Mælir með því að koma til Íslands og horfa á HM með Íslendingum í miðnætursólinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2017 09:00 Íslenskir stuðningsmenn á Arnarhóli sumarið 2016. Vísir/AFP Grant Wahl er aðalblaðamaður bandaríska tímaritsins Sports Illustrated þegar kemur að skrifa um knattspyrnu. Hann er líka einn af mörgum aðdáendum íslenska landsliðsins. Ísland er á leiðinni á HM í Rússlandi næsta sumar en Bandaríkjamenn sitja aftur heima í fyrsta sinn síðan á HM í Mexíkó 1986. Grant Wahl skrifar reglulega pistil inn á vefsíðu Sports Illustrated þar sem hann svarar spurningum lesenda síðunnar um mál tengdum knattspyrnunni.New Mailbag: USSF chaos, teams for US fans to root for at WC (Iceland!), WC26 pot of gold at end of Gulati's rainbow https://t.co/FOOINdjwuw — Grant Wahl (@GrantWahl) October 25, 2017 Ein af spurningunum var um hvaða lið Bandaríkjamenn eiga að halda með á heimsmeistaramótinu í Rússlandi þar sem að bandaríska landsliðið er ekki meðal keppenda. Fyrsta liðið sem Grant Wahl nefnir er að sjálfsögðu íslenska landsliðið sem komst nú inn á HM í fyrsta sinn í sögunni. Wahl ráðleggur ekki Bandaríkjamönnum aðeins að halda með íslenska landsliðinu heldur einnig að heimsækja Ísland næsta sumar. „Uppáhaldslið allra frá EM 2016 hefur tryggt sér farseðilinn á HM í fyrsta sinn og gæti bitið frá sér á HM. Ekki má heldur gleyma klappinu sem þeir taka með stuðningsmönnum sínum sem er svo flott. Ef þú ákveður að fara ekki til Rússlands á mótið þá væri kannski það skemmtilegasta sem þú gætir gert að drífa þig bara til Íslands. Það væri gaman að horfa á HM með Íslendingum í miðnætursólinni. 22 tímar af sól á sólarhring, gott veður, hressir Íslendingar og nóg af Einstök. Skráið mig,“ skrifar Grant Wahl. Það má annars sjá allan pistilinn hans hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira
Grant Wahl er aðalblaðamaður bandaríska tímaritsins Sports Illustrated þegar kemur að skrifa um knattspyrnu. Hann er líka einn af mörgum aðdáendum íslenska landsliðsins. Ísland er á leiðinni á HM í Rússlandi næsta sumar en Bandaríkjamenn sitja aftur heima í fyrsta sinn síðan á HM í Mexíkó 1986. Grant Wahl skrifar reglulega pistil inn á vefsíðu Sports Illustrated þar sem hann svarar spurningum lesenda síðunnar um mál tengdum knattspyrnunni.New Mailbag: USSF chaos, teams for US fans to root for at WC (Iceland!), WC26 pot of gold at end of Gulati's rainbow https://t.co/FOOINdjwuw — Grant Wahl (@GrantWahl) October 25, 2017 Ein af spurningunum var um hvaða lið Bandaríkjamenn eiga að halda með á heimsmeistaramótinu í Rússlandi þar sem að bandaríska landsliðið er ekki meðal keppenda. Fyrsta liðið sem Grant Wahl nefnir er að sjálfsögðu íslenska landsliðið sem komst nú inn á HM í fyrsta sinn í sögunni. Wahl ráðleggur ekki Bandaríkjamönnum aðeins að halda með íslenska landsliðinu heldur einnig að heimsækja Ísland næsta sumar. „Uppáhaldslið allra frá EM 2016 hefur tryggt sér farseðilinn á HM í fyrsta sinn og gæti bitið frá sér á HM. Ekki má heldur gleyma klappinu sem þeir taka með stuðningsmönnum sínum sem er svo flott. Ef þú ákveður að fara ekki til Rússlands á mótið þá væri kannski það skemmtilegasta sem þú gætir gert að drífa þig bara til Íslands. Það væri gaman að horfa á HM með Íslendingum í miðnætursólinni. 22 tímar af sól á sólarhring, gott veður, hressir Íslendingar og nóg af Einstök. Skráið mig,“ skrifar Grant Wahl. Það má annars sjá allan pistilinn hans hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira