Hörður Björgvin við Guardian: Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 09:00 Hörður Björgvin Magússon og félagar fagna sigri á Englendingum í Nice 27. júní 2016. Vísir/Getty Guardian rifjar upp sigur Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í dag með viðtali við íslenska landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon. Ástæðan er að Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í þessum ógleymanlega leik í Nice og núverandi stjóri Crystal Palace, er í kvöld í fyrsta sinn að fara mæta íslenskum landsliðsmanni eftir að hann tók við á Selhurst Park. Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City taka í kvöld á móti Crystal Palace í fjórðu umferð enska deildabikarsins. Hörður Björgvin var tekin í viðtal en þó svo að hann hafi verið fastamaður í íslenska landsliðinu að undanförnu þá hefur hann fengið fá tækifæri með Bristol City. Hörður Björgvin hefur hinsvegar fengið að spila í enska deildabikarnum. Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn á móti Íslandi í Nice í lok júní 2016. Síðan eru liðnir átján mánuðir en Roy Hodgson er bara nýkominn aftur inn í fótboltann. Hann tók við liði Crystal Palace þegar Frank de Boer var rekinn í september. „Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur,“ segir Hörður Björgvin Magnússon þegar blaðamaður Guardian spyr hann út það hvernig það verður að mæta Roy Hodgson aftur.Vísir/Getty „Ég sá það frá varamannabekknum þegar þeir fengu vítið sem Rooney skoraði úr. Ég hugsaði: Nú verður erfitt fyrir okkur að snúa þessu við. Íslenska hugarfarið er öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Við vissum að enska liðið væri undir mikilli pressu frá blaðamönnum og ensku þjóðinni ef þeir ynnu ekki Ísland. Við sáum það á leikmönnunum. Þeir voru hræddir. Það var síðan rosalegt að sjá þessi hörðu viðbrögð frá Englandi. Brexit var aðeins nokkrum dögum áður og þetta var slæmur tími fyrir ensku þjóðina,“ sagði Hörður Björgvin. Hörður Björgvin er á leiðinni á HM í Rússlandi með íslenska landsliðinu og blaðamaður Guardian spyr hann að sjálfsögðu út í það. „Ég hugsa um næsta sumar á hverjum degi. Ísland er að fara á HM. Þetta er meira en góður draumur,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segist hafa fengið skilaboð frá [Paulo] Dybala þegar Ísland komst á HM en þeir voru áður liðsfélagar hjá Juventus. „Þegar Argentína komst á HM þá sendi ég honum skilaboðin: Hlakka til að hitta þig í Rússlandi. Vonandi verðum við í sama riðli,“ sagði Hörður.Vísir/Getty Hörður Björgvin er líka alveg til í að skjóta aðeins á Roy Hodgson þegar hann er spurður út í leik kvöldsins í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. „Ef við getum unnið Stoke og Watford þá getum við augljóslega unnið Crystal Palace. Þetta fer mikið eftir því hvernig þeir koma inn í leikinn. Ef þeir koma inn í leikinn eins og England gerði á móti Íslandi þá munum við bara labba yfir þá,“ sagði Hörður Björgvin en bætti strax við: „Nei, þetta verður mjög góður og erfiður leikur,“ sagði Hörður. Hörður Björgvin ræðir einnig tíma sinn á Ítalíu í viðtalinu sem má finna allt hér.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira
Guardian rifjar upp sigur Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í dag með viðtali við íslenska landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon. Ástæðan er að Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í þessum ógleymanlega leik í Nice og núverandi stjóri Crystal Palace, er í kvöld í fyrsta sinn að fara mæta íslenskum landsliðsmanni eftir að hann tók við á Selhurst Park. Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City taka í kvöld á móti Crystal Palace í fjórðu umferð enska deildabikarsins. Hörður Björgvin var tekin í viðtal en þó svo að hann hafi verið fastamaður í íslenska landsliðinu að undanförnu þá hefur hann fengið fá tækifæri með Bristol City. Hörður Björgvin hefur hinsvegar fengið að spila í enska deildabikarnum. Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn á móti Íslandi í Nice í lok júní 2016. Síðan eru liðnir átján mánuðir en Roy Hodgson er bara nýkominn aftur inn í fótboltann. Hann tók við liði Crystal Palace þegar Frank de Boer var rekinn í september. „Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur,“ segir Hörður Björgvin Magnússon þegar blaðamaður Guardian spyr hann út það hvernig það verður að mæta Roy Hodgson aftur.Vísir/Getty „Ég sá það frá varamannabekknum þegar þeir fengu vítið sem Rooney skoraði úr. Ég hugsaði: Nú verður erfitt fyrir okkur að snúa þessu við. Íslenska hugarfarið er öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Við vissum að enska liðið væri undir mikilli pressu frá blaðamönnum og ensku þjóðinni ef þeir ynnu ekki Ísland. Við sáum það á leikmönnunum. Þeir voru hræddir. Það var síðan rosalegt að sjá þessi hörðu viðbrögð frá Englandi. Brexit var aðeins nokkrum dögum áður og þetta var slæmur tími fyrir ensku þjóðina,“ sagði Hörður Björgvin. Hörður Björgvin er á leiðinni á HM í Rússlandi með íslenska landsliðinu og blaðamaður Guardian spyr hann að sjálfsögðu út í það. „Ég hugsa um næsta sumar á hverjum degi. Ísland er að fara á HM. Þetta er meira en góður draumur,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segist hafa fengið skilaboð frá [Paulo] Dybala þegar Ísland komst á HM en þeir voru áður liðsfélagar hjá Juventus. „Þegar Argentína komst á HM þá sendi ég honum skilaboðin: Hlakka til að hitta þig í Rússlandi. Vonandi verðum við í sama riðli,“ sagði Hörður.Vísir/Getty Hörður Björgvin er líka alveg til í að skjóta aðeins á Roy Hodgson þegar hann er spurður út í leik kvöldsins í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. „Ef við getum unnið Stoke og Watford þá getum við augljóslega unnið Crystal Palace. Þetta fer mikið eftir því hvernig þeir koma inn í leikinn. Ef þeir koma inn í leikinn eins og England gerði á móti Íslandi þá munum við bara labba yfir þá,“ sagði Hörður Björgvin en bætti strax við: „Nei, þetta verður mjög góður og erfiður leikur,“ sagði Hörður. Hörður Björgvin ræðir einnig tíma sinn á Ítalíu í viðtalinu sem má finna allt hér.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira