Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2017 13:00 Gísli Þorgeir á æfingunni í dag. vísir/eyþór Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. „Það er mjög gaman að vera hérna og heiður að fá að spila með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni],“ sagði Gísli í samtali við Vísi eftir æfingu landsliðsins í Valshöllinni í dag.Gísli er yngsti leikmaðurinn í íslenska hópnum, fæddur árið 1999. Það sama ár spilaði Guðjón Valur, sem er 20 árum eldri en Gísli, sinn fyrsta landsleik. „Handbolti spyr ekki um aldur. Hann er enn í heimsklassa og ég stefni á að komast á þann stað sem hann er á,“ sagði Gísli sem var fimm mánaða þegar Guðjón Valur fór á sitt fyrsta stórmót (EM Króatíu 2000). Gísli var afar hógvær aðspurður hvort hann hefði búist við að fá kallið í landsliðið svona snemma. „Markmið mín eru að bæta mig á hverjum einasta degi og leggja mig 110% fram á hverri æfingu. Meira get ég ekki gert og ég uppskar sæti í landsliðinu. Það er mjög flott og ég er mjög ánægður,“ sagði Gísli. FH-ingurinn fór úr olnbogalið á æfingu U-21 árs landsliðsins í sumar og missti fyrir vikið af HM U-19 og U-21 árs og af fyrstu leikjum FH á tímabilinu. Gísli segist vera orðinn góður af meiðslunum. „Ég er orðinn 100% klár og meiðslin eru ekki lengur að hrjá mig. Skotkrafturinn er allur að koma aftur og þetta er bara á uppleið,“ sagði Gísli sem vonast að sjálfsögðu til að fá tækifæri í leikjunum gegn Svíum. „Það yrði frábært og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað,“ sagði Gísli að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. „Það er mjög gaman að vera hérna og heiður að fá að spila með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni],“ sagði Gísli í samtali við Vísi eftir æfingu landsliðsins í Valshöllinni í dag.Gísli er yngsti leikmaðurinn í íslenska hópnum, fæddur árið 1999. Það sama ár spilaði Guðjón Valur, sem er 20 árum eldri en Gísli, sinn fyrsta landsleik. „Handbolti spyr ekki um aldur. Hann er enn í heimsklassa og ég stefni á að komast á þann stað sem hann er á,“ sagði Gísli sem var fimm mánaða þegar Guðjón Valur fór á sitt fyrsta stórmót (EM Króatíu 2000). Gísli var afar hógvær aðspurður hvort hann hefði búist við að fá kallið í landsliðið svona snemma. „Markmið mín eru að bæta mig á hverjum einasta degi og leggja mig 110% fram á hverri æfingu. Meira get ég ekki gert og ég uppskar sæti í landsliðinu. Það er mjög flott og ég er mjög ánægður,“ sagði Gísli. FH-ingurinn fór úr olnbogalið á æfingu U-21 árs landsliðsins í sumar og missti fyrir vikið af HM U-19 og U-21 árs og af fyrstu leikjum FH á tímabilinu. Gísli segist vera orðinn góður af meiðslunum. „Ég er orðinn 100% klár og meiðslin eru ekki lengur að hrjá mig. Skotkrafturinn er allur að koma aftur og þetta er bara á uppleið,“ sagði Gísli sem vonast að sjálfsögðu til að fá tækifæri í leikjunum gegn Svíum. „Það yrði frábært og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað,“ sagði Gísli að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30