Toyota sér brátt endalok dísilfólksbíla í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2017 10:38 Toyota Avensis. Líklega mun Toyota ekki kynna fleiri nýja bíla knúna dísilvélum í Evrópu þó svo ennþá fáist Toyota bílar í álfunni með dísilvélar. Toyota leitaði í smiðju BMW vegna dísilvéla í Avensis og Auris bílanna fyrir Evrópumarkað. Er það lýsandi fyrir afstöðu Toyota varðandi dísilvélar, en þar á bæ virðist ekki vilji til að þróa nýjar dísilvélar. Þeir nýju bílar sem Toyota mun kynna í Evrópu á næstu árum verða ekki boðnir með dísilvélum og mun því það takmarkaða úrval dísilknúinna Toyota bíla sem fá má nú í álfunni fjara út þegar núverandi kynslóðir Avensis og Auris renna sitt skeið. Ný kynslóð Yaris er ekki í boði með dísilvél í Evrópu, né heldur sportjepplingurinn C-HR og á því má ljóst vera að ekki stendur til að setja á markað nýja bíla sem knúnir eru dísilvélum. Toyota hefur um árabil lagt áherslu á Hybrid bíla með bensínvélum og mun svo áfram verða. Öndvert við marga þýska og franska bílaframleiðendur hefur lítil áhersla verið á dísilknúna bíla hjá Toyota á undanförnum árum. Svo virðist sem Toyota hafi veðjað á réttan hest með því nú þegar andstaða við dísilknúna bíla er orðin mikil í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Það eru þó enn nokkrir bílar frá Toyota sem seljast vel með dísilvélum, þ.e. Land Cruiser, Hilux og Proace sendibíllinn og verða þeir allir áfram í boði með dísilvélar. Öðru máli mun þó gegna um fólksbíla Toytoa. Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent
Líklega mun Toyota ekki kynna fleiri nýja bíla knúna dísilvélum í Evrópu þó svo ennþá fáist Toyota bílar í álfunni með dísilvélar. Toyota leitaði í smiðju BMW vegna dísilvéla í Avensis og Auris bílanna fyrir Evrópumarkað. Er það lýsandi fyrir afstöðu Toyota varðandi dísilvélar, en þar á bæ virðist ekki vilji til að þróa nýjar dísilvélar. Þeir nýju bílar sem Toyota mun kynna í Evrópu á næstu árum verða ekki boðnir með dísilvélum og mun því það takmarkaða úrval dísilknúinna Toyota bíla sem fá má nú í álfunni fjara út þegar núverandi kynslóðir Avensis og Auris renna sitt skeið. Ný kynslóð Yaris er ekki í boði með dísilvél í Evrópu, né heldur sportjepplingurinn C-HR og á því má ljóst vera að ekki stendur til að setja á markað nýja bíla sem knúnir eru dísilvélum. Toyota hefur um árabil lagt áherslu á Hybrid bíla með bensínvélum og mun svo áfram verða. Öndvert við marga þýska og franska bílaframleiðendur hefur lítil áhersla verið á dísilknúna bíla hjá Toyota á undanförnum árum. Svo virðist sem Toyota hafi veðjað á réttan hest með því nú þegar andstaða við dísilknúna bíla er orðin mikil í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Það eru þó enn nokkrir bílar frá Toyota sem seljast vel með dísilvélum, þ.e. Land Cruiser, Hilux og Proace sendibíllinn og verða þeir allir áfram í boði með dísilvélar. Öðru máli mun þó gegna um fólksbíla Toytoa.
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent