Ásgeir Örn vonast til að spila annan leikinn gegn Svíum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2017 19:15 Ásgeir Örn ræðir við Pétur Örn Gunnarsson sjúkraþjálfara. vísir/eyþór Ásgeir Örn Hallgrímsson segir líklegt að hann geti tekið þátt í vináttulandsleikjunum gegn Svíum í Laugardalshöllinni. Sá fyrri fer fram annað kvöld og sá síðari á laugardaginn. Ásgeir Örn hefur glímt við meiðsli í upphafi tímabils og lítið komið við sögu hjá sínu félagsliði, Nimes í Frakklandi. Hann segist þó vera á batavegi. „Staðan er þokkaleg. Þetta er búið að vera frekar hægt haust en ég er allur að koma til. Núna er þetta allt á uppleið,“ sagði Ásgeir Örn sem hefur verið meiddur mjöðm síðan í lok ágúst. Aðspurður sagðist Ásgeir Örn vera bjartsýnn á að geta spilað allavega annan leikinn gegn Svíum. Ásgeir Örn, sem er 33 ára, er næstelsti leikmaðurinn í íslenska hópnum sem er mjög ungur að þessu sinni.„Þetta eru ungir og ferskir strákar. Þetta er vissulega nýtt og öðruvísi. Það felast nýjar áskoranir í því. En maður saknar auðvitað gömlu vinanna,“ sagði Ásgeir Örn sem reynir hvað hann getur til að hjálpa yngri leikmönnunum í íslenska liðinu. „Maður gerir það sem maður getur til að hjálpa þeim og gera þetta létt. Við erum allir að reyna að vinna leiki og maður reynir að miðla af reynslunni.“ Ásgeir Örn hefur leikið í Frakklandi síðan 2012, fyrstu tvö árin með Paris Saint-Germain og síðan með Nimes. „Ég gerði nýjan þriggja ára samning í fyrra þannig að ég á þetta tímabil og næsta eftir. Síðan tekur maður stöðuna. Þá verður maður orðinn 35 ára og allt eins líklegt að maður fari heim. En maður veit aldrei,“ sagði Ásgeir Örn. Hauka, uppeldisfélag Ásgeirs Arnar, vantar örvhenta skyttu. Er ekki gráupplagt fyrir hann að fylla það skarð? „Það er aldrei að vita. Maður sér til,“ sagði Ásgeir hlæjandi.Ásgeir Örn hefur leikið 247 landsleiki.vísir/eyþór EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. 25. október 2017 13:00 Létt yfir strákunum í morgun | Myndir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn. 25. október 2017 16:00 Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Guðjón: Aron á eftir að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er afar ánægður fyrir hönd Arons Pálmarssonar sem í gær varð formlega leikmaður Barcelona. 24. október 2017 14:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir líklegt að hann geti tekið þátt í vináttulandsleikjunum gegn Svíum í Laugardalshöllinni. Sá fyrri fer fram annað kvöld og sá síðari á laugardaginn. Ásgeir Örn hefur glímt við meiðsli í upphafi tímabils og lítið komið við sögu hjá sínu félagsliði, Nimes í Frakklandi. Hann segist þó vera á batavegi. „Staðan er þokkaleg. Þetta er búið að vera frekar hægt haust en ég er allur að koma til. Núna er þetta allt á uppleið,“ sagði Ásgeir Örn sem hefur verið meiddur mjöðm síðan í lok ágúst. Aðspurður sagðist Ásgeir Örn vera bjartsýnn á að geta spilað allavega annan leikinn gegn Svíum. Ásgeir Örn, sem er 33 ára, er næstelsti leikmaðurinn í íslenska hópnum sem er mjög ungur að þessu sinni.„Þetta eru ungir og ferskir strákar. Þetta er vissulega nýtt og öðruvísi. Það felast nýjar áskoranir í því. En maður saknar auðvitað gömlu vinanna,“ sagði Ásgeir Örn sem reynir hvað hann getur til að hjálpa yngri leikmönnunum í íslenska liðinu. „Maður gerir það sem maður getur til að hjálpa þeim og gera þetta létt. Við erum allir að reyna að vinna leiki og maður reynir að miðla af reynslunni.“ Ásgeir Örn hefur leikið í Frakklandi síðan 2012, fyrstu tvö árin með Paris Saint-Germain og síðan með Nimes. „Ég gerði nýjan þriggja ára samning í fyrra þannig að ég á þetta tímabil og næsta eftir. Síðan tekur maður stöðuna. Þá verður maður orðinn 35 ára og allt eins líklegt að maður fari heim. En maður veit aldrei,“ sagði Ásgeir Örn. Hauka, uppeldisfélag Ásgeirs Arnar, vantar örvhenta skyttu. Er ekki gráupplagt fyrir hann að fylla það skarð? „Það er aldrei að vita. Maður sér til,“ sagði Ásgeir hlæjandi.Ásgeir Örn hefur leikið 247 landsleiki.vísir/eyþór
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. 25. október 2017 13:00 Létt yfir strákunum í morgun | Myndir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn. 25. október 2017 16:00 Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Guðjón: Aron á eftir að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er afar ánægður fyrir hönd Arons Pálmarssonar sem í gær varð formlega leikmaður Barcelona. 24. október 2017 14:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. 25. október 2017 13:00
Létt yfir strákunum í morgun | Myndir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn. 25. október 2017 16:00
Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30
Guðjón: Aron á eftir að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er afar ánægður fyrir hönd Arons Pálmarssonar sem í gær varð formlega leikmaður Barcelona. 24. október 2017 14:30