Á 189 km hraða á skíðum aftaní Jaguar Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 15:33 Grahan Bell og Jaguarinn sem dró hann. Jaguar bílar eru skemmtilegir og það er líka skemmtilegt á skíðum. En að sameina þetta tvennt hlýtur að vera enn skemmtilegra. Það taldi að minnsta kosti breski brunsérfræðingurinn Graham Bell því hann lét 380 hestafla Jaguar XF S Sportbrake bíl draga sig á rennsléttri braut á ónefndum stað við norðurheimskautsbaug á ógnarhraða. Þar náði hann 189 km hraða dreginn af bílnum og setti með því nýtt Guinness heimsmet í slíkri skíðamennsku. Hann bætti metið reyndar mjög myndarlega þar sem fyrra metið var aðeins 112 km/klst. Það þarf líklega mikinn ofurhuga að láta draga sig á 189 km hraða því það hlýtur að hafa slæmar afleiðingar að detta á slíkri ferð. Það tókst honum hinsvegar að forðast. Sjá má heimsmetssláttinn í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent
Jaguar bílar eru skemmtilegir og það er líka skemmtilegt á skíðum. En að sameina þetta tvennt hlýtur að vera enn skemmtilegra. Það taldi að minnsta kosti breski brunsérfræðingurinn Graham Bell því hann lét 380 hestafla Jaguar XF S Sportbrake bíl draga sig á rennsléttri braut á ónefndum stað við norðurheimskautsbaug á ógnarhraða. Þar náði hann 189 km hraða dreginn af bílnum og setti með því nýtt Guinness heimsmet í slíkri skíðamennsku. Hann bætti metið reyndar mjög myndarlega þar sem fyrra metið var aðeins 112 km/klst. Það þarf líklega mikinn ofurhuga að láta draga sig á 189 km hraða því það hlýtur að hafa slæmar afleiðingar að detta á slíkri ferð. Það tókst honum hinsvegar að forðast. Sjá má heimsmetssláttinn í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent