Bandaríkjamenn töpuðu fyrir neðsta liðinu og Aron missir af HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 08:30 Michael Bradley, fyrirliði bandaríska landsliðsins, gengur vonsvikinn af velli í nótt. Vísir/Getty Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Aron valdi að spila fyrir bandaríska landsliðið fyrir HM 2014 í Brasilíu en nú fjórum árum seinna er íslenska landsliðið á leið á HM á sama tíma og Bandaríkjamenn sitja heima. Bandaríkjamenn byrjuðu kvöldið í þriðja og síðasta sætinu sem gaf farseðil á HM úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum en töpuðu 2-1 á móti Trínidad og Tóbagó og enduðu í fimmta sæti riðilsins. Þeir misstu því ekki aðeins af því að tryggja sig strax inn á HM heldur einnig af möguleikanum að komast til Rússlands í gegnum umspil. Mexíkó og Kosta Ríka voru áður búin að tryggja sér sæti á HM en barist var um þriðja og síðasta sætið í nótt. Fjórða sætið gaf síðan sæti í umspili um laust sæti. Panama verða með á HM í fyrsta sinn en umdeilt sigurmark á 88. mínútu tryggði Panama 2-1 sigur á Kosta Ríka og þar með þriðja og síðasta sætið úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum sem gefur farseðil á HM í Rússlandi.Final-day #WCQ drama leaves Panama set for maiden #WorldCuphttps://t.co/D6PlVdrKGIpic.twitter.com/aIXFPyOADI — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017Panama reach first #WorldCup Honduras seal play-off spot USA miss out Stunning CONCACAF #WCQ finale Review https://t.co/V5JX0SUP9apic.twitter.com/eDC3Ye2NrR — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Markið sem kom Panama á HM skoraði Gabriel Torres en það leit þó út fyrir að boltinn hafi aldrei farið yfir marklínuna. Ronald Matarrita virtist hafa bjargað á linu en dómarinn, Walter Lopez frá Gvatemala, dæmdi hinsvegar mark. Bandaríkjamenn duttu alla leið niður í fimmta sætið en Hondúras fer aftur á móti í umspilsleiki við Ástralíu um eitt laust sæti á HM næsta sumar. Bandaríska liðið vann 4-0 sigur á Panama fyrir nokkrum dögum en sá sigur dugði skammt þegar riðillinn var gerður upp. „Við höfðum þetta allt í hendi okkar. Við klúðruðum þessu og höfum engar afsakanir. Við áttum alltaf að ganga af þessum velli með að minnsta kosti eitt stig. Við eigum aldrei að missa af HM og ég tek fulla ábyrgð á þessu,“ sagði Bruce Arena, landsliðsþjálfari Bandaríkjamanna, eftir leikinn.QUALIFIED! Congratulations, Panama! Los Canaleros will make their #WorldCup debut in Russia! #WCQpic.twitter.com/OG0oU2CsIT — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Aron valdi að spila fyrir bandaríska landsliðið fyrir HM 2014 í Brasilíu en nú fjórum árum seinna er íslenska landsliðið á leið á HM á sama tíma og Bandaríkjamenn sitja heima. Bandaríkjamenn byrjuðu kvöldið í þriðja og síðasta sætinu sem gaf farseðil á HM úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum en töpuðu 2-1 á móti Trínidad og Tóbagó og enduðu í fimmta sæti riðilsins. Þeir misstu því ekki aðeins af því að tryggja sig strax inn á HM heldur einnig af möguleikanum að komast til Rússlands í gegnum umspil. Mexíkó og Kosta Ríka voru áður búin að tryggja sér sæti á HM en barist var um þriðja og síðasta sætið í nótt. Fjórða sætið gaf síðan sæti í umspili um laust sæti. Panama verða með á HM í fyrsta sinn en umdeilt sigurmark á 88. mínútu tryggði Panama 2-1 sigur á Kosta Ríka og þar með þriðja og síðasta sætið úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum sem gefur farseðil á HM í Rússlandi.Final-day #WCQ drama leaves Panama set for maiden #WorldCuphttps://t.co/D6PlVdrKGIpic.twitter.com/aIXFPyOADI — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017Panama reach first #WorldCup Honduras seal play-off spot USA miss out Stunning CONCACAF #WCQ finale Review https://t.co/V5JX0SUP9apic.twitter.com/eDC3Ye2NrR — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Markið sem kom Panama á HM skoraði Gabriel Torres en það leit þó út fyrir að boltinn hafi aldrei farið yfir marklínuna. Ronald Matarrita virtist hafa bjargað á linu en dómarinn, Walter Lopez frá Gvatemala, dæmdi hinsvegar mark. Bandaríkjamenn duttu alla leið niður í fimmta sætið en Hondúras fer aftur á móti í umspilsleiki við Ástralíu um eitt laust sæti á HM næsta sumar. Bandaríska liðið vann 4-0 sigur á Panama fyrir nokkrum dögum en sá sigur dugði skammt þegar riðillinn var gerður upp. „Við höfðum þetta allt í hendi okkar. Við klúðruðum þessu og höfum engar afsakanir. Við áttum alltaf að ganga af þessum velli með að minnsta kosti eitt stig. Við eigum aldrei að missa af HM og ég tek fulla ábyrgð á þessu,“ sagði Bruce Arena, landsliðsþjálfari Bandaríkjamanna, eftir leikinn.QUALIFIED! Congratulations, Panama! Los Canaleros will make their #WorldCup debut in Russia! #WCQpic.twitter.com/OG0oU2CsIT — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira