Gylfi hvorki reykir né drekkur og er hin fullkomna fyrirmynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki á EM í Frakklandi sumarið 2016. Vísir/EPA Það er áfram mikill áhugi á að fjalla um íslenska knattspyrnuævintýrið ekki síst þar sem íslensku strákarnir fylgdu því eftir að komast í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Áhugsamir blaðamenn eru flestir að reyna að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð geti náð svona árangri í stærstu liðsíþrótt í heimi. Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri Knattspyrnusamband Íslands, er í viðtali hjá vefsíðunni thesefootballtimes.co þar sem hann fer um víðan völl.Iceland and the journey to Russia 2018: an inside perspective with the nation's Technical Director, Arnar Bill. https://t.co/o3rH78LRntpic.twitter.com/p3OwonWhXt — These Football Times (@thesefootytimes) October 24, 2017 Arnar Bill ræðir meðal annars áhrifin af því að hafa týpu eins og Gylfa Þór Sigurðsson sem stærstu stjörnuna í íslenska landsliðinu. „Hann er afar mikilvægur. Hann er einn af fáum leikmönnum sem hafa komist á hæsta stigið. Hann er án vafa fyrirmynd fyrir aðra leikmenn í liðinu. Hann hleypur mest allra og setur gott fordæmi fyrir yngri leikmenn,“ segir Arnar Bill og bætir við: „Hann hvorki reykir né drekkur og er frábær fyrirmynd fyrir alla. Hann er líka kurteis. Það heyrist kannski meira í fyrirliðanum okkar Aroni Einari Gunnarssyni en það má segja að það séu fimm til sex fyrirliðar inn á vellinum í þessu liði. Þetta er það sterk liðsheild,“ segir Arnar Bill. Arnar Bill ber líka saman starfsmannafjöldann hjá KSÍ við þann hjá öðrum samböndum í Evrópu. KSÍ er með sautján starfsmenn í fullu starfi en þeir eru sem dæmi 60 hjá knattspyrnusambandi Möltu. Arnar Bill ræðir einnig áhrifin frá Lars Lagerback. „Lars var frábær. Hann var engin einræðisherra. Hann bar allt undir Heimir. Þeir voru saman í þessu. Það er svo gaman að við héldum áfram að vinna leiki eftir EM. Lars hefur alltaf litið á aðstoðarmenn sína sem jafningja og Heimir var engin undantekning,“ sagði Arnar Bill í viðtalinu. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Það er áfram mikill áhugi á að fjalla um íslenska knattspyrnuævintýrið ekki síst þar sem íslensku strákarnir fylgdu því eftir að komast í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Áhugsamir blaðamenn eru flestir að reyna að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð geti náð svona árangri í stærstu liðsíþrótt í heimi. Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri Knattspyrnusamband Íslands, er í viðtali hjá vefsíðunni thesefootballtimes.co þar sem hann fer um víðan völl.Iceland and the journey to Russia 2018: an inside perspective with the nation's Technical Director, Arnar Bill. https://t.co/o3rH78LRntpic.twitter.com/p3OwonWhXt — These Football Times (@thesefootytimes) October 24, 2017 Arnar Bill ræðir meðal annars áhrifin af því að hafa týpu eins og Gylfa Þór Sigurðsson sem stærstu stjörnuna í íslenska landsliðinu. „Hann er afar mikilvægur. Hann er einn af fáum leikmönnum sem hafa komist á hæsta stigið. Hann er án vafa fyrirmynd fyrir aðra leikmenn í liðinu. Hann hleypur mest allra og setur gott fordæmi fyrir yngri leikmenn,“ segir Arnar Bill og bætir við: „Hann hvorki reykir né drekkur og er frábær fyrirmynd fyrir alla. Hann er líka kurteis. Það heyrist kannski meira í fyrirliðanum okkar Aroni Einari Gunnarssyni en það má segja að það séu fimm til sex fyrirliðar inn á vellinum í þessu liði. Þetta er það sterk liðsheild,“ segir Arnar Bill. Arnar Bill ber líka saman starfsmannafjöldann hjá KSÍ við þann hjá öðrum samböndum í Evrópu. KSÍ er með sautján starfsmenn í fullu starfi en þeir eru sem dæmi 60 hjá knattspyrnusambandi Möltu. Arnar Bill ræðir einnig áhrifin frá Lars Lagerback. „Lars var frábær. Hann var engin einræðisherra. Hann bar allt undir Heimir. Þeir voru saman í þessu. Það er svo gaman að við héldum áfram að vinna leiki eftir EM. Lars hefur alltaf litið á aðstoðarmenn sína sem jafningja og Heimir var engin undantekning,“ sagði Arnar Bill í viðtalinu. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira