Geðheilbrigði tónlistarmanna er ekki skemmtifrétt Benedikt Bóas skrifar 26. október 2017 16:30 Chester Bennington, söngvari Linkin Park, var virtur og dáður af milljónum en hafði sinn djöful að draga. Hann framdi sjálfsmorð þann 20. júlí síðastliðinn þegar hann hengdi sig á heimili sínu. Hann var 41. árs. NordicPhotos/Getty „Þetta er stundum sett í búning og gert eins og það sé eftirsóknavert að vera að glíma við sinn djöful,“ segir Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN, en á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves verður ráðstefna þar sem rætt verður um geðheilbrigðismál tónlistarmanna. Ástæðan er að fjölmargir tónlistarmenn hafa fallið fyrir eigin hendi, bæði erlendis og hérlendis. Umræðan um geðheilbrigðismál hefur lengi verið mikið tabú segir Anna, og sérstaklega meðal tónlistarmanna.„Það þarf að gera eitthvað í þessu og tala um lausnir og vandamálið. Geðheilbrigðismál eru tabú en eru einstök í tónlistargeiranum því það er eins og það sé einhver ljómi yfir tónlistarmönnum og geðheilbrigði þeirra. Ef tónlistarmaður fellur fyrir eigin hendi eða líður eitthvað illa og fær jafnvel eitthvert áfall þá er það málað í skemmtilegum litum í staðinn fyrir að segja: Guð minn góður, hvernig getum við hjálpað. Þegar Amy Winehouse til dæmis átti við sín vandamál að stríða þá var það málað sem einhver skemmtifrétt í staðinn fyrir að tala um þetta sem vandamál sem þarf að laga.“William Doyle mun tala á fyrirlestrinum. NordicPhotos/GettyWilliam Doyle fæddist árið 1991 og sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Total Strife Forever. Árið 2016 gaf hann út plötu sem hann byggði á kvíða sínum, ofsahræðslu og skorti á veruleikaskyni. Hann hefur verið opinskár gagnvart geðvandamálum sínum sem tónlistarmaður. „Okkur fannst mikilvægt að í staðinn fyrir að fá hóp af fólki sem talar um geðheilbrigði tónlistarmanna þá væri betra að fá tónlistarmann sem glímir við geðvandamál og talar um þau. Segir frá sinni reynslu. Við verðum líka með fulltrúa frá Landspítalanum sem talar um þau úrræði sem tónlistarmenn og aðrir hafa.“ Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 2. nóvember í sal 2 í Bíó Paradís.Chris Cornell lést í maí síðastliðnum. Hann hafði glímt við þunglyndi í langan tíma. Hann var 52. ára gamall. NordicPhotos/Getty Airwaves Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjá meira
„Þetta er stundum sett í búning og gert eins og það sé eftirsóknavert að vera að glíma við sinn djöful,“ segir Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN, en á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves verður ráðstefna þar sem rætt verður um geðheilbrigðismál tónlistarmanna. Ástæðan er að fjölmargir tónlistarmenn hafa fallið fyrir eigin hendi, bæði erlendis og hérlendis. Umræðan um geðheilbrigðismál hefur lengi verið mikið tabú segir Anna, og sérstaklega meðal tónlistarmanna.„Það þarf að gera eitthvað í þessu og tala um lausnir og vandamálið. Geðheilbrigðismál eru tabú en eru einstök í tónlistargeiranum því það er eins og það sé einhver ljómi yfir tónlistarmönnum og geðheilbrigði þeirra. Ef tónlistarmaður fellur fyrir eigin hendi eða líður eitthvað illa og fær jafnvel eitthvert áfall þá er það málað í skemmtilegum litum í staðinn fyrir að segja: Guð minn góður, hvernig getum við hjálpað. Þegar Amy Winehouse til dæmis átti við sín vandamál að stríða þá var það málað sem einhver skemmtifrétt í staðinn fyrir að tala um þetta sem vandamál sem þarf að laga.“William Doyle mun tala á fyrirlestrinum. NordicPhotos/GettyWilliam Doyle fæddist árið 1991 og sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Total Strife Forever. Árið 2016 gaf hann út plötu sem hann byggði á kvíða sínum, ofsahræðslu og skorti á veruleikaskyni. Hann hefur verið opinskár gagnvart geðvandamálum sínum sem tónlistarmaður. „Okkur fannst mikilvægt að í staðinn fyrir að fá hóp af fólki sem talar um geðheilbrigði tónlistarmanna þá væri betra að fá tónlistarmann sem glímir við geðvandamál og talar um þau. Segir frá sinni reynslu. Við verðum líka með fulltrúa frá Landspítalanum sem talar um þau úrræði sem tónlistarmenn og aðrir hafa.“ Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 2. nóvember í sal 2 í Bíó Paradís.Chris Cornell lést í maí síðastliðnum. Hann hafði glímt við þunglyndi í langan tíma. Hann var 52. ára gamall. NordicPhotos/Getty
Airwaves Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjá meira