeir hafa byrjað mótið vel. ÍBV er því fyrsta liðið sem tekur stig af þeim. „Fyrsta tapaða stigið í dag en við höldum bara áfram, við eigum FH eftir viku og fáum smá tíma núna til að slaka á en við erum bara spenntir fyrir því verkefni.“ Arnar: Fagnar stiginu úr því sem komið varArnar Pétursson þjálfari ÍBV, segist fagna stiginu úr því sem komið var en segir þó að ÍBV hafi átt sigurinn skilið. „Þetta eru blendnar tilfiningar en ég fagna stiginu úr því sem komið var. Þeir fá vítakast til að klára þetta en ég hefði viljað taka stigin tvö því við vorum í góðri stöðu þegar lítið var eftir. Við fengum tvisvar tvær fyrir fót í sömu sókninni og það reyndist okkur dýrt,“ sagði Arnar. Markvarsla ÍBV var ekki góð í leiknum, samanlagt voru markmennirnir Aron Rafn og Stephen Nilsen með 8 bolta varða. „Markvarslan var alls ekki góð. Við áttum þó skilið sigur, mér fannst við vera betra liðið og allt fram að því þegar við missum þessa tvo leikmenn útaf í lok leiks þá vorum við með leikinn í okkar höndum, en þegar uppi er staðið þurfum við að sætta okkur við punktinn,“ sagði Arnar. ÍBV hefur hlotið mikla gagnrýni í upphafi móts, þrátt fyrir að vera að vinna leiki hefur liðið ekki sýnt sínar bestu hliðar. Liðið átti slæman leik þegar það gerði jafntefli við Fjölnir í síðustu umferð. „Ég er ánægður með framfarirnar í okkar leik, við vorum að spila töluvert betur en í síðasta leik. Heilt yfir voru allir að spila vel í dag, ég er ánægður með Friðrik Hólm sem kom flottur inní hópinn varnarlega og sóknarlega. En ég hefði auðvitað viljað fá betri markvörslu,“ sagði Arnar.Vísir/StefánVísir/Stefán
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti