Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 16:00 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var til viðtals í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól en þátturinn var sýndur 26. desember í fyrra. Í honum ræddi Hörður Magnússon ítarlega við Heimi um fótboltaferil hans og íslenska landsliðið. Heimir varð á mánudagskvöldið fyrsti maðurinn til að stýra íslensku fótboltalandsliði í lokakeppni HM en strákarnir okkar verða á meðal þjóðanna 32 sem keppa á HM í Rússlandi á næsta ári. Lokaspurningin í þættinum frá Herði var einföld: „Komumst við á HM í Rússlandi? Heimir hugsaði sig stuttlega um en gaf svo langt og ítarlegt svar. Það sem hann sagði fyrir jól hefur meira og minna allt staðist. „Já, við komumst á HM. Ég er svo viss um að 2017 verður betra ár fyrir íslensku leikmennina heldur en 2016 eftir EM. Það var mjög erfitt fyrir strákana að fara beint eftir Evrópumótið inn í undirbúningstímabil og þaðan inn í tímabilið. Það voru margir sem áttu í erfiðleikum með að komast í sín lið og ef ég á að vera heiðarlegur eru fáir íslenskir leikmenn sem eru búnir að blómstra eftir EM-sumarið. Það er rétt svo Gylfi núna og Emil og Jón Daði í byrjun tímabils. Ég er alveg viss um það, að eftir jólafrí og eftir að skandinavarnir eru búnir að taka sitt frí sé ég íslensku leikmennina spila miklu betur heldur en þeir eru búnir að gera hingað til með sínum liðum og landsliðið mun njóta þessa. Ef við höldumst heilir og erum með allan okkar mannskap þá er ég sannfærður um að við förum á HM. Ég veit líka að metnaðurinn er svo mikill hjá þessum strákum. Það er meiri áskorun að komast á HM og ég veit að þeir vilja vera fyrsta íslenska landsliðið sem kemst á lokakeppni heimsmeistaramóts. Það yrði svo ofboðsleg rúsína og gaman fyrir þessa greifa að að spila í Rússlandi 2018 í heimsmeistarakeppninni,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Viðtalsbrotið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00 Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. 11. október 2017 14:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var til viðtals í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól en þátturinn var sýndur 26. desember í fyrra. Í honum ræddi Hörður Magnússon ítarlega við Heimi um fótboltaferil hans og íslenska landsliðið. Heimir varð á mánudagskvöldið fyrsti maðurinn til að stýra íslensku fótboltalandsliði í lokakeppni HM en strákarnir okkar verða á meðal þjóðanna 32 sem keppa á HM í Rússlandi á næsta ári. Lokaspurningin í þættinum frá Herði var einföld: „Komumst við á HM í Rússlandi? Heimir hugsaði sig stuttlega um en gaf svo langt og ítarlegt svar. Það sem hann sagði fyrir jól hefur meira og minna allt staðist. „Já, við komumst á HM. Ég er svo viss um að 2017 verður betra ár fyrir íslensku leikmennina heldur en 2016 eftir EM. Það var mjög erfitt fyrir strákana að fara beint eftir Evrópumótið inn í undirbúningstímabil og þaðan inn í tímabilið. Það voru margir sem áttu í erfiðleikum með að komast í sín lið og ef ég á að vera heiðarlegur eru fáir íslenskir leikmenn sem eru búnir að blómstra eftir EM-sumarið. Það er rétt svo Gylfi núna og Emil og Jón Daði í byrjun tímabils. Ég er alveg viss um það, að eftir jólafrí og eftir að skandinavarnir eru búnir að taka sitt frí sé ég íslensku leikmennina spila miklu betur heldur en þeir eru búnir að gera hingað til með sínum liðum og landsliðið mun njóta þessa. Ef við höldumst heilir og erum með allan okkar mannskap þá er ég sannfærður um að við förum á HM. Ég veit líka að metnaðurinn er svo mikill hjá þessum strákum. Það er meiri áskorun að komast á HM og ég veit að þeir vilja vera fyrsta íslenska landsliðið sem kemst á lokakeppni heimsmeistaramóts. Það yrði svo ofboðsleg rúsína og gaman fyrir þessa greifa að að spila í Rússlandi 2018 í heimsmeistarakeppninni,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Viðtalsbrotið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00 Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. 11. október 2017 14:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00
Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30
Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30
Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00
Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. 11. október 2017 14:30