Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 11:30 Heimir Hallgrímsson trúir því að Ísland geti unnið HM. Og af hverju ekki? Vísir/Eyþór Eins og kom fram í morgun eru 23 þjóðir búnar að tryggja sér farseðilinn á HM 2018 í Rússlandi sem hefst í júní á næsta ári en alls verða 32 þjóðir sem taka þátt. Enski blaðamaðurinn Nick Ames, sem var hér á landi að fylgjast með Íslandi komast á HM, er búinn að setja upp styrkleikalista á vef The Guardian þar sem hann raðar niður liðunum 23 sem komin eru til Rússlands. Þýskaland er að hans mati besta liðið en Brasilía í öðru sæti og þriðja liðið á styrkleikalistanum er Spánn. Frakkar eru í fjórða sæti og Belgar í því fimmta. Virðingin fyrir íslenska liðinu er greinilega mikil eftir frábæran árangur strákanna okkar undanfarin misseri. Ísland er hvorki meira né minna en í tólfta sæti á styrkleikalistanum og er þar fyrir ofan stórþjóðir eins og England og Kólumbíu. Úrúgvæ er næsta þjóð fyrir ofan í ellefta sæti. „Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, trúir því að íslenska liðið mæti til leiks á HM með sömu væntingar um að vinna mótið eins og allir aðrir. Það dettur engum í hug að hlæja að því þessa dagana,“ segir í umsögn Ames um íslenska liðið. „Íslenska liðið kláraði sinn riðil ískalt á meðan Króatía molnaði við endamarkið. Nú er bara spurningin hvort Íslandi geti náð sama árangri og á EM 2016 þar sem liðið komst í átta liða úrslit.“ „Það getur verið erfitt að greina Ísland því stundum er engin augljós leikáætlun en íslensku leikmennirnir njóta góðs af því að þekkja hvorn annan inn og út. Þeir hafa einnig gríðarlega trú á sjálfum sér en þessir tveir hlutir hafa skapað sigurformúlu. Við það bætist svo að Gylfi Sigurðsson getur unnið fyrir þá leiki en allt þetta gæti gert það að verkum að Ísland muni aftur ná árangri sem tekið verður eftir,“ segir Nick Ames um Ísland.Hér má sjá allan styrkleikalistann á vef The Guardian. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Bandaríkjamenn töpuðu fyrir neðsta liðinu og Aron missir af HM í Rússlandi Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 11. október 2017 08:30 Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00 Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira
Eins og kom fram í morgun eru 23 þjóðir búnar að tryggja sér farseðilinn á HM 2018 í Rússlandi sem hefst í júní á næsta ári en alls verða 32 þjóðir sem taka þátt. Enski blaðamaðurinn Nick Ames, sem var hér á landi að fylgjast með Íslandi komast á HM, er búinn að setja upp styrkleikalista á vef The Guardian þar sem hann raðar niður liðunum 23 sem komin eru til Rússlands. Þýskaland er að hans mati besta liðið en Brasilía í öðru sæti og þriðja liðið á styrkleikalistanum er Spánn. Frakkar eru í fjórða sæti og Belgar í því fimmta. Virðingin fyrir íslenska liðinu er greinilega mikil eftir frábæran árangur strákanna okkar undanfarin misseri. Ísland er hvorki meira né minna en í tólfta sæti á styrkleikalistanum og er þar fyrir ofan stórþjóðir eins og England og Kólumbíu. Úrúgvæ er næsta þjóð fyrir ofan í ellefta sæti. „Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, trúir því að íslenska liðið mæti til leiks á HM með sömu væntingar um að vinna mótið eins og allir aðrir. Það dettur engum í hug að hlæja að því þessa dagana,“ segir í umsögn Ames um íslenska liðið. „Íslenska liðið kláraði sinn riðil ískalt á meðan Króatía molnaði við endamarkið. Nú er bara spurningin hvort Íslandi geti náð sama árangri og á EM 2016 þar sem liðið komst í átta liða úrslit.“ „Það getur verið erfitt að greina Ísland því stundum er engin augljós leikáætlun en íslensku leikmennirnir njóta góðs af því að þekkja hvorn annan inn og út. Þeir hafa einnig gríðarlega trú á sjálfum sér en þessir tveir hlutir hafa skapað sigurformúlu. Við það bætist svo að Gylfi Sigurðsson getur unnið fyrir þá leiki en allt þetta gæti gert það að verkum að Ísland muni aftur ná árangri sem tekið verður eftir,“ segir Nick Ames um Ísland.Hér má sjá allan styrkleikalistann á vef The Guardian.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Bandaríkjamenn töpuðu fyrir neðsta liðinu og Aron missir af HM í Rússlandi Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 11. október 2017 08:30 Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00 Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira
Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00
Bandaríkjamenn töpuðu fyrir neðsta liðinu og Aron missir af HM í Rússlandi Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 11. október 2017 08:30
Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00
Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30
Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00