Barcelona-stjörnurnar mæta brosandi aftur til Katalóníu enda búnir að tryggja sínum þjóðum sæti á HM auk þess að næla sér í eitt met í leiðinni.
Lionel Messi byrjaði á því að bæta markametið með því að skora þrennu í 3-1 sigri Argentínumanna á Ekvador en Luis Suarez jafnaði við hann með því að skora tvisvar í seinni hálfleik í 4-2 sigri Úrúgvæ á Bólivíu.
Þeir félagar hafa nú báðir skorað 21 mark í undankeppni HM. Argentínumaðurinn Hernan Crespo átti áður metið (19 mörk) en Luis Suarez náði honum þegar hann skoraði sitt nítjánda mark fyrir ári síðan.
21 - Luis #Suárez and Lionel #Messi are now the historical joint-top scorers in South American WC Qualifiers history. Brothers. pic.twitter.com/Uwl5YjLDJd
— OptaJavier (@OptaJavier) October 11, 2017
Það gekk hinsvegar ekkert hjá Suarez að komast einn í efsta sætið enda var hann ekki búinn að skora í undankeppninni síðan í október 2016.
Messi stakk sér síðan framúr þeim báðum þegar hann kom til bjargar eftir að Argentína lenti 1-0 undir í nótt í leik upp á líf eða dauða fyrir HM-drauma argentínsku þjóðarinnar. Þrenna Messi reddaði málunum og Argentína verður með okkur Íslendingum á HM næsta sumar.
Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani var hinsvegar markahæstur maðurinn í þessari undankeppni Suður-Ameríku riðilsins með 10 mörk. Lionel Messi skoraði sjö mörk eins og Sílemaðurinn Alexis Sánchez og Ekvadormaðurinn Felipe Caicedo.
#Messi and @LuisSuarez9 became the first players to breach the 20-goal mark in #CONMEBOL qualifiers history. #WCQhttps://t.co/xZJ4MJ05qh
— Sportstar (@sportstarweb) October 11, 2017

